Kanna sameiningu NTÍ og Bjargráðasjóðs Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. október 2022 09:09 Verið er að skoða tryggingavernd bænda vegna óvæntra áfalla í búskap. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur farið þess á leit við stjórn Bjargráðasjóðs að hún kanni möguleikann á því að sameinast Náttúruhamfaratryggingum Íslands, NTÍ. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins þar sem vísað er í að starfshópur um tryggingavernd bænda hafi nýverið skilað inn skýrslu til matvælaráðherra. Hópurinn var skipaður í fyrra, og var ætlað að greina stöðu tryggingaverndar bænda vegna óvæntra áfalla í búskap og gera tillögur að úrbótum. Hvað er Bjargráðasjóður? Samkvæmt 8. gr. laga nr. 49/2009 um Bjargráðasjóð, er það hlutverk hans að veita einstaklingum og félögum fjárhagsaðstoð til að bæta meiri háttar beint tjón af völdum náttúruhamfara. Bjargráðasjóður fjallar einkum um umsóknir um styrki vegna beinna tjóna á girðingum, túnum og heyi. Beint tjón á túnum getur t.d. stafað af óvenjulegum kulda, þurrka, óþurrka og kals. Starfshópurinn lagði til þrjár tillögur. Sú fyrsta gerir ráð fyrir óbreyttu fyrirkomulagi en þó yrði ráðist í aðgerðir til að kynna betur fyrir bændum möguleika tryggingaverndar í núverandi mynd, auk setningar nýrrar reglugerðar og endurskoðunar á lögum um Bjargráðasjóð. Önnur tillaga setti fram tvo kosti sem meðal annars fól í sér að mat verði gert á sameiningu Bjargráðasjóðs við Náttúruhamfaratryggingu Íslands eða að sjóðurinn verði að deild innan NTÍ með sambærilegri iðgjaldainnheimtu. Hvað er Náttúruhamfaratrygging Íslands? Náttúruhamfaratrygging Íslands er opinber stofnun sem hefur það hlutverk að vátryggja helstu verðmæti gegn náttúruhamförum. NTÍ bætir beint tjón af völdum: eldgosa, jarðskjálfta, skriðufalla, snjóflóða og vatnsflóða. Þriðja tillagan fól í sér umfangsmeiri uppstokkun á kerfinu, sem innifelur meðal annars í sér valkvæða uppskerutryggingu byggða á iðgjöldum. Á vef Stjórnarráðsins kemur fram að Matvælaráðherra hefur farið þess á leit við stjórn Bjargráðasjóðs að hún kanni möguleika á framkvæmd tillögu um sameiningu Bjargráðasjóðs og NTÍ og skili greinargerð að því loknu. Landbúnaður Náttúruhamfarir Veður Tryggingar Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Loftslagsmál Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins þar sem vísað er í að starfshópur um tryggingavernd bænda hafi nýverið skilað inn skýrslu til matvælaráðherra. Hópurinn var skipaður í fyrra, og var ætlað að greina stöðu tryggingaverndar bænda vegna óvæntra áfalla í búskap og gera tillögur að úrbótum. Hvað er Bjargráðasjóður? Samkvæmt 8. gr. laga nr. 49/2009 um Bjargráðasjóð, er það hlutverk hans að veita einstaklingum og félögum fjárhagsaðstoð til að bæta meiri háttar beint tjón af völdum náttúruhamfara. Bjargráðasjóður fjallar einkum um umsóknir um styrki vegna beinna tjóna á girðingum, túnum og heyi. Beint tjón á túnum getur t.d. stafað af óvenjulegum kulda, þurrka, óþurrka og kals. Starfshópurinn lagði til þrjár tillögur. Sú fyrsta gerir ráð fyrir óbreyttu fyrirkomulagi en þó yrði ráðist í aðgerðir til að kynna betur fyrir bændum möguleika tryggingaverndar í núverandi mynd, auk setningar nýrrar reglugerðar og endurskoðunar á lögum um Bjargráðasjóð. Önnur tillaga setti fram tvo kosti sem meðal annars fól í sér að mat verði gert á sameiningu Bjargráðasjóðs við Náttúruhamfaratryggingu Íslands eða að sjóðurinn verði að deild innan NTÍ með sambærilegri iðgjaldainnheimtu. Hvað er Náttúruhamfaratrygging Íslands? Náttúruhamfaratrygging Íslands er opinber stofnun sem hefur það hlutverk að vátryggja helstu verðmæti gegn náttúruhamförum. NTÍ bætir beint tjón af völdum: eldgosa, jarðskjálfta, skriðufalla, snjóflóða og vatnsflóða. Þriðja tillagan fól í sér umfangsmeiri uppstokkun á kerfinu, sem innifelur meðal annars í sér valkvæða uppskerutryggingu byggða á iðgjöldum. Á vef Stjórnarráðsins kemur fram að Matvælaráðherra hefur farið þess á leit við stjórn Bjargráðasjóðs að hún kanni möguleika á framkvæmd tillögu um sameiningu Bjargráðasjóðs og NTÍ og skili greinargerð að því loknu.
Hvað er Bjargráðasjóður? Samkvæmt 8. gr. laga nr. 49/2009 um Bjargráðasjóð, er það hlutverk hans að veita einstaklingum og félögum fjárhagsaðstoð til að bæta meiri háttar beint tjón af völdum náttúruhamfara. Bjargráðasjóður fjallar einkum um umsóknir um styrki vegna beinna tjóna á girðingum, túnum og heyi. Beint tjón á túnum getur t.d. stafað af óvenjulegum kulda, þurrka, óþurrka og kals.
Hvað er Náttúruhamfaratrygging Íslands? Náttúruhamfaratrygging Íslands er opinber stofnun sem hefur það hlutverk að vátryggja helstu verðmæti gegn náttúruhamförum. NTÍ bætir beint tjón af völdum: eldgosa, jarðskjálfta, skriðufalla, snjóflóða og vatnsflóða.
Landbúnaður Náttúruhamfarir Veður Tryggingar Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Loftslagsmál Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira