Rekstur Strætó virðist í blóma við fyrstu sýn Ólafur Björn Sverrisson skrifar 28. september 2022 18:34 Margir botnuðu ekkert í grafi sem birtist í ársreikningi Strætó en þar virðist reksturinn á blússandi siglingu, að minnsta kosti við fyrstu sýn. Vísir/Vilhelm Þeir fáu sem rýndu í ársreikning Strætó fyrir rekstrarárið 2021 hafa líklega rekið upp stór augu þegar kom að því að lesa graf um skuldir og eigið fé Strætó. Við fyrstu sýn virðist nefnilega eins og að reksturinn sé í miklum blóma en eins og kunnugt er hefur rekstur byggðasamlagsins Strætó verið heldur strembinn síðustu ár. Doktorsnemi í tölfræði vakti athygli á grafinu í dag en segir ekki víst að línuritin séu misvísandi af ásettu ráði. „Hvað er það fyrsta sem þið hugsið þegar þið sjáið þessar myndir úr ársreikningi Strætó? Er það að skuldir séu á leiðinni niður og eiginfjárhlutfall á leiðinni upp? Kíkið aftur.“ Úr ársreikningi Strætó. Við fyrstu sýn virðist eiginfjárhlutfallið á blússandi siglingu.skáskot/Strætó Það sama gildir um langtímaskuldir. Við fyrstu sýn virðast skuldirnar minnka jafnt eftir því sem árin líða, en því er einmitt öfugt farið.skjáskot/strætó Þetta skrifaði Brynjólfur Gauti Guðrúnar Jónsson, doktorsnemi í tölfræði á Twitter við mikil viðbrögð. Fyrstu viðbrögð margra eru enda að hugsa með sér að hér sé á ferðinni tilraun Strætó til þess að fegra bókhaldið. Láta það líta út fyrir að eigin fé sé á stöðugri uppleið og skuldir á niðurleið, þegar raunin er einmitt hið andstæða. Ársreikninginn má skoða hér að neðan. straetobs_arsreikningur_31122021_undirritadPDF733KBSækja skjal Að eigin sögn er Brynjólfur sérstakur áhugamaður um að uppræta bull, eftir smá umhugsun um hvernig heppilegast væri að snara „að calla bullshit“. Nánar tiltekið bull sem tengist misvísandi framsetningum gagna á ýmsum sviðum þjóðfélagsins. Í því skyni hefur hann meira að segja sett upp vefsíðu að nafni Metill.is þar sem hann gerir ýmsar gagnaupplýsingar aðgengilegri hinum almenna borgara. Brynjólfur Gauti Guðrúnar Jónsson.Kristinn Ingvarsson Hönnunarbrella? „Það er almenn regla þegar teiknað er eftir tíma að tíminn byrji vinstra megin og endar til hægri. Þegar þessu er öfugt farið getur það gerst að fólk horfir ekki á merkingar og túlkunin verður öfug við það sem myndin sýnir í raun.“ Hann segir þó ekki víst að þetta sé viljandi gert til að rugla fólk en skrýtið þó. „ Ég var einmitt vá voðalega gengur þetta vel og svo bara nei, þetta getur reyndar ekki staðist. Ég hef séð Excel-skrár þar sem nýjasta árið er lengst til vinstri og maður getur skilið það. Þá viltu byrja á nýjasta árinu, maður vill frekar hugsa um þetta svona en að það hafi verið einhver vondur ásetningur. En þetta er mjög slæmt myndrit,“ segir Brynjólfur. Hér sé verið að teikna upp gögn og mæti flokkast sem hönnunarbrella. „Svo hugsar maður að þau hafi ekki einu sinni búist við því að einhver myndi skoða þessa ársreikninga,“ segir Brynjólfur og hlær. Eins og áður segir stundar hann nú nám í tölfræði við Háskóla Íslands og vinnur samhliða hjá Hjartavernd sem tölfræðingur. Þá vann hann einnig að spálíkanagerð fyrir Háskólann í Covid-faraldrinum margfræga. Í gegnum tíðina segir Brynjólfur að mörg dæmi hafi skotið upp kollinum þar sem illa er farið með gögn og þeim beitt á misvísandi hátt. Þar nefnir hann frægt dæmi er þar sem fjallað var um dauða af völdum skotvopna í frétt Reuters og Brynjólfur deildi á Twitter-síðu sinni. Minnir mig soldið á þessa klassík pic.twitter.com/xHSvff5cam— Brynjolfur Gauti Guðrúnar Jónsson (@bggjonsson) September 27, 2022 Strætó Reykjavík Tengdar fréttir Gjaldskrárhækkun Strætó skárri kostur af tveimur slæmum Í dag var tilkynnt að gjaldskrá Strætó muni hækka um 12,5 prósent. Þetta er mesta hækkun sem fyrirtækið hefur farið í í langan tíma en fjárhagsstaða þess hefur verið afar slæm upp á síðkastið. Stjórnarmaður í Strætó segir nauðsynlegt að skoða hvernig eigi að reka almenningssamgöngur hér á landi. 27. september 2022 23:37 Tap Strætó aldrei verið meira Á fyrstu sex mánuðum ársins tapaði Strætó um 600 milljónum króna og hefur tapið aldrei verið meira. Takmarkanir vegna heimsfaraldurs og erfiðleikar með nýtt greiðslukerfi, Klappið, settu strik í reikninginn en rekstrargjöld jukust um tólf prósent milli ára. 26. ágúst 2022 22:19 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Keppast við að ákæra Comey Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira
„Hvað er það fyrsta sem þið hugsið þegar þið sjáið þessar myndir úr ársreikningi Strætó? Er það að skuldir séu á leiðinni niður og eiginfjárhlutfall á leiðinni upp? Kíkið aftur.“ Úr ársreikningi Strætó. Við fyrstu sýn virðist eiginfjárhlutfallið á blússandi siglingu.skáskot/Strætó Það sama gildir um langtímaskuldir. Við fyrstu sýn virðast skuldirnar minnka jafnt eftir því sem árin líða, en því er einmitt öfugt farið.skjáskot/strætó Þetta skrifaði Brynjólfur Gauti Guðrúnar Jónsson, doktorsnemi í tölfræði á Twitter við mikil viðbrögð. Fyrstu viðbrögð margra eru enda að hugsa með sér að hér sé á ferðinni tilraun Strætó til þess að fegra bókhaldið. Láta það líta út fyrir að eigin fé sé á stöðugri uppleið og skuldir á niðurleið, þegar raunin er einmitt hið andstæða. Ársreikninginn má skoða hér að neðan. straetobs_arsreikningur_31122021_undirritadPDF733KBSækja skjal Að eigin sögn er Brynjólfur sérstakur áhugamaður um að uppræta bull, eftir smá umhugsun um hvernig heppilegast væri að snara „að calla bullshit“. Nánar tiltekið bull sem tengist misvísandi framsetningum gagna á ýmsum sviðum þjóðfélagsins. Í því skyni hefur hann meira að segja sett upp vefsíðu að nafni Metill.is þar sem hann gerir ýmsar gagnaupplýsingar aðgengilegri hinum almenna borgara. Brynjólfur Gauti Guðrúnar Jónsson.Kristinn Ingvarsson Hönnunarbrella? „Það er almenn regla þegar teiknað er eftir tíma að tíminn byrji vinstra megin og endar til hægri. Þegar þessu er öfugt farið getur það gerst að fólk horfir ekki á merkingar og túlkunin verður öfug við það sem myndin sýnir í raun.“ Hann segir þó ekki víst að þetta sé viljandi gert til að rugla fólk en skrýtið þó. „ Ég var einmitt vá voðalega gengur þetta vel og svo bara nei, þetta getur reyndar ekki staðist. Ég hef séð Excel-skrár þar sem nýjasta árið er lengst til vinstri og maður getur skilið það. Þá viltu byrja á nýjasta árinu, maður vill frekar hugsa um þetta svona en að það hafi verið einhver vondur ásetningur. En þetta er mjög slæmt myndrit,“ segir Brynjólfur. Hér sé verið að teikna upp gögn og mæti flokkast sem hönnunarbrella. „Svo hugsar maður að þau hafi ekki einu sinni búist við því að einhver myndi skoða þessa ársreikninga,“ segir Brynjólfur og hlær. Eins og áður segir stundar hann nú nám í tölfræði við Háskóla Íslands og vinnur samhliða hjá Hjartavernd sem tölfræðingur. Þá vann hann einnig að spálíkanagerð fyrir Háskólann í Covid-faraldrinum margfræga. Í gegnum tíðina segir Brynjólfur að mörg dæmi hafi skotið upp kollinum þar sem illa er farið með gögn og þeim beitt á misvísandi hátt. Þar nefnir hann frægt dæmi er þar sem fjallað var um dauða af völdum skotvopna í frétt Reuters og Brynjólfur deildi á Twitter-síðu sinni. Minnir mig soldið á þessa klassík pic.twitter.com/xHSvff5cam— Brynjolfur Gauti Guðrúnar Jónsson (@bggjonsson) September 27, 2022
Strætó Reykjavík Tengdar fréttir Gjaldskrárhækkun Strætó skárri kostur af tveimur slæmum Í dag var tilkynnt að gjaldskrá Strætó muni hækka um 12,5 prósent. Þetta er mesta hækkun sem fyrirtækið hefur farið í í langan tíma en fjárhagsstaða þess hefur verið afar slæm upp á síðkastið. Stjórnarmaður í Strætó segir nauðsynlegt að skoða hvernig eigi að reka almenningssamgöngur hér á landi. 27. september 2022 23:37 Tap Strætó aldrei verið meira Á fyrstu sex mánuðum ársins tapaði Strætó um 600 milljónum króna og hefur tapið aldrei verið meira. Takmarkanir vegna heimsfaraldurs og erfiðleikar með nýtt greiðslukerfi, Klappið, settu strik í reikninginn en rekstrargjöld jukust um tólf prósent milli ára. 26. ágúst 2022 22:19 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Keppast við að ákæra Comey Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira
Gjaldskrárhækkun Strætó skárri kostur af tveimur slæmum Í dag var tilkynnt að gjaldskrá Strætó muni hækka um 12,5 prósent. Þetta er mesta hækkun sem fyrirtækið hefur farið í í langan tíma en fjárhagsstaða þess hefur verið afar slæm upp á síðkastið. Stjórnarmaður í Strætó segir nauðsynlegt að skoða hvernig eigi að reka almenningssamgöngur hér á landi. 27. september 2022 23:37
Tap Strætó aldrei verið meira Á fyrstu sex mánuðum ársins tapaði Strætó um 600 milljónum króna og hefur tapið aldrei verið meira. Takmarkanir vegna heimsfaraldurs og erfiðleikar með nýtt greiðslukerfi, Klappið, settu strik í reikninginn en rekstrargjöld jukust um tólf prósent milli ára. 26. ágúst 2022 22:19