Hvað gerir ritari Sjálfstæðisflokksins? Helgi Áss Grétarsson skrifar 8. október 2022 07:02 Reynslumikil manneskja innan Sjálfstæðisflokksins spurði mig í vikunni: „Hvað gerir ritari flokksins?“ Í framhaldi spurningarinnar bætti viðkomandi því við að í huga margra væri ekki fyllilega ljóst hvert væri hlutverk þess sem gegndi embættinu. Þessar vangaveltur veita vísbendingar um að í huga stuðningsmanna flokksins hafi ritaraembættið óljósa stöðu. Veitir sagan leiðsögn um hvert sé eðli ritaraembættisins? Í bókinni „Valdatafl í Valhöll“, eftir Hrein Loftsson og Anders Hansen (útg. 1980, bls. 155-156) segir frá fundi sem ungliðar flokksins áttu með þáverandi formanni og varaformanni flokksins síðla árs 1978 og þar hafi m.a. sú hugmynd verið rædd að setja á stofn embætti ritara flokksins, „sem skyldi sjá um innanflokksmál, en ekki vera í fararbroddi í stjórnmálaátökum“. Ekki varð úr því að fjölga í forystusveit Sjálfstæðisflokksins með þessum hætti fyrr en á landsfundi haustið 2011 þegar stofnað var embætti annars varaformanns en það embætti skyldi vera ábyrgt fyrir innra starfi flokksins. Það embætti var svo aflagt haustið 2014 þegar ritaraembættið var sett á fót. Við þau tímamót sagði fyrsti ritari flokksins, Guðlaugur Þór Þórðarson, að „[r]itari hefur ákveðnum skyldum að gegna gagnvart innra starfinu og grasrótinni“. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tók svo við ritaraembættinu af Guðlaugi á landsfundi árið 2015 og svo varð Jón Gunnarsson ritari árið 2019. Bæði Áslaug og Jón létu af ritaraembættinu í kjölfar þess að verða ráðherrar en það leiðir af skipulagsreglum flokksins að ráðherra geti ekki á sama tíma gegnt embætti ritara. Enginn hefur því gegnt stöðu ritara Sjálfstæðisflokksins síðan í nóvember 2021. Hver er regluramminn? Samkvæmt skipulagsreglum Sjálfstæðisflokksins kemur umboð ritara jafnan frá landsfundi og sé eftir því óskað getur ritari verið staðgengill formanns eða varaformanns. Það er hluti af starfsskyldum ritara að starfa sem slíkur hjá ýmsum stofnunum flokksins, svo sem miðstjórn. Á öllum fundum á vegum flokksins hefur ritari seturétt með málfrelsi og tillögurétt. Sérstaka ábyrgð ber ritari gagnvart innra starfi flokksins, gegni formaður og varaformaður ráðherraembætti. Ritari ásamt fjórum öðrum sitja í framkvæmdastjórn flokksins en sú stjórn „ber ábyrgð á samræmingu flokksstarfsins og eflingu þess um allt land“. Hvers konar ritara viljum við? Af framanrituðu má draga þá ályktun að ritari eigi að leiða innra starf Sjálfstæðisflokksins. Æskilegt er því að ritari hafi leiðtogahæfileika til að laða sem flesta að grasrótarstarfi fyrir flokkinn. Hingað til hafa ritarar flokksins verið alþingismenn. Að mínum dómi er ástæða til að gera breytingu þar á, m.a. vegna þess að eðlilegt er að tryggja fjölbreytni í forystu flokksins með að þar sé fulltrúi grasrótar og sveitarstjórnarstigsins. Sé mið tekið af því stóra verkefni að auka fylgi Sjálfstæðisflokksins á næstu árum og misserum þarf sá sem gegnir ritaraembættinu að hafa tíma og orku til að efla félags- og flokksstarfið um land allt en óumdeilt ætti að vera að starf alþingismanna sé viðameira en starf kjörinna fulltrúa á sveitarstjórnarstigi. Ég býð mig fram til embættis ritara Sjálfstæðisflokksins á landsfundi sem haldinn verður 4.–6. nóvember næstkomandi og það geri ég í krafti þeirrar sannfæringar að kjör mitt í embættið yrði flokknum til heilla. Höfundur er frambjóðandi til embættis ritara Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Reynslumikil manneskja innan Sjálfstæðisflokksins spurði mig í vikunni: „Hvað gerir ritari flokksins?“ Í framhaldi spurningarinnar bætti viðkomandi því við að í huga margra væri ekki fyllilega ljóst hvert væri hlutverk þess sem gegndi embættinu. Þessar vangaveltur veita vísbendingar um að í huga stuðningsmanna flokksins hafi ritaraembættið óljósa stöðu. Veitir sagan leiðsögn um hvert sé eðli ritaraembættisins? Í bókinni „Valdatafl í Valhöll“, eftir Hrein Loftsson og Anders Hansen (útg. 1980, bls. 155-156) segir frá fundi sem ungliðar flokksins áttu með þáverandi formanni og varaformanni flokksins síðla árs 1978 og þar hafi m.a. sú hugmynd verið rædd að setja á stofn embætti ritara flokksins, „sem skyldi sjá um innanflokksmál, en ekki vera í fararbroddi í stjórnmálaátökum“. Ekki varð úr því að fjölga í forystusveit Sjálfstæðisflokksins með þessum hætti fyrr en á landsfundi haustið 2011 þegar stofnað var embætti annars varaformanns en það embætti skyldi vera ábyrgt fyrir innra starfi flokksins. Það embætti var svo aflagt haustið 2014 þegar ritaraembættið var sett á fót. Við þau tímamót sagði fyrsti ritari flokksins, Guðlaugur Þór Þórðarson, að „[r]itari hefur ákveðnum skyldum að gegna gagnvart innra starfinu og grasrótinni“. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tók svo við ritaraembættinu af Guðlaugi á landsfundi árið 2015 og svo varð Jón Gunnarsson ritari árið 2019. Bæði Áslaug og Jón létu af ritaraembættinu í kjölfar þess að verða ráðherrar en það leiðir af skipulagsreglum flokksins að ráðherra geti ekki á sama tíma gegnt embætti ritara. Enginn hefur því gegnt stöðu ritara Sjálfstæðisflokksins síðan í nóvember 2021. Hver er regluramminn? Samkvæmt skipulagsreglum Sjálfstæðisflokksins kemur umboð ritara jafnan frá landsfundi og sé eftir því óskað getur ritari verið staðgengill formanns eða varaformanns. Það er hluti af starfsskyldum ritara að starfa sem slíkur hjá ýmsum stofnunum flokksins, svo sem miðstjórn. Á öllum fundum á vegum flokksins hefur ritari seturétt með málfrelsi og tillögurétt. Sérstaka ábyrgð ber ritari gagnvart innra starfi flokksins, gegni formaður og varaformaður ráðherraembætti. Ritari ásamt fjórum öðrum sitja í framkvæmdastjórn flokksins en sú stjórn „ber ábyrgð á samræmingu flokksstarfsins og eflingu þess um allt land“. Hvers konar ritara viljum við? Af framanrituðu má draga þá ályktun að ritari eigi að leiða innra starf Sjálfstæðisflokksins. Æskilegt er því að ritari hafi leiðtogahæfileika til að laða sem flesta að grasrótarstarfi fyrir flokkinn. Hingað til hafa ritarar flokksins verið alþingismenn. Að mínum dómi er ástæða til að gera breytingu þar á, m.a. vegna þess að eðlilegt er að tryggja fjölbreytni í forystu flokksins með að þar sé fulltrúi grasrótar og sveitarstjórnarstigsins. Sé mið tekið af því stóra verkefni að auka fylgi Sjálfstæðisflokksins á næstu árum og misserum þarf sá sem gegnir ritaraembættinu að hafa tíma og orku til að efla félags- og flokksstarfið um land allt en óumdeilt ætti að vera að starf alþingismanna sé viðameira en starf kjörinna fulltrúa á sveitarstjórnarstigi. Ég býð mig fram til embættis ritara Sjálfstæðisflokksins á landsfundi sem haldinn verður 4.–6. nóvember næstkomandi og það geri ég í krafti þeirrar sannfæringar að kjör mitt í embættið yrði flokknum til heilla. Höfundur er frambjóðandi til embættis ritara Sjálfstæðisflokksins.