Háskólinn á Akureyri og heiðursdoktorsnafnbót dr. Ólafs Ragnars Grímssonar — Sterkt samstarf um málefni Norðurslóða Eyjólfur Guðmundsson skrifar 30. september 2022 09:00 Dr. Ólafur Ragnar Grímsson, fræðimaður og fyrrverandi forseti, verður sæmdur heiðursdoktorsnafnbót í félagsvísindum við Hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri í dag. Þótt Ólafur Ragnar sé í dag best þekktur fyrir störf sín sem forseti Íslands og fyrir brautryðjendastarf í tengslum við málefni Norðurslóða ásamt uppbyggingu Hringborðs Norðurslóða (Arctic Circle) þá var hann einnig brautryðjandi á sviði félagsvísinda á Íslandi og einn fyrstur Íslendinga til að ljúka doktorsgráðu á því sviði. Háskólinn á Akureyri naut stuðnings Ólafs Ragnars Grímssonar þegar háskólinn markaði sér sess með áherslu á Norðurslóðir, bæði meðan Ólafur Ragnar var forseti og æ síðan. Þar má meðal annars nefna hvatningu og stuðning við stofnaðild háskólans að Háskóla Norðurslóða (e. University of the Arctic) sem er samstarfsnet yfir 200 háskóla er láta sig málefni Norðurslóða varða. Fræðileg nálgun Ólafs Ragnars á stjórnskipun og stjórnmál í víðum skilningi eru meðal helstu viðfangsefna fræðafólks á Hug- og félagsvísindasviði Háskólans á Akureyri, en eins og áður greinir eru það svið þar sem Ólafur Ragnar hefur látið ríkulega að sér kveða. Það er því mjög við hæfi og mikill heiður fyrir háskólann að veita Ólafi Ragnari heiðursdoktorsnafnbót í félagsvísindum. Hringjamiðja Norðurslóða Háskólinn á Akureyri fagnaði 35 árá afmæli sínu þann 5. september síðastliðinn. Vöxtur háskólans í rannsóknum og nemendafjölda hefur farið fram úr allra björtustu vonum þess tíma þegar háskólinn var stofnaður árið 1987. Haraldur Bessason, fyrsti rektor háskólans, var þó með bjartsýnni mönnum í sinni spá um velgengni háskólans í álitsgerð sinni um háskóla á Akureyri — en þar sagði hann m.a.: „Skólinn rís ekki af grunni í öllu veldi sínu á örskotsstund. Brýna nauðsyn ber þó til að velja honum stað af stórhug og framsýni.” Og jafnframt: „Þó má ætla að ekki þurfi lengi að bíða þess að stúdentar geti stefnt að meistara- og doktorsgráðum...”. Má segja að hvorutveggja hafi raungerst á þessum 35 árum. Þá er hvatning hans til okkar um enn frekari uppbyggingu jafn nauðsynleg í dag og hún var árið 1986 þegar við horfum til uppbyggingar á Sólborgarsvæðinu þar sem unnt verður að tengja enn frekar saman rannsóknir og aðra starfsemi tengdum Norðurslóðum í heildstætt samfélag vísinda með áherslu á samfélagslega þætti hvað varðar búsetu okkar sem á Norðurslóðum búum. Á þessum árum hefur háskólinn markað sér skýran sess sem Háskóli norðursins, með sérhæfðu námsframboði í heimskautarétti og með rannsóknum á samfélögum norðursins, bæði stjórnsýslulega sem og hvað varðar heilbrigði íbúa og atvinnuhætti. Fyrir Ísland í heild sinni hefur Háskólinn á Akureyri skipt verulega miklu máli í að auka aðgengi að háskólanámi í gegnum fjarnám — eða stafræna miðlun náms. Aukin þekking og bætt aðgengi að vísindalegri þekkingu í samvinnu við íbúa norðursins er besta leiðin til að auka og jafna lífsskilyrði á milli borga og ytri svæða norðursins. Og á Íslandi er hægt að skilgreina norðrið sem allar byggðir er standa utan beins áhrifasvæðis höfuðborgarinnar á suðvesturhorninu. Þannig eru aðstæður og atvinnuhættir frá Snæfellsnesi norður um land, austur fyrir og að Vík mun líkari aðstæðum á Norðurslóðum almennt og nauðsynlegt að takast á við þær áskoranir i í samvinnu við íbúa en ekki fyrir íbúa, eins og suðrinu hættir til. Þetta er kjarninn í orðræðu Hringborðs Norðurslóðanna þar sem allir aðilar hafa aðgengi að umræðu um málefni Norðurslóða, og ekki síst þeir sem þar búa. Íslendingar hafa talað um byggðamál án þess að ná góðri lendingu í byggðastefnu. Norðurslóðamál eru byggðamál — byggðamál eru á fræðasviði félagsvísinda og á endanum snýst þetta allt um á hvaða hátt samfélög hafa sjálfsákvörðunarrétt í sínum málum. Tenging Háskólans á Akureyri við ævistarf Ólafs Ragnars Grímssonar er því sterk og háskólanum því mikill heiður að Ólafur Ragnar hafi þegið tilnefninguna. Málþing í tilefni af veitingu heiðursdoktorsnafnbótarinnar Í tilefni af veitingu heiðursdoktorsnafnbótarinnar verður haldið málþing undir yfirskriftinni „Háskólar, lýðræði og Norðurslóðir – breytt heimsmynd” við Háskólann á Akureyri. Málþingið fer fram kl. 10–15 sama dag og þar munu forseti Íslands, dr. Guðni Th. Jóhannesson, og aðrir fræðimenn fjalla um og eiga orðastað við Ólaf Ragnar um mikilvæga málaflokka þar sem Ólafur Ragnar hefur látið mikið að sér kveða. Í framhaldi af málþinginu fer fram formleg athöfn þar sem Ólafi Ragnari verður veitt heiðursdoktorsnafnbót. Á málstofunni má gera ráð fyrir líflegri umræðu um hlutverk háskóla og þar á meðal aukið hlutverk Háskólans á Akureyri til að efla Akureyri enn frekar sem miðstöð Norðurslóðamála á Íslandi. Einnig verður rætt um hvernig megi efla innlent samráð og samstarf um málefni Norðurslóða þannig að hlutverk hvers sé skýrt í heildarstefnumörkun landsins gagnvart málefnum Norðurslóða og aðgerðum í loftslagsmálum – sem eru grunnstef í helstu verkefnum íbúa Norðurslóða á næstu áratugum. Höfundur er rektor Háskólans á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Akureyri Ólafur Ragnar Grímsson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Dr. Ólafur Ragnar Grímsson, fræðimaður og fyrrverandi forseti, verður sæmdur heiðursdoktorsnafnbót í félagsvísindum við Hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri í dag. Þótt Ólafur Ragnar sé í dag best þekktur fyrir störf sín sem forseti Íslands og fyrir brautryðjendastarf í tengslum við málefni Norðurslóða ásamt uppbyggingu Hringborðs Norðurslóða (Arctic Circle) þá var hann einnig brautryðjandi á sviði félagsvísinda á Íslandi og einn fyrstur Íslendinga til að ljúka doktorsgráðu á því sviði. Háskólinn á Akureyri naut stuðnings Ólafs Ragnars Grímssonar þegar háskólinn markaði sér sess með áherslu á Norðurslóðir, bæði meðan Ólafur Ragnar var forseti og æ síðan. Þar má meðal annars nefna hvatningu og stuðning við stofnaðild háskólans að Háskóla Norðurslóða (e. University of the Arctic) sem er samstarfsnet yfir 200 háskóla er láta sig málefni Norðurslóða varða. Fræðileg nálgun Ólafs Ragnars á stjórnskipun og stjórnmál í víðum skilningi eru meðal helstu viðfangsefna fræðafólks á Hug- og félagsvísindasviði Háskólans á Akureyri, en eins og áður greinir eru það svið þar sem Ólafur Ragnar hefur látið ríkulega að sér kveða. Það er því mjög við hæfi og mikill heiður fyrir háskólann að veita Ólafi Ragnari heiðursdoktorsnafnbót í félagsvísindum. Hringjamiðja Norðurslóða Háskólinn á Akureyri fagnaði 35 árá afmæli sínu þann 5. september síðastliðinn. Vöxtur háskólans í rannsóknum og nemendafjölda hefur farið fram úr allra björtustu vonum þess tíma þegar háskólinn var stofnaður árið 1987. Haraldur Bessason, fyrsti rektor háskólans, var þó með bjartsýnni mönnum í sinni spá um velgengni háskólans í álitsgerð sinni um háskóla á Akureyri — en þar sagði hann m.a.: „Skólinn rís ekki af grunni í öllu veldi sínu á örskotsstund. Brýna nauðsyn ber þó til að velja honum stað af stórhug og framsýni.” Og jafnframt: „Þó má ætla að ekki þurfi lengi að bíða þess að stúdentar geti stefnt að meistara- og doktorsgráðum...”. Má segja að hvorutveggja hafi raungerst á þessum 35 árum. Þá er hvatning hans til okkar um enn frekari uppbyggingu jafn nauðsynleg í dag og hún var árið 1986 þegar við horfum til uppbyggingar á Sólborgarsvæðinu þar sem unnt verður að tengja enn frekar saman rannsóknir og aðra starfsemi tengdum Norðurslóðum í heildstætt samfélag vísinda með áherslu á samfélagslega þætti hvað varðar búsetu okkar sem á Norðurslóðum búum. Á þessum árum hefur háskólinn markað sér skýran sess sem Háskóli norðursins, með sérhæfðu námsframboði í heimskautarétti og með rannsóknum á samfélögum norðursins, bæði stjórnsýslulega sem og hvað varðar heilbrigði íbúa og atvinnuhætti. Fyrir Ísland í heild sinni hefur Háskólinn á Akureyri skipt verulega miklu máli í að auka aðgengi að háskólanámi í gegnum fjarnám — eða stafræna miðlun náms. Aukin þekking og bætt aðgengi að vísindalegri þekkingu í samvinnu við íbúa norðursins er besta leiðin til að auka og jafna lífsskilyrði á milli borga og ytri svæða norðursins. Og á Íslandi er hægt að skilgreina norðrið sem allar byggðir er standa utan beins áhrifasvæðis höfuðborgarinnar á suðvesturhorninu. Þannig eru aðstæður og atvinnuhættir frá Snæfellsnesi norður um land, austur fyrir og að Vík mun líkari aðstæðum á Norðurslóðum almennt og nauðsynlegt að takast á við þær áskoranir i í samvinnu við íbúa en ekki fyrir íbúa, eins og suðrinu hættir til. Þetta er kjarninn í orðræðu Hringborðs Norðurslóðanna þar sem allir aðilar hafa aðgengi að umræðu um málefni Norðurslóða, og ekki síst þeir sem þar búa. Íslendingar hafa talað um byggðamál án þess að ná góðri lendingu í byggðastefnu. Norðurslóðamál eru byggðamál — byggðamál eru á fræðasviði félagsvísinda og á endanum snýst þetta allt um á hvaða hátt samfélög hafa sjálfsákvörðunarrétt í sínum málum. Tenging Háskólans á Akureyri við ævistarf Ólafs Ragnars Grímssonar er því sterk og háskólanum því mikill heiður að Ólafur Ragnar hafi þegið tilnefninguna. Málþing í tilefni af veitingu heiðursdoktorsnafnbótarinnar Í tilefni af veitingu heiðursdoktorsnafnbótarinnar verður haldið málþing undir yfirskriftinni „Háskólar, lýðræði og Norðurslóðir – breytt heimsmynd” við Háskólann á Akureyri. Málþingið fer fram kl. 10–15 sama dag og þar munu forseti Íslands, dr. Guðni Th. Jóhannesson, og aðrir fræðimenn fjalla um og eiga orðastað við Ólaf Ragnar um mikilvæga málaflokka þar sem Ólafur Ragnar hefur látið mikið að sér kveða. Í framhaldi af málþinginu fer fram formleg athöfn þar sem Ólafi Ragnari verður veitt heiðursdoktorsnafnbót. Á málstofunni má gera ráð fyrir líflegri umræðu um hlutverk háskóla og þar á meðal aukið hlutverk Háskólans á Akureyri til að efla Akureyri enn frekar sem miðstöð Norðurslóðamála á Íslandi. Einnig verður rætt um hvernig megi efla innlent samráð og samstarf um málefni Norðurslóða þannig að hlutverk hvers sé skýrt í heildarstefnumörkun landsins gagnvart málefnum Norðurslóða og aðgerðum í loftslagsmálum – sem eru grunnstef í helstu verkefnum íbúa Norðurslóða á næstu áratugum. Höfundur er rektor Háskólans á Akureyri.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar