Aukin tíðni krabbameina ekki vegna mengaðra vatnsbóla líkt og íbúar óttuðust Fanndís Birna Logadóttir skrifar 21. september 2022 20:26 Laufey Tryggvadóttir, forstöðumaður Rannsókna- og skráningaseturs Krabbameinsfélagsins, segir niðurstöðurnar að vissu leyti koma á óvart. Vísir/Egill Aukin tíðni krabbameina á Suðurnesjum má rekja til lifnaðarhátta frekar en mengunar í vatnsbólum en þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar á tíðni og orsökum krabbameina í Reykjanesbæ. Forstöðumaður Rannsókna- og skráningaseturs Krabbameinsfélagsins segir að ýmislegt sé hægt að gera til þess að draga úr krabbameinstilfellum, ekki aðeins á Suðurnesjum heldur landinu öllu. Síðastliðin tíu ár hefur tíðni krabbameina verið meiri á Suðurnesjum en annars staðar á landinu og höfðu íbúar margir hverjir áhyggjur af því að hún skýrðist af mengun í vatnsbólum í tengslum við herstöðina á tímum Varnarliðsins. Laufey Tryggvadóttir, forstöðumaður Rannsókna- og skráningaseturs Krabbameinsfélagsins, bendir á að árið 1988 hafi sýni verið tekin úr vatnsbólunum sex sem voru í notkun í Keflavík og Njarðvík og mengun fundist í einu þeirra. Árið 1991 hafi þeim öllum verið lokað og nú vatnsból tekin í notkun. „Við tókum niðurstöðurnar um mengunina, það var reyndar bara yfir viðmiðunarmörkum í einu af þessum sex vatnsbólum, og út frá því gátum við áætlað að þetta efni, Trichloroethene, eykur áhættuna á nýrnakrabbameini ákveðið mikið og það er hægt að áætla hversu stóran hluta það skýrir af krabbameinum sem hafa greinst í nýrum þarna á þessum árum,“ segir Laufey. Mengunin var aðeins yfir viðmiðunarmörkum í einu vatnsbóli. Í heildina hafi það aðeins verið skýring á fjórum krabbameinstilvikum á tímabilinu 1955 til 2010, sem sé ekki mikið í samanburði við önnur tilvik og í raun minna en rannsakendur héldu í upphafi. Þá hafi vatnsbólin verið tekin úr notkun áður en hækkunarinnar varð vart og ólíklegt að fleiri slík tilfelli muni koma upp. Þegar aðrir þekktir og krabbameinsvaldar sem tengjast lífsstíl voru skoðaðir, það eru reykingar, offita eða ofþyngd, og áfengisneyslu, hafi tilvikin verið mun fleiri á síðustu tíu árum. „Í Reykjanesbæ þá skýra þessi atriði 198 tilfelli bara á síðustu árum, þannig það er sennilega það sem skýrir þetta aukna nýgengi,“ segir Laufey en reykingar og ofþyngd eða offita voru algengari í Reykjanesbæ á rannsóknartímabilinu miðað við aðra staði á landinu. Langflest tilfelli mátti rekja til reykinga, alls 140 af 721 greindum krabbameinum í Reykjanesbæ frá árinu 2010, eða nítján prósent. Til samanburðar var hlutfallið sextán prósent á höfuðborgarsvæðinu og fimmtán prósent annars staðar á landinu. Alls mátti rekja 28 prósent krabbameina í Reykjanesbæ til lífstílstengdra þátta en aðeins 22 prósent annars staðar á landinu. Í lokaorðum rannsóknarinnar segir að dregið hafi þó úr reykingum almennt síðustu fjörutíu til fimmtíu ár, sem hafi komið í veg fyrir mikinn fjölda krabbameina. Aftur á móti sé í gangi óheillaþróun varðandi aukningu á ofþyngd eða offitu sem snúa þurfi við. „Þetta eru þættir sem að þarf náttúrulega bara að gera eitthvað í, þarna er hægt að gera ýmislegt til þess að draga úr mjög mörgum krabbameinstilfellum, bæði þarna og annars staðar á landinu reyndar,“ segir Laufey. Reykjanesbær Heilbrigðismál Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Síðastliðin tíu ár hefur tíðni krabbameina verið meiri á Suðurnesjum en annars staðar á landinu og höfðu íbúar margir hverjir áhyggjur af því að hún skýrðist af mengun í vatnsbólum í tengslum við herstöðina á tímum Varnarliðsins. Laufey Tryggvadóttir, forstöðumaður Rannsókna- og skráningaseturs Krabbameinsfélagsins, bendir á að árið 1988 hafi sýni verið tekin úr vatnsbólunum sex sem voru í notkun í Keflavík og Njarðvík og mengun fundist í einu þeirra. Árið 1991 hafi þeim öllum verið lokað og nú vatnsból tekin í notkun. „Við tókum niðurstöðurnar um mengunina, það var reyndar bara yfir viðmiðunarmörkum í einu af þessum sex vatnsbólum, og út frá því gátum við áætlað að þetta efni, Trichloroethene, eykur áhættuna á nýrnakrabbameini ákveðið mikið og það er hægt að áætla hversu stóran hluta það skýrir af krabbameinum sem hafa greinst í nýrum þarna á þessum árum,“ segir Laufey. Mengunin var aðeins yfir viðmiðunarmörkum í einu vatnsbóli. Í heildina hafi það aðeins verið skýring á fjórum krabbameinstilvikum á tímabilinu 1955 til 2010, sem sé ekki mikið í samanburði við önnur tilvik og í raun minna en rannsakendur héldu í upphafi. Þá hafi vatnsbólin verið tekin úr notkun áður en hækkunarinnar varð vart og ólíklegt að fleiri slík tilfelli muni koma upp. Þegar aðrir þekktir og krabbameinsvaldar sem tengjast lífsstíl voru skoðaðir, það eru reykingar, offita eða ofþyngd, og áfengisneyslu, hafi tilvikin verið mun fleiri á síðustu tíu árum. „Í Reykjanesbæ þá skýra þessi atriði 198 tilfelli bara á síðustu árum, þannig það er sennilega það sem skýrir þetta aukna nýgengi,“ segir Laufey en reykingar og ofþyngd eða offita voru algengari í Reykjanesbæ á rannsóknartímabilinu miðað við aðra staði á landinu. Langflest tilfelli mátti rekja til reykinga, alls 140 af 721 greindum krabbameinum í Reykjanesbæ frá árinu 2010, eða nítján prósent. Til samanburðar var hlutfallið sextán prósent á höfuðborgarsvæðinu og fimmtán prósent annars staðar á landinu. Alls mátti rekja 28 prósent krabbameina í Reykjanesbæ til lífstílstengdra þátta en aðeins 22 prósent annars staðar á landinu. Í lokaorðum rannsóknarinnar segir að dregið hafi þó úr reykingum almennt síðustu fjörutíu til fimmtíu ár, sem hafi komið í veg fyrir mikinn fjölda krabbameina. Aftur á móti sé í gangi óheillaþróun varðandi aukningu á ofþyngd eða offitu sem snúa þurfi við. „Þetta eru þættir sem að þarf náttúrulega bara að gera eitthvað í, þarna er hægt að gera ýmislegt til þess að draga úr mjög mörgum krabbameinstilfellum, bæði þarna og annars staðar á landinu reyndar,“ segir Laufey.
Reykjanesbær Heilbrigðismál Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði