Upplýsingum af lokuðum fundi lekið í opinn hóp á Facebook Bjarki Sigurðsson skrifar 15. september 2022 14:56 Hjördís Ýr Johnson er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Vísir/Vilhelm Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi lagði fram fyrirspurn á fundi bæjarráðs Kópavogs um heimildir nefndarmanna til þess að fara með upplýsingar sem fram koma á lokuðum fundum nefnda og ráða. Hún segir orð hennar hafa orðið að umfjöllunarefni á Facebook og að þau hafi verið algjörlega slitin úr samhengi. Hjördís Ýr Johnson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, lagði í morgun fram fyrirspurn á fundi bæjarráðs þar sem hún óskaði eftir nánari skilgreiningu á þeim trúnaði sem á að ríkja á lokuðum fundum nefnda og ráða sem og vinnufundum kjörinna fulltrúa. „Umræða sem fram fór á lokuðum vinnufundi varð að umfjöllunarefni í opnum hópi á Facebook þar sem orð mín voru algjörlega slitin úr samhengi og einfaldlega farið með ósannindi,“ segir í bókun málsins sem send var áfram til bæjarlögmanns. Snúið út úr orðum hennar Í samtali við fréttastofu segir Hjördís að umræddur fundur hafi verið með meðlimum bæjarstjórnar og ráðsmönnum skipulagsráðs en fundurinn snerist um skipulagsmál. Ummæli hennar frá fundinum birtust stuttu seinna á opnum Facebook-hóp um skipulag Hamraborgar. Hjördís segir að þar hafi verið snúið út úr orðum hennar og að henni hafi verið afar brugðið við að sjá þetta. „Þetta eru ný vinnubrögð þetta er eitthvað sem ég hef aldrei lent áður í á mínum pólitískum ferli. Það hefur alltaf verið passað upp á þegar við erum að vinna svona saman að við getum treyst á og virt þennan trúnað. . Það er oft verið að fara með alls konar viðkvæm mál sem við erum að vinna með og eru ekki orðin opinber strax,“ segir Hjördís. Það væri erfitt að hennar mati að vinna í svona starfi ef ekki er hægt að treysta kollegum sínum til að gæta trúnaðar um mál sem rædd eru á lokuðum fundum. Grafalvarlegt mál „Það á ekki að vitna í hvað einstaka menn segja, hvað þá á svona lokuðum fundum. Þetta er grafalvarlegt mál og skiptir máli upp á framhaldið. Nú erum við að fara í fjárhagsáætlunargerð og á fjölda vinnufunda. Það er svo mikilvægt að við vitum það og treystum því að við getum rætt í trúnaði,“ segir Hjördís. Eins og kom fram fyrr í greininni hefur bókun vegna málsins verið komið til bæjarlögmanns sem sér um að svara fyrirspurn Hjördísar. Kópavogur Samfélagsmiðlar Sveitarstjórnarmál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Sjá meira
Hjördís Ýr Johnson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, lagði í morgun fram fyrirspurn á fundi bæjarráðs þar sem hún óskaði eftir nánari skilgreiningu á þeim trúnaði sem á að ríkja á lokuðum fundum nefnda og ráða sem og vinnufundum kjörinna fulltrúa. „Umræða sem fram fór á lokuðum vinnufundi varð að umfjöllunarefni í opnum hópi á Facebook þar sem orð mín voru algjörlega slitin úr samhengi og einfaldlega farið með ósannindi,“ segir í bókun málsins sem send var áfram til bæjarlögmanns. Snúið út úr orðum hennar Í samtali við fréttastofu segir Hjördís að umræddur fundur hafi verið með meðlimum bæjarstjórnar og ráðsmönnum skipulagsráðs en fundurinn snerist um skipulagsmál. Ummæli hennar frá fundinum birtust stuttu seinna á opnum Facebook-hóp um skipulag Hamraborgar. Hjördís segir að þar hafi verið snúið út úr orðum hennar og að henni hafi verið afar brugðið við að sjá þetta. „Þetta eru ný vinnubrögð þetta er eitthvað sem ég hef aldrei lent áður í á mínum pólitískum ferli. Það hefur alltaf verið passað upp á þegar við erum að vinna svona saman að við getum treyst á og virt þennan trúnað. . Það er oft verið að fara með alls konar viðkvæm mál sem við erum að vinna með og eru ekki orðin opinber strax,“ segir Hjördís. Það væri erfitt að hennar mati að vinna í svona starfi ef ekki er hægt að treysta kollegum sínum til að gæta trúnaðar um mál sem rædd eru á lokuðum fundum. Grafalvarlegt mál „Það á ekki að vitna í hvað einstaka menn segja, hvað þá á svona lokuðum fundum. Þetta er grafalvarlegt mál og skiptir máli upp á framhaldið. Nú erum við að fara í fjárhagsáætlunargerð og á fjölda vinnufunda. Það er svo mikilvægt að við vitum það og treystum því að við getum rætt í trúnaði,“ segir Hjördís. Eins og kom fram fyrr í greininni hefur bókun vegna málsins verið komið til bæjarlögmanns sem sér um að svara fyrirspurn Hjördísar.
Kópavogur Samfélagsmiðlar Sveitarstjórnarmál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent