Alls ekkert ferðaveður á sunnudaginn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. október 2022 12:55 Björgunarsveitir eru í viðbragðsstöðu. Vísir/Vilhelm Ekkert ferðaveður verður á landinu á sunnudaginn og eru landsmenn eindregið hvattir til að ferðast ekki landshluta á milli. Veðrið verður vest á norðan- og austanverðu landinu þar sem mikil úrkoma og hvassviðri munu ráða ríkjum. Skaplegt veður verður hins vegar á morgun og mánudag. Gulum viðvörunum sem gefnar voru út í gær á Norðurlandi vestra og eystra og Austurlandi hefur verið breytt í appelsínugular. Vindhraði gæti náð allt að 25 metrum á sekúndu á Norðurlandi eystra. Viðvaranirnar taka gildi á sunnudagsmorgun og vara yfir nóttina. Ekkert ferðaveður neins staðar Þó að appelsínugulu viðvaranirnar séu á norður- og austanverðu landinu á sunnudaginn verður ekkert ferðaveður um allt land. „Í rauninni hvergi á landinu því það er hvasst sunnanmegin á landinu og slæmt ferðaveður þar einnig en bara alls ekki á norðanverðu landinu,“ segir Teitur Arason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. „Það er stormur á öllu landinu en það er mikil úrkoma á Norður- og Austurlandi. Stór hluti af þessaru úrkomu fellur sem slydda eða snjókoma sem skapar ófærð, búfénaður getur fennt í kaf og ísing getur komið á raflínur sem getur mögulega valdið rafmagnsleysi,“ segir Teitur. Á Norðurlandi eystra er spáð norðan átt 18 til 25 metrum á sekúndu með mikilli úrkomu, slyddu við ströndina, annars snjókomu. Miklar líkur eru á slydduísingu á innviði og vegi. Búast má við svipuðu veðri á Ströndum og Norðurlandi vestra og gefur Veðurstofan út nánast sömu viðvörun fyrir það svæði. Vindhraði þar gæti náð 18 til 23 metrum á sekúndu. Á Austurlandi er spáð norðvestanátt, 15 til 25 metrar á sekúndu. Búist er við mikilli rigningu eða slyddu en snjókomu á fjallvegum. Í viðbragðsstöðu Björgunarsveitir og almannavarnadeildir um allt land eru í viðbragðsstöðu vegna veðursins. Þar á bæ eru skilaboðin um að ekkert ferðaveður verði á landinu á sunndaginn. „Eins og stundum gerist þegar haustlægðirnar fara að koma þá er fólk misbúið undir þær. Eins og þú segir þá er alveg ljóst af veðurspá að það verður ekkert ferðaveður á sunnudaginn. Það er mjög mikilvægt að fólk fari eftir því, fylgist með veðurspánni. Hagi ferðum sínum samkvæmt því, sagði Jón Svanberg Hjartarson, fagstjóri aðgerðarmála hjá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra,“ í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Ísing gæti hlaðist á raflínustaura.Vísir Reikna má með að aðgerðastjórnir verði virkjaðar á þeim svæðum þar sem veðrið verður verst og ekki er ólíklegt að Samhæfingarmiðstöðin verði virkjuð í Reykjavík. „Á sunnudaginn sjálfan þá verður bara brjálað veður svo það sé sagt hreint út. Í úrkomunni, ég tala nú ekki um ef þetta verður orðið slydda og snjókoma, þá verður gríðarlega blint. Það ofan í mikið hvassviðri, yfir 20 metra vind, það segir sig sjálft að það er ekki hættulaust ferðaveður, langt í frá. Sérstaklega ekki fyrir stóra bíla, húsbíla, rútur eða bíla með eftirvagna.“ Ráðlagt að ferðast á morgun eða mánudaginn, ekki á sunnudaginn Teitur veðurfræðingur bendir á að á morgun og mánudag verði vel hægt að ferðast og því ráðlagt að nýta þá daga í ferðalög ef þurfa þykir, fremur en sunnudaginn. „Vestast á landinu sígur þetta verulega niður á sunnudagskvöld og svo aðfaranótt mánudags og fyrripart á mánudaginn er það á niðurleið á austanverðu landinu. Eftir hádegi á mánudag er bara komið ágætis veður um allt land. Það er alveg sæmilegt veður á morgun þannig að menn ættu að geta ferðast á morgun eða mánudag til að forða vandræðum.“ Veður Almannavarnir Samgöngur Tengdar fréttir Gulur verður að appelsínugulum um helgina Gulum viðvörunum sem gefnar voru út í gær á Norðurlandi vestra og eystra og Austurlandi hefur verið breytt í appelsínugular. Vindhraði gæti náð allt að 25 metrum á sekúndu á Norðurlandi eystra. Viðvaranirnar taka gildi á sunnudagsmorgun og vara yfir nóttina. 7. október 2022 09:22 Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Sjá meira
Gulum viðvörunum sem gefnar voru út í gær á Norðurlandi vestra og eystra og Austurlandi hefur verið breytt í appelsínugular. Vindhraði gæti náð allt að 25 metrum á sekúndu á Norðurlandi eystra. Viðvaranirnar taka gildi á sunnudagsmorgun og vara yfir nóttina. Ekkert ferðaveður neins staðar Þó að appelsínugulu viðvaranirnar séu á norður- og austanverðu landinu á sunnudaginn verður ekkert ferðaveður um allt land. „Í rauninni hvergi á landinu því það er hvasst sunnanmegin á landinu og slæmt ferðaveður þar einnig en bara alls ekki á norðanverðu landinu,“ segir Teitur Arason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. „Það er stormur á öllu landinu en það er mikil úrkoma á Norður- og Austurlandi. Stór hluti af þessaru úrkomu fellur sem slydda eða snjókoma sem skapar ófærð, búfénaður getur fennt í kaf og ísing getur komið á raflínur sem getur mögulega valdið rafmagnsleysi,“ segir Teitur. Á Norðurlandi eystra er spáð norðan átt 18 til 25 metrum á sekúndu með mikilli úrkomu, slyddu við ströndina, annars snjókomu. Miklar líkur eru á slydduísingu á innviði og vegi. Búast má við svipuðu veðri á Ströndum og Norðurlandi vestra og gefur Veðurstofan út nánast sömu viðvörun fyrir það svæði. Vindhraði þar gæti náð 18 til 23 metrum á sekúndu. Á Austurlandi er spáð norðvestanátt, 15 til 25 metrar á sekúndu. Búist er við mikilli rigningu eða slyddu en snjókomu á fjallvegum. Í viðbragðsstöðu Björgunarsveitir og almannavarnadeildir um allt land eru í viðbragðsstöðu vegna veðursins. Þar á bæ eru skilaboðin um að ekkert ferðaveður verði á landinu á sunndaginn. „Eins og stundum gerist þegar haustlægðirnar fara að koma þá er fólk misbúið undir þær. Eins og þú segir þá er alveg ljóst af veðurspá að það verður ekkert ferðaveður á sunnudaginn. Það er mjög mikilvægt að fólk fari eftir því, fylgist með veðurspánni. Hagi ferðum sínum samkvæmt því, sagði Jón Svanberg Hjartarson, fagstjóri aðgerðarmála hjá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra,“ í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Ísing gæti hlaðist á raflínustaura.Vísir Reikna má með að aðgerðastjórnir verði virkjaðar á þeim svæðum þar sem veðrið verður verst og ekki er ólíklegt að Samhæfingarmiðstöðin verði virkjuð í Reykjavík. „Á sunnudaginn sjálfan þá verður bara brjálað veður svo það sé sagt hreint út. Í úrkomunni, ég tala nú ekki um ef þetta verður orðið slydda og snjókoma, þá verður gríðarlega blint. Það ofan í mikið hvassviðri, yfir 20 metra vind, það segir sig sjálft að það er ekki hættulaust ferðaveður, langt í frá. Sérstaklega ekki fyrir stóra bíla, húsbíla, rútur eða bíla með eftirvagna.“ Ráðlagt að ferðast á morgun eða mánudaginn, ekki á sunnudaginn Teitur veðurfræðingur bendir á að á morgun og mánudag verði vel hægt að ferðast og því ráðlagt að nýta þá daga í ferðalög ef þurfa þykir, fremur en sunnudaginn. „Vestast á landinu sígur þetta verulega niður á sunnudagskvöld og svo aðfaranótt mánudags og fyrripart á mánudaginn er það á niðurleið á austanverðu landinu. Eftir hádegi á mánudag er bara komið ágætis veður um allt land. Það er alveg sæmilegt veður á morgun þannig að menn ættu að geta ferðast á morgun eða mánudag til að forða vandræðum.“
Veður Almannavarnir Samgöngur Tengdar fréttir Gulur verður að appelsínugulum um helgina Gulum viðvörunum sem gefnar voru út í gær á Norðurlandi vestra og eystra og Austurlandi hefur verið breytt í appelsínugular. Vindhraði gæti náð allt að 25 metrum á sekúndu á Norðurlandi eystra. Viðvaranirnar taka gildi á sunnudagsmorgun og vara yfir nóttina. 7. október 2022 09:22 Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Sjá meira
Gulur verður að appelsínugulum um helgina Gulum viðvörunum sem gefnar voru út í gær á Norðurlandi vestra og eystra og Austurlandi hefur verið breytt í appelsínugular. Vindhraði gæti náð allt að 25 metrum á sekúndu á Norðurlandi eystra. Viðvaranirnar taka gildi á sunnudagsmorgun og vara yfir nóttina. 7. október 2022 09:22