Saka Bandaríkin um að reyna að veikja Íran í skugga mótmæla Fanndís Birna Logadóttir skrifar 26. september 2022 12:36 Talsmaður utanríkisráðuneytis Íran sagði „milljónir manna“ hafa safnast saman til að styðja ríkisstjórnina og öryggissveitir en nokkur fjöldi safnaðist saman í höfuðborginni í gær í þeim tilgangi. Getty/Andolu Agency Yfirvöld í Íran hafa sakað bandarísk stjórnvöld um að nýta sér mótmælin sem nú standa yfir vegna dauða ungrar konu til að veikja Íran og segjast munu bregðast við. Ekkert lát er á mótmælunum sem hófust um þar síðustu helgi en á fimmta tug hafa látist samkvæmt opinberum tölum. Í yfirlýsingu sem Nasser Kanaani, talsmaður utanríkisráðuneytis Íran, sendi á Nour fréttastofuna og Reuters greinir frá kom fram að stjórnvöld í Bandaríkjunum hefðu ítrekað reynt að veikja stöðugleika og öryggi Íran en það ekki tekist í gegnum tíðina. Þá sakaði hann leiðtoga í Bandaríkjunum og nokkrum Evrópulöndum um að notfæra sér skelfilegt atvik til að styðja við óeirðarseggi á sama tíma og „milljónir manna“ hafi safnast saman á götum úti til að styðja við ríkisstjórnina og kerfið en fjöldi fólks safnaðist saman í höfuðborg Íran í gær í þeim tilgangi. President of the Islamic Republic of #Iran:The voice of the Iranian nation, removal of cruel #sanctions and engagement with all countries, from East to West pic.twitter.com/neoZUDmZDg— Iran Foreign Ministry (@IRIMFA_EN) September 26, 2022 Bandaríkin ákváðu í síðustu viku að leggja fram refsiaðgerðir gegn Íran vegna aðgerða siðferðislögreglu þar í landi. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna að bandaríska þjóðin stæði með hugrökkum borgurum og konum Íran sem mótmæltu um þessar mundir. Í dag ákváðu yfirvöld í Þýskalandi að kalla sendiherra Íran í Berlín á teppið og sögðust skoða mögulegar refsiaðgerðir. Var það eftir að yfirvöld í Íran kölluðu sendiherra Bretlands og Noregs á teppið í síðustu viku vegna afskipta þeirra af óeirðunum og fjölmiðlaumfjöllunar sem þau sögðu fjandsamlega. In Tehran tonight. Down with the dictator""We don't want the Islamic Republic. #MahsaAmini #Mahsa_Amini#IranProtests #IranProtests2022# _ pic.twitter.com/8U2QjlBtLy— David Patrikarakos (@dpatrikarakos) September 25, 2022 Linnulaus mótmæli í tíu daga og á fimmta tug látnir Mótmæli brutust út víða í norðvesturhluta landsins þann sextánda september og dreifðu sér síðan til annarra borga, þar á meðal höfuðborgarinnar Tehran, eftir að hin 22 ára gamla Mahsa Jina Amini lést í haldi lögreglu. Hún var handtekinn fyrir að fylgja ekki ströngum reglum klerkastjórnar Írans um klæðaburð þar sem slæða hennar var ekki nógu þröng um höfuð hennar. Lögregla sagði hana hafa fengið hjartaáfall en fjölskylda hennar þvertók fyrir það. Að því er kemur fram í frétt Guardian hefur að minnsta kosti 41 látist samkvæmt opinberum tölum en talið að fleiri hafi í raun látist. Mannréttindasamtök í Íran fullyrtu til að mynda í gær að 57 hefðu látist, í hið minnsta, en erfitt væri að staðfesta raunverulegan fjölda þar sem aðgangur að interneti hefur verið heftur verulega af yfirvöldum. This is how police and security forces deal with protesters. The girl is pushed to the curb so hard, Yet, Islamic Republic claims it didn t kill #Mahsa_Amini#Iran#IranProtests2022 pic.twitter.com/5HUKB8gJev— Sima Sabet | (@Sima_Sabet) September 25, 2022 Öryggissveitir hafa beitt táragasi og skotið að mótmælendum en myndbönd eru nú í dreifingu á samfélagsmiðlum sem sýna hörku sveitanna í garð mótmælenda. Yfirvöld neita því alfarið að öryggissveitir hafi orðið mótmælendum að bana. Þá hafa hundruð mótmælenda og blaðamanna verið handteknir en myndbönd síðustu daga sýna konur brenna slæður sínar, mótmælendur kveikja í bílum og lögreglustöðvum, og fólk á götum að kalla eftir dauða leiðtoga Írans. Á sunnudag kallaði kennarasamband í Íran síðan eftir því að bæði kennarar og nemendur myndu fara í verkfall í dag og á morgun. Samstöðumótmæli hafa einnig farið fram víða í heiminum, þar á meðal í Bandaríkjunum, Kanada og Bretlandi. Íran Bandaríkin Mótmælaalda í Íran Tengdar fréttir Afboðuðu viðtal við forseta Íran vegna slæðukröfu Bandaríski fréttamiðillinn CNN afboðaði viðtal við Ebrahim Raisi, forseta Íran, eftir að hann krafðist þess að sjónvarpskonan Christiane Amanpour klæddist höfuðslæðu í viðtalinu. 23. september 2022 08:28 Að minnsta kosti níu látnir í mótmælunum í Íran Ekkert lát er á mótmælunum í Íran en mótmælendur kveiktu í lögreglustöðvum og bílum í höfuðborginni og öðrum borgum í dag. Minnst níu eru sagðir hafa látist eftir að mótmælin brutust út um helgina og hefur ríkisstjórnin lokað á samfélagsmiðla til að reyna að koma í veg fyrir að mótmælendur nái að tala sig saman. 22. september 2022 10:52 „Held að íbúar í Íran séu komnir með meira en nóg af ríkisstjórninni“ Umfangsmikil mótmæli hafa átt sér stað í Íran undanfarna daga eftir að ung kúrdísk kona dó í haldi lögreglu. Hún hafði verið handtekin fyrir að vera ekki klædd samkvæmt ströngum reglum klerkastjórnar Írans og dó í síðustu viku. 21. september 2022 23:03 Konur brenna slæður sínar í Íran Íranskar konur hafa undanfarin fimm kvöld mótmælt hijab-lögum landsins eftir að 22 ára gömul kona lést í haldi lögreglu. Hún var handtekin fyrir að nota ekki hijab-slæðu á almannafæri en lést degi síðar. 21. september 2022 07:13 Konur brenna slæður sínar í Íran Íranskar konur hafa undanfarin fimm kvöld mótmælt hijab-lögum landsins eftir að 22 ára gömul kona lést í haldi lögreglu. Hún var handtekin fyrir að nota ekki hijab-slæðu á almannafæri en lést degi síðar. 21. september 2022 07:13 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Sjá meira
Í yfirlýsingu sem Nasser Kanaani, talsmaður utanríkisráðuneytis Íran, sendi á Nour fréttastofuna og Reuters greinir frá kom fram að stjórnvöld í Bandaríkjunum hefðu ítrekað reynt að veikja stöðugleika og öryggi Íran en það ekki tekist í gegnum tíðina. Þá sakaði hann leiðtoga í Bandaríkjunum og nokkrum Evrópulöndum um að notfæra sér skelfilegt atvik til að styðja við óeirðarseggi á sama tíma og „milljónir manna“ hafi safnast saman á götum úti til að styðja við ríkisstjórnina og kerfið en fjöldi fólks safnaðist saman í höfuðborg Íran í gær í þeim tilgangi. President of the Islamic Republic of #Iran:The voice of the Iranian nation, removal of cruel #sanctions and engagement with all countries, from East to West pic.twitter.com/neoZUDmZDg— Iran Foreign Ministry (@IRIMFA_EN) September 26, 2022 Bandaríkin ákváðu í síðustu viku að leggja fram refsiaðgerðir gegn Íran vegna aðgerða siðferðislögreglu þar í landi. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna að bandaríska þjóðin stæði með hugrökkum borgurum og konum Íran sem mótmæltu um þessar mundir. Í dag ákváðu yfirvöld í Þýskalandi að kalla sendiherra Íran í Berlín á teppið og sögðust skoða mögulegar refsiaðgerðir. Var það eftir að yfirvöld í Íran kölluðu sendiherra Bretlands og Noregs á teppið í síðustu viku vegna afskipta þeirra af óeirðunum og fjölmiðlaumfjöllunar sem þau sögðu fjandsamlega. In Tehran tonight. Down with the dictator""We don't want the Islamic Republic. #MahsaAmini #Mahsa_Amini#IranProtests #IranProtests2022# _ pic.twitter.com/8U2QjlBtLy— David Patrikarakos (@dpatrikarakos) September 25, 2022 Linnulaus mótmæli í tíu daga og á fimmta tug látnir Mótmæli brutust út víða í norðvesturhluta landsins þann sextánda september og dreifðu sér síðan til annarra borga, þar á meðal höfuðborgarinnar Tehran, eftir að hin 22 ára gamla Mahsa Jina Amini lést í haldi lögreglu. Hún var handtekinn fyrir að fylgja ekki ströngum reglum klerkastjórnar Írans um klæðaburð þar sem slæða hennar var ekki nógu þröng um höfuð hennar. Lögregla sagði hana hafa fengið hjartaáfall en fjölskylda hennar þvertók fyrir það. Að því er kemur fram í frétt Guardian hefur að minnsta kosti 41 látist samkvæmt opinberum tölum en talið að fleiri hafi í raun látist. Mannréttindasamtök í Íran fullyrtu til að mynda í gær að 57 hefðu látist, í hið minnsta, en erfitt væri að staðfesta raunverulegan fjölda þar sem aðgangur að interneti hefur verið heftur verulega af yfirvöldum. This is how police and security forces deal with protesters. The girl is pushed to the curb so hard, Yet, Islamic Republic claims it didn t kill #Mahsa_Amini#Iran#IranProtests2022 pic.twitter.com/5HUKB8gJev— Sima Sabet | (@Sima_Sabet) September 25, 2022 Öryggissveitir hafa beitt táragasi og skotið að mótmælendum en myndbönd eru nú í dreifingu á samfélagsmiðlum sem sýna hörku sveitanna í garð mótmælenda. Yfirvöld neita því alfarið að öryggissveitir hafi orðið mótmælendum að bana. Þá hafa hundruð mótmælenda og blaðamanna verið handteknir en myndbönd síðustu daga sýna konur brenna slæður sínar, mótmælendur kveikja í bílum og lögreglustöðvum, og fólk á götum að kalla eftir dauða leiðtoga Írans. Á sunnudag kallaði kennarasamband í Íran síðan eftir því að bæði kennarar og nemendur myndu fara í verkfall í dag og á morgun. Samstöðumótmæli hafa einnig farið fram víða í heiminum, þar á meðal í Bandaríkjunum, Kanada og Bretlandi.
Íran Bandaríkin Mótmælaalda í Íran Tengdar fréttir Afboðuðu viðtal við forseta Íran vegna slæðukröfu Bandaríski fréttamiðillinn CNN afboðaði viðtal við Ebrahim Raisi, forseta Íran, eftir að hann krafðist þess að sjónvarpskonan Christiane Amanpour klæddist höfuðslæðu í viðtalinu. 23. september 2022 08:28 Að minnsta kosti níu látnir í mótmælunum í Íran Ekkert lát er á mótmælunum í Íran en mótmælendur kveiktu í lögreglustöðvum og bílum í höfuðborginni og öðrum borgum í dag. Minnst níu eru sagðir hafa látist eftir að mótmælin brutust út um helgina og hefur ríkisstjórnin lokað á samfélagsmiðla til að reyna að koma í veg fyrir að mótmælendur nái að tala sig saman. 22. september 2022 10:52 „Held að íbúar í Íran séu komnir með meira en nóg af ríkisstjórninni“ Umfangsmikil mótmæli hafa átt sér stað í Íran undanfarna daga eftir að ung kúrdísk kona dó í haldi lögreglu. Hún hafði verið handtekin fyrir að vera ekki klædd samkvæmt ströngum reglum klerkastjórnar Írans og dó í síðustu viku. 21. september 2022 23:03 Konur brenna slæður sínar í Íran Íranskar konur hafa undanfarin fimm kvöld mótmælt hijab-lögum landsins eftir að 22 ára gömul kona lést í haldi lögreglu. Hún var handtekin fyrir að nota ekki hijab-slæðu á almannafæri en lést degi síðar. 21. september 2022 07:13 Konur brenna slæður sínar í Íran Íranskar konur hafa undanfarin fimm kvöld mótmælt hijab-lögum landsins eftir að 22 ára gömul kona lést í haldi lögreglu. Hún var handtekin fyrir að nota ekki hijab-slæðu á almannafæri en lést degi síðar. 21. september 2022 07:13 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Sjá meira
Afboðuðu viðtal við forseta Íran vegna slæðukröfu Bandaríski fréttamiðillinn CNN afboðaði viðtal við Ebrahim Raisi, forseta Íran, eftir að hann krafðist þess að sjónvarpskonan Christiane Amanpour klæddist höfuðslæðu í viðtalinu. 23. september 2022 08:28
Að minnsta kosti níu látnir í mótmælunum í Íran Ekkert lát er á mótmælunum í Íran en mótmælendur kveiktu í lögreglustöðvum og bílum í höfuðborginni og öðrum borgum í dag. Minnst níu eru sagðir hafa látist eftir að mótmælin brutust út um helgina og hefur ríkisstjórnin lokað á samfélagsmiðla til að reyna að koma í veg fyrir að mótmælendur nái að tala sig saman. 22. september 2022 10:52
„Held að íbúar í Íran séu komnir með meira en nóg af ríkisstjórninni“ Umfangsmikil mótmæli hafa átt sér stað í Íran undanfarna daga eftir að ung kúrdísk kona dó í haldi lögreglu. Hún hafði verið handtekin fyrir að vera ekki klædd samkvæmt ströngum reglum klerkastjórnar Írans og dó í síðustu viku. 21. september 2022 23:03
Konur brenna slæður sínar í Íran Íranskar konur hafa undanfarin fimm kvöld mótmælt hijab-lögum landsins eftir að 22 ára gömul kona lést í haldi lögreglu. Hún var handtekin fyrir að nota ekki hijab-slæðu á almannafæri en lést degi síðar. 21. september 2022 07:13
Konur brenna slæður sínar í Íran Íranskar konur hafa undanfarin fimm kvöld mótmælt hijab-lögum landsins eftir að 22 ára gömul kona lést í haldi lögreglu. Hún var handtekin fyrir að nota ekki hijab-slæðu á almannafæri en lést degi síðar. 21. september 2022 07:13