Í upphafi þingvetrar Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar 19. september 2022 10:01 Við upphaf nýs þingvetrar er að mörgu að hyggja, bæði hér heimafyrir og á alþjóðavísu. Efnahagsmálin munu koma til að vega þungt. Það er nauðsynlegt að ná tökum á verðbólgunni. Sem betur fer er atvinnuástand gott og allar mælingar sýna að heimilin standa almennt vel. Kjör þeirra sem hafa lágar upphæðir sér til framfærslu þarf hins vegar að halda áfram að bæta og meðan við glímum við verðbólgu er nauðsynlegt að halda áfram að styðja við þau sem minnsta svigrúmið hafa til að mæta henni. Nauðsynlegt er að halda áfram að efla velferðarkerfið og alla almannaþjónustu. Nú þegar er farinn að sjást árangur af félagslegum áherslum stjórnvalda í húsnæðismálum en betur má ef duga skal og enn frekari uppbygging er fram undan. Vegið hefur verið að réttindum kvenna og hinseginfólks víða erlendis. Niðrandi og hatursfull ummæli hafa einnig aukist hér heima. Á komandi þingvetri er mikilvægt að standa vörð um mannréttindi og hafa kynjagleraugun á í öllum málum og allri vinnu. Það eru hörmungar víða vegna stríðsátaka. Það sem er næst okkur er innrásarstríð Rússlands í Úkraínu. Við þurfum að leggja okkar af mörkum með mannúðaraðstoð og taka vel á móti fólki á flótta. Loftslagsmálin verða að vera í brennidepli á komandi þingvetri. Við sáum í sumar hvernig áhrifa þeirra er farið að gæta úti í heimi með miklum hitum og hamfaraflóðum. Hér á Íslandi þurfum við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og það gerum við með grænum umskiptum. Náttúruvernd er að sama skapi mikilvæg og við verðum að leggja áherslu á og standa vörð um líffræðilega fjölbreytni. Á Alþingi verðum við að flétta græna og lofslagsvæna hugsun inn í alla okkar ákvörðunartöku. Það sama gildir um atvinnulífið. Umskiptin verða jafnframt að vera réttlát og í almannaþágu. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs fyrir Reykjavíkurkjördæmi Norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Þóra Árnadóttir Vinstri græn Alþingi Hinsegin Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Sjá meira
Við upphaf nýs þingvetrar er að mörgu að hyggja, bæði hér heimafyrir og á alþjóðavísu. Efnahagsmálin munu koma til að vega þungt. Það er nauðsynlegt að ná tökum á verðbólgunni. Sem betur fer er atvinnuástand gott og allar mælingar sýna að heimilin standa almennt vel. Kjör þeirra sem hafa lágar upphæðir sér til framfærslu þarf hins vegar að halda áfram að bæta og meðan við glímum við verðbólgu er nauðsynlegt að halda áfram að styðja við þau sem minnsta svigrúmið hafa til að mæta henni. Nauðsynlegt er að halda áfram að efla velferðarkerfið og alla almannaþjónustu. Nú þegar er farinn að sjást árangur af félagslegum áherslum stjórnvalda í húsnæðismálum en betur má ef duga skal og enn frekari uppbygging er fram undan. Vegið hefur verið að réttindum kvenna og hinseginfólks víða erlendis. Niðrandi og hatursfull ummæli hafa einnig aukist hér heima. Á komandi þingvetri er mikilvægt að standa vörð um mannréttindi og hafa kynjagleraugun á í öllum málum og allri vinnu. Það eru hörmungar víða vegna stríðsátaka. Það sem er næst okkur er innrásarstríð Rússlands í Úkraínu. Við þurfum að leggja okkar af mörkum með mannúðaraðstoð og taka vel á móti fólki á flótta. Loftslagsmálin verða að vera í brennidepli á komandi þingvetri. Við sáum í sumar hvernig áhrifa þeirra er farið að gæta úti í heimi með miklum hitum og hamfaraflóðum. Hér á Íslandi þurfum við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og það gerum við með grænum umskiptum. Náttúruvernd er að sama skapi mikilvæg og við verðum að leggja áherslu á og standa vörð um líffræðilega fjölbreytni. Á Alþingi verðum við að flétta græna og lofslagsvæna hugsun inn í alla okkar ákvörðunartöku. Það sama gildir um atvinnulífið. Umskiptin verða jafnframt að vera réttlát og í almannaþágu. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs fyrir Reykjavíkurkjördæmi Norður.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar