Offita, markaðsöfl og neysla Hallgerður Hauksdóttir skrifar 19. september 2022 17:01 Ýmislegt hefur verið leitt fram um ætlaðar ástæður offitufaraldurs sem geysar á Vesturlöndum. Ein kenning var um hættulega fituneyslu, hugmynd sem leiddi til aukinnar kolvetnavæðingar matvæla. Mikil neysla sykurefna er í sjálfu sér alvarlegt mál, enda er sykursýki 2 vaxandi afleiðing. Nýleg míta, sem sem betur fer er einnig á undanhaldi, er „kaloríur inn, kaloríur út“ kenningin um útreikning á hversu mikilla kaloría sé neytt miðað við grunnbrennslu og líkamsrækt. Hún gengur út á að neyta færri kaloría en líkaminn brennir innan hvers sólarhrings. Líkaminn sér við slíku með því að lækka efnaskiptahraðann. Þessi aðferð neyðir líkamann til að ganga á vöðvavef þegar miðað er við „margar litlar máltíðir allan daginn“ – sem er enn önnur arfaslæm hugmynd. Vegna ónýtra megrunaraðferða og fólks sem fitnar aftur hefur jafnframt verið vaxandi sú hugmynd að offitu eigi að líta á sem óhjákvæmilega og beri að normalísera hana. Þetta er fjarri sanni. Föstur eru líkamanum eiginlegar til að brenna fitubirgðum. Þróunarfræðilega er þetta frá því löngu áður en forverum okkar datt í hug að selja afurðir og matvöru í matvörubúðum. Líkömum okkar er til milljóna ára eiginlegt að safna í eigið forðabúr í fituformi og líkamanum er jafn eiginlegt að nýta fituna aftur. Það er nútímalífstíll með öllum þessum mat sem haldið er að okkur úr öllum áttum og allan daginn sem gerir okkur erfitt að komast til að nota þessar eigin birgðir. Hugtakið föstur er reyndar líka talsvert á reiki í daglegu tali og stundum jafnvel notað um ýmsa matarkúra eða safakúra. En eiginlegar föstur eru engu að síður einfaldlega það að neyta ekki næringar um tiltekinn tíma. Fasta hefst þegar glúkósa/glýkógen forði líkamans er uppurinn, sem er yfirleitt eftir 12-16 klst án næringar. Þá byrjar líkaminn að nýta eigin forða beint. Hann nýtir fyrst bæði eigin fitubirgðir meðfram því að endurnýta ónýt prótínefni innan frumna en skiptir að því loknu alveg yfir í að brenna fitu. Líkaminn kann þetta alveg og við getum treyst því. Eftir föstur og við neyslu heilnæms fæðis hefst uppbygging og endurnýjun innan líkamans fyrir tilstilli vaxtarhormóna. Föstur ekki sérgreint matarræði eins ketó, paleo- eða vegan eða annað slíkt. Þær eru ekki kúr af neinu tagi né skyldar hugmyndum um að tengja offitu við líkamshreyfingu eða hreyfingarleysi. Föstur skyldi alls ekki tengja við átraskanir á borð við lotugræðgi eða lystarstol. Föstur má flokka í stuttföstur innan hvers sólarhrings og langföstur sem standa í fleiri daga. Áríðandi er að framkvæma föstur rétt og er varasamt að fara í langföstu án þess að kynna sér vel hvað þarf til. En það verður seint að föstum verði haldið að fólki eða þær vel kynntar, enda ekkert á því að græða að beina fólki frá neyslu matvæla eða kostnaðarsamra og íþyngjandi úrræða. Föstur eru eitthvað sem við hvert og eitt ættum að kynna okkur sjálf ef okkur langar til að losa okkur við umframfitu á einfaldan og eðlilegan máta. Höfundur er áhugamanneskja um heilbrigðan lífstíl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hallgerður Hauksdóttir Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Ýmislegt hefur verið leitt fram um ætlaðar ástæður offitufaraldurs sem geysar á Vesturlöndum. Ein kenning var um hættulega fituneyslu, hugmynd sem leiddi til aukinnar kolvetnavæðingar matvæla. Mikil neysla sykurefna er í sjálfu sér alvarlegt mál, enda er sykursýki 2 vaxandi afleiðing. Nýleg míta, sem sem betur fer er einnig á undanhaldi, er „kaloríur inn, kaloríur út“ kenningin um útreikning á hversu mikilla kaloría sé neytt miðað við grunnbrennslu og líkamsrækt. Hún gengur út á að neyta færri kaloría en líkaminn brennir innan hvers sólarhrings. Líkaminn sér við slíku með því að lækka efnaskiptahraðann. Þessi aðferð neyðir líkamann til að ganga á vöðvavef þegar miðað er við „margar litlar máltíðir allan daginn“ – sem er enn önnur arfaslæm hugmynd. Vegna ónýtra megrunaraðferða og fólks sem fitnar aftur hefur jafnframt verið vaxandi sú hugmynd að offitu eigi að líta á sem óhjákvæmilega og beri að normalísera hana. Þetta er fjarri sanni. Föstur eru líkamanum eiginlegar til að brenna fitubirgðum. Þróunarfræðilega er þetta frá því löngu áður en forverum okkar datt í hug að selja afurðir og matvöru í matvörubúðum. Líkömum okkar er til milljóna ára eiginlegt að safna í eigið forðabúr í fituformi og líkamanum er jafn eiginlegt að nýta fituna aftur. Það er nútímalífstíll með öllum þessum mat sem haldið er að okkur úr öllum áttum og allan daginn sem gerir okkur erfitt að komast til að nota þessar eigin birgðir. Hugtakið föstur er reyndar líka talsvert á reiki í daglegu tali og stundum jafnvel notað um ýmsa matarkúra eða safakúra. En eiginlegar föstur eru engu að síður einfaldlega það að neyta ekki næringar um tiltekinn tíma. Fasta hefst þegar glúkósa/glýkógen forði líkamans er uppurinn, sem er yfirleitt eftir 12-16 klst án næringar. Þá byrjar líkaminn að nýta eigin forða beint. Hann nýtir fyrst bæði eigin fitubirgðir meðfram því að endurnýta ónýt prótínefni innan frumna en skiptir að því loknu alveg yfir í að brenna fitu. Líkaminn kann þetta alveg og við getum treyst því. Eftir föstur og við neyslu heilnæms fæðis hefst uppbygging og endurnýjun innan líkamans fyrir tilstilli vaxtarhormóna. Föstur ekki sérgreint matarræði eins ketó, paleo- eða vegan eða annað slíkt. Þær eru ekki kúr af neinu tagi né skyldar hugmyndum um að tengja offitu við líkamshreyfingu eða hreyfingarleysi. Föstur skyldi alls ekki tengja við átraskanir á borð við lotugræðgi eða lystarstol. Föstur má flokka í stuttföstur innan hvers sólarhrings og langföstur sem standa í fleiri daga. Áríðandi er að framkvæma föstur rétt og er varasamt að fara í langföstu án þess að kynna sér vel hvað þarf til. En það verður seint að föstum verði haldið að fólki eða þær vel kynntar, enda ekkert á því að græða að beina fólki frá neyslu matvæla eða kostnaðarsamra og íþyngjandi úrræða. Föstur eru eitthvað sem við hvert og eitt ættum að kynna okkur sjálf ef okkur langar til að losa okkur við umframfitu á einfaldan og eðlilegan máta. Höfundur er áhugamanneskja um heilbrigðan lífstíl.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun