Sniðugt að greiða niður skuldir áður en fjárfest verði í listaverkum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 10. október 2022 22:38 Már Wolfgang Mixa er lektor í fjármálum við Háskóla Íslands. Reykjavík síðdegis Lektor í viðskiptafræði við Háskóla Íslands segir sniðugt að greiða niður lán og skuldir áður en farið verði í óhefðbundnari fjárfestingar. Mikilvægast sé þó að fjárfesta í sjálfum sér enda lífið stutt og fólk eigi að reyna að láta drauma sína rætast. Már Wolfgang Mixa, lektor í fjármálum við Háskóla Íslands, ræddi mögulegar fjárfestingaleiðir í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir að sniðugt geti verið að byrja á því að greiða niður skuldir, áður en farið verði í aðrar og jafnvel áhættusamar fjárfestingar. „Þú getur notað séreignasparnað til að greiða niður hluta af húsnæðisláninu, þeir sem hafa ekki nýtt sér þá leið ættu strax á morgun að klára það dæmi, 1, 2 og 10,“ segir Már. Fjárfesting í steypu ekki endilega ábatasöm Fjárfesting í steypu hefur verið mikið í umræðunni en Már segir að árin eftir hrun hafi sú fjárfesting ekki reynst öllum vel. Húsnæðisvísitala lækkaði þá um 20 prósent og verðbólga hækkaði um ein 30 prósent. Það, að fjárfesting gefi góðan ábata eitt árið, þýði ekki að fjárfestingin muni borga sig um ókomna tíð. „Ef þú ætlar að ávaxta í steypu þá þarf sú steypa að vinna með þér og því fylgir líka ákveðin vinna. Það kostar að eiga húsnæði og bara til þess að fá þann kostnað til baka þá þarftu væntanlega að leigja út þá fjárfestingu til baka, þetta tekur sinn tíma og annað slíkt. Og það er ekki sjálfgefið að fjárfesting í steypu borgi sig,“ segir Már. „Helst hafa einhvers konar spákúlu“ Aðspurður um óhefðbundnari fjárfestingar, á borð við listaverk og úr, segir hann mjög erfitt að spá í framtíðina. Slíkar fjárfestingar gagnist helst þeim sem þekkja til markaðarins og hafi sérstakan áhuga á andlaginu. Það er þá kannski áhættusamt að fjárfesta í listaverkum? „Maður þyrfti að hafa gott auga. Og ekki bara gott auga, helst hafa einhvers konar spákúlu um hvað öðrum finnist vera merkilegt eftir 30 ár eða eitthvað þvíumlíkt,“ segir Már. Fólk fjárfesti í sjálfu sér Hann segir mikilvægt að fólk haldi sinni stefnu og fylgi ekki alltaf hjörðinni. „Þeir sem að vilja fjárfesta í einhverju; fólk á að fjárfesta í sig sjálfu, greiða niður lán þannig að það hafi minni áhyggjur í framtíðinni og kannski láta drauma rætast - lífið er frekar stutt. Það hefur reynst mér ágætlega að þegar fólk hefur labbað til mín í fjölskylduveislum og fer að spyrja mig um góð fjárfestingartækifæri, þá er kannski tími til að staldra við og hugsa, nú er kannski of mikil bjartsýni ríkjandi á mörkuðum og í samfélaginu,“ segir Már. Viðtalið má heyra í heild sinni hér að neðan. Reykjavík síðdegis Efnahagsmál Kauphöllin Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Sjá meira
Már Wolfgang Mixa, lektor í fjármálum við Háskóla Íslands, ræddi mögulegar fjárfestingaleiðir í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir að sniðugt geti verið að byrja á því að greiða niður skuldir, áður en farið verði í aðrar og jafnvel áhættusamar fjárfestingar. „Þú getur notað séreignasparnað til að greiða niður hluta af húsnæðisláninu, þeir sem hafa ekki nýtt sér þá leið ættu strax á morgun að klára það dæmi, 1, 2 og 10,“ segir Már. Fjárfesting í steypu ekki endilega ábatasöm Fjárfesting í steypu hefur verið mikið í umræðunni en Már segir að árin eftir hrun hafi sú fjárfesting ekki reynst öllum vel. Húsnæðisvísitala lækkaði þá um 20 prósent og verðbólga hækkaði um ein 30 prósent. Það, að fjárfesting gefi góðan ábata eitt árið, þýði ekki að fjárfestingin muni borga sig um ókomna tíð. „Ef þú ætlar að ávaxta í steypu þá þarf sú steypa að vinna með þér og því fylgir líka ákveðin vinna. Það kostar að eiga húsnæði og bara til þess að fá þann kostnað til baka þá þarftu væntanlega að leigja út þá fjárfestingu til baka, þetta tekur sinn tíma og annað slíkt. Og það er ekki sjálfgefið að fjárfesting í steypu borgi sig,“ segir Már. „Helst hafa einhvers konar spákúlu“ Aðspurður um óhefðbundnari fjárfestingar, á borð við listaverk og úr, segir hann mjög erfitt að spá í framtíðina. Slíkar fjárfestingar gagnist helst þeim sem þekkja til markaðarins og hafi sérstakan áhuga á andlaginu. Það er þá kannski áhættusamt að fjárfesta í listaverkum? „Maður þyrfti að hafa gott auga. Og ekki bara gott auga, helst hafa einhvers konar spákúlu um hvað öðrum finnist vera merkilegt eftir 30 ár eða eitthvað þvíumlíkt,“ segir Már. Fólk fjárfesti í sjálfu sér Hann segir mikilvægt að fólk haldi sinni stefnu og fylgi ekki alltaf hjörðinni. „Þeir sem að vilja fjárfesta í einhverju; fólk á að fjárfesta í sig sjálfu, greiða niður lán þannig að það hafi minni áhyggjur í framtíðinni og kannski láta drauma rætast - lífið er frekar stutt. Það hefur reynst mér ágætlega að þegar fólk hefur labbað til mín í fjölskylduveislum og fer að spyrja mig um góð fjárfestingartækifæri, þá er kannski tími til að staldra við og hugsa, nú er kannski of mikil bjartsýni ríkjandi á mörkuðum og í samfélaginu,“ segir Már. Viðtalið má heyra í heild sinni hér að neðan.
Reykjavík síðdegis Efnahagsmál Kauphöllin Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Sjá meira