Norrænt samstarf í 100 ár! Hrannar Björn Arnarsson og Ragnheiður H Þórarinsdóttir skrifa 29. september 2022 09:31 Norræna félagið á Íslandi fagnar í dag að eitt hundrað ár eru liðin frá stofnun félagsins. Þau voru satt best að segja ekki mörg sem sáu tilgang eða mikið vit í hugmyndinni um norrænt samstarf þegar félagið var stofnað 29. september árið 1922, enda kanski ekki von. Noregur, Finnland og Ísland voru eðlilega með hugan við eigið sjálfstæði og grunnt á því góða á milli norrænu frændþjóðanna sem hver um sig reyndi að fóta sig í nýjum heimi eftir hildarleik heimsstyrjaldarinnar fyrri. En hugmyndinni um norrænt samstarf, samstöðu og vinskap tókst að festa rætur í hrjóstrugum jarðvegi millistríðsáranna, lifa af og vaxa í gegnum heimsstyrjöldina síðari og sprynga síðan út, sem kröftug fjöldahreyfing um öll Norðurlöndin. Enginn efast í dag um mikilvægi og ríkulegan ávöxt norræns samstarfs enda njóta fáar pólitískar hugmyndir eins víðtæks stuðning almennings og stjórnmálaflokka. Norrænt samstarf hefur gefið af sér einhver farsælustu samfélög veraldarsögunnar, gríðarlegar efnahagslegar og samfélagslegar framfarir og Norðurlöndin hafa í sameiningu verið leiðandi afl í mannréttindum, umhverfismálum og félagslegu réttlæti í heiminum. En það sem er mest um vert og án nokkurs vafa dýrmætasti ávöxtur hugsjónarinnar um norrænt samstarf, er sú vinátta, samhugur og samstaða sem nú ríkir milli íbúa norrænu landanna átta. Þau traustu vinabönd eru fráleitt sjálfgefin eða sjálfsögð, hvort sem horft er til blóðugrar átakasögu norrænna þjóða á fyrr á tíð, eða stríðsátaka nútímans, meðal bræða og systraþjóða Evrópu. Þetta hefur tekist með einarðri baráttu norrænu félaganna í eitt hundrað ár og því þéttriðna norræna samstarfi á flestum sviðum samfélagins, sem sú barátta hefur skilað. Við sem viljum veg norræns samstarfs sem mestan, getum því litið afar stolt um öxl á hundrað ára afmæli Norræna félagsins á Íslandi. Við getum líka og eigum að horfa hnarreist fram á vegin, sannfærð um mikilvægi og óþrjótandi möguleika norræns samstarfs og þá dýrmætu gjöf sem vinátta norrænu þjóðanna sannarlega er. Til hamingju með daginn – meira norrænt samstarf! Höfundar eru formaður og varaformaður Norræna félagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Norðurlandaráð Utanríkismál Tímamót Hrannar Björn Arnarsson Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Norræna félagið á Íslandi fagnar í dag að eitt hundrað ár eru liðin frá stofnun félagsins. Þau voru satt best að segja ekki mörg sem sáu tilgang eða mikið vit í hugmyndinni um norrænt samstarf þegar félagið var stofnað 29. september árið 1922, enda kanski ekki von. Noregur, Finnland og Ísland voru eðlilega með hugan við eigið sjálfstæði og grunnt á því góða á milli norrænu frændþjóðanna sem hver um sig reyndi að fóta sig í nýjum heimi eftir hildarleik heimsstyrjaldarinnar fyrri. En hugmyndinni um norrænt samstarf, samstöðu og vinskap tókst að festa rætur í hrjóstrugum jarðvegi millistríðsáranna, lifa af og vaxa í gegnum heimsstyrjöldina síðari og sprynga síðan út, sem kröftug fjöldahreyfing um öll Norðurlöndin. Enginn efast í dag um mikilvægi og ríkulegan ávöxt norræns samstarfs enda njóta fáar pólitískar hugmyndir eins víðtæks stuðning almennings og stjórnmálaflokka. Norrænt samstarf hefur gefið af sér einhver farsælustu samfélög veraldarsögunnar, gríðarlegar efnahagslegar og samfélagslegar framfarir og Norðurlöndin hafa í sameiningu verið leiðandi afl í mannréttindum, umhverfismálum og félagslegu réttlæti í heiminum. En það sem er mest um vert og án nokkurs vafa dýrmætasti ávöxtur hugsjónarinnar um norrænt samstarf, er sú vinátta, samhugur og samstaða sem nú ríkir milli íbúa norrænu landanna átta. Þau traustu vinabönd eru fráleitt sjálfgefin eða sjálfsögð, hvort sem horft er til blóðugrar átakasögu norrænna þjóða á fyrr á tíð, eða stríðsátaka nútímans, meðal bræða og systraþjóða Evrópu. Þetta hefur tekist með einarðri baráttu norrænu félaganna í eitt hundrað ár og því þéttriðna norræna samstarfi á flestum sviðum samfélagins, sem sú barátta hefur skilað. Við sem viljum veg norræns samstarfs sem mestan, getum því litið afar stolt um öxl á hundrað ára afmæli Norræna félagsins á Íslandi. Við getum líka og eigum að horfa hnarreist fram á vegin, sannfærð um mikilvægi og óþrjótandi möguleika norræns samstarfs og þá dýrmætu gjöf sem vinátta norrænu þjóðanna sannarlega er. Til hamingju með daginn – meira norrænt samstarf! Höfundar eru formaður og varaformaður Norræna félagsins.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson Skoðun