Brad Pitt óvænt með fyrstu listsýningu sína í Finnlandi Bjarki Sigurðsson skrifar 20. september 2022 11:35 Listamennirnir þrír, Nick Cave, Thomas Houseago og Brad Pitt. Sara Hildén listasafnið Brad Pitt hefur alltaf verið þekktastur fyrir leik sinn í kvikmyndum en nýjasta för hans innan listaheimsins er á svið myndhöggvara. Nú stendur yfir hans fyrsta listasýning en staðsetning hennar hefur vakið athygli. Sýningin fer fram á Sara Hildén listasafninu í Tampere í Finnlandi. Ásamt höggmyndum Pitt geta gestir einnig skoðað leirlistaverk ástralska tónlistarmannsins Nick Cave og listaverk eftir breska listamanninn Thomas Houseago. „Fyrir mig og Nick er þetta nýr heimur og er okkar innkoma inn í hann. Mér finnst þetta bara vera rétta skrefið,“ sagði Pitt í samtali við finnska fjölmiðilinn Yle við opnun sýningarinnar. Meðal verka eftir Pitt eru sílíkonskúlpturar sem búið er að skjóta á með byssu og einhverskonar bronslíkkista. pic.twitter.com/IwDNNQFf9k— Brad Pitt (@BradPittPlanB) September 18, 2022 Það kom mörgum á óvart að verk Pitt væru til sýnis á sýningunni en það var ekki búið að tilkynna það fyrir fram. Safnstjórinn var mjög ánægður með að fá verk hans til sýnis á safninu. Hann segir að það hafi verið hugmynd Houseago að fá listaverk Cave og Pitt til Finnlands. Finnland Hollywood Styttur og útilistaverk Myndlist Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Sýningin fer fram á Sara Hildén listasafninu í Tampere í Finnlandi. Ásamt höggmyndum Pitt geta gestir einnig skoðað leirlistaverk ástralska tónlistarmannsins Nick Cave og listaverk eftir breska listamanninn Thomas Houseago. „Fyrir mig og Nick er þetta nýr heimur og er okkar innkoma inn í hann. Mér finnst þetta bara vera rétta skrefið,“ sagði Pitt í samtali við finnska fjölmiðilinn Yle við opnun sýningarinnar. Meðal verka eftir Pitt eru sílíkonskúlpturar sem búið er að skjóta á með byssu og einhverskonar bronslíkkista. pic.twitter.com/IwDNNQFf9k— Brad Pitt (@BradPittPlanB) September 18, 2022 Það kom mörgum á óvart að verk Pitt væru til sýnis á sýningunni en það var ekki búið að tilkynna það fyrir fram. Safnstjórinn var mjög ánægður með að fá verk hans til sýnis á safninu. Hann segir að það hafi verið hugmynd Houseago að fá listaverk Cave og Pitt til Finnlands.
Finnland Hollywood Styttur og útilistaverk Myndlist Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira