Segir mælanlegan árangur af loftslagsaðgerðum engan: „Þyngra en tárum taki“ Snorri Másson skrifar 16. september 2022 14:20 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur hefur orðið fyrir miklum vonbrigðum með árangurinn af loftslagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar. Vísir/Einar Þrátt fyrir metnaðarfull áform er mælanlegur árangur af loftslagsaðgerðum stjórnvalda enn sem komið er enginn, að sögn veðurfræðings. Það er staðreynd sem hann segir að við verðum að horfast blákalt í augu við - á degi íslenskrar náttúru. Í gær gaf Umhverfisstofnun út bráðabirgðaútreikninga sem sýna að losun gróðurhúsalofttegunda jókst um þrjú prósent á Íslandi á milli ára 2020 og 2021. Vissulega var hagkerfið að ná sér eftir Covid en að árangurinn sé ekki betri, er þyngra en tárum taki samkvæmt Einari Sveinbjörnssyni veðurfræðingi. „Þetta gengur ákaflega hægt. Og miklu hægar en... ég var bjartsýnn fyrir 5-10 árum og hélt að hlutirnir myndu ganga miklu hraðar fyrir sig, þannig að lesa þessar fréttir í gær 15. september, þetta var enginn sérstakur gleðidagur,“ segir Einar í samtali við fréttastofu. Einar segir að alltof lítið sé að gerast en þar er hann að tala um alltof lítinn árangur, ekki alltof lítið af aðgerðum. Það hefur mikið verið gert, en ekki mikið gerst. Samkvæmt alþjóðlegum skuldbindingum til 2030-35 erum við langt frá markmiðunum. „Þetta er auðvitað þyngra en tárum taki. Það er alveg sama hvar maður horfir. Það er bara alltof lítið að gerast í þessum málum,“ segir Einar. „Það er búið að setja mikið í þetta. Stjórnvöld eru búin að marka stefnu, fullt af stefnum, það er búið að ráða fullt af starfsfólki hjá hinu opinbera og einkageiranum til að sinna þessum málum, það hefur orðið hugarfarsbreyting í landinu. Það eru haldnar ráðstefnur, ég veit ekki hvað er gert, en samt er árangurinn svona lítill. Maður eiginlega bara veltir vöngum yfir þessu: Hvað meira er hægt að gera?“ Miðað við þann loftslagsárangur sem náðist í Covid, segir Einar þann grun læðast að manni á þessu stigi, að skarpur efnahagssamdráttur sé það eina sem geti bjargað málunum. Það sé þó augljóslega ekki óskastaða. Dagur íslenskrar náttúru, hefurðu áhyggjur? „Náttúran er miklu fleira en bara loftslagsmálin en afleiðingarnar af loftslagsmálum eru meiri annars staðar en hér en við samt sem áður þurfum að sýna ábyrgð og draga líka saman þótt við séum lítill dropi í þessu hafi,“ segir Einar. Loftslagsmál Umhverfismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Sjá meira
Í gær gaf Umhverfisstofnun út bráðabirgðaútreikninga sem sýna að losun gróðurhúsalofttegunda jókst um þrjú prósent á Íslandi á milli ára 2020 og 2021. Vissulega var hagkerfið að ná sér eftir Covid en að árangurinn sé ekki betri, er þyngra en tárum taki samkvæmt Einari Sveinbjörnssyni veðurfræðingi. „Þetta gengur ákaflega hægt. Og miklu hægar en... ég var bjartsýnn fyrir 5-10 árum og hélt að hlutirnir myndu ganga miklu hraðar fyrir sig, þannig að lesa þessar fréttir í gær 15. september, þetta var enginn sérstakur gleðidagur,“ segir Einar í samtali við fréttastofu. Einar segir að alltof lítið sé að gerast en þar er hann að tala um alltof lítinn árangur, ekki alltof lítið af aðgerðum. Það hefur mikið verið gert, en ekki mikið gerst. Samkvæmt alþjóðlegum skuldbindingum til 2030-35 erum við langt frá markmiðunum. „Þetta er auðvitað þyngra en tárum taki. Það er alveg sama hvar maður horfir. Það er bara alltof lítið að gerast í þessum málum,“ segir Einar. „Það er búið að setja mikið í þetta. Stjórnvöld eru búin að marka stefnu, fullt af stefnum, það er búið að ráða fullt af starfsfólki hjá hinu opinbera og einkageiranum til að sinna þessum málum, það hefur orðið hugarfarsbreyting í landinu. Það eru haldnar ráðstefnur, ég veit ekki hvað er gert, en samt er árangurinn svona lítill. Maður eiginlega bara veltir vöngum yfir þessu: Hvað meira er hægt að gera?“ Miðað við þann loftslagsárangur sem náðist í Covid, segir Einar þann grun læðast að manni á þessu stigi, að skarpur efnahagssamdráttur sé það eina sem geti bjargað málunum. Það sé þó augljóslega ekki óskastaða. Dagur íslenskrar náttúru, hefurðu áhyggjur? „Náttúran er miklu fleira en bara loftslagsmálin en afleiðingarnar af loftslagsmálum eru meiri annars staðar en hér en við samt sem áður þurfum að sýna ábyrgð og draga líka saman þótt við séum lítill dropi í þessu hafi,“ segir Einar.
Loftslagsmál Umhverfismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Sjá meira