Minningarathöfn um Elísabetu í Hallgrímskirkju á sunnudag Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. september 2022 10:29 Athöfnin mun fara fram á ensku. Vísir/Vilhelm Minningarathöfn um Elísabetu II Bretlandsdrottningu, sem lést í síðustu viku, verður haldin næstkomandi sunnudagskvöld í Hallgrímskirkju. Það eru Biskupsstofa, Reykjavíkurprófastsdæmi vestra og Hallgrímskirkja sem standa fyrir athöfninni, sem fer fram klukkan átta að kvöldi sunnudagsins 18. september, í Hallgrímskirkju. Í tilkynningu um athöfnina segir að sérstök tengsl séu á milli kirkjunnar og Ensku biskupakirkjunnar. „Í Hallgrímskirkju hafa enskir jólasöngvar verið sungnir ár hvert síðan skömmu eftir að kórkjallari kirkjunnar var vígður. Í kirkjunni hafa anglíkanskar messur verið haldnar af og til með stuttum hléum, en samfellt frá árinu 2001 einu sinni í mánuði,“ segir þá í tilkynningunni. Uppáhalds sálmar Elísabetar Björn Steinar Sólbergsson, organisti Hallgrímskirkju, mun leika á orgel og söngfólk úr Kór Hallgrímskirkju mun syngja undir stjórn Steinars Loga Helgasonar. Þrír prestar koma til með að þjóna við athöfnina, þau sr. Bjarni Þór Bjarnason, sr. Helga Soffía Konráðsdóttir og sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir. Fólki mun bjóðast að tendra ljós inni í kirkjunni, til minningar um drottninguna. Athöfnin fer fram á ensku, en sálmarnir sem sungnir verða eiga það sammerkt að hafa verið uppáhalds sálmar Elísabetar drottningar. Sendiherra Bretlands á Íslandi, Bryony Mathew, mun sækja athöfnina. „Allir eru hjartanlega velkomnir í Hallgrímskirkju þetta sunnudagskvöld,“ segir í niðurlagi tilkynningarinnar. Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Reykjavík Hallgrímskirkja Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Katrín og Meghan heiðruðu drottninguna í minningarathöfninni Katrín prinsessa af Wales og Meghan Markle hertogaynja af Sussex heiðruðu minningu Elísabetar annarrar Bretadrottningar með skartgripavali sínu í minningarathöfn sem fór fram í Westminster Hall í gær. 15. september 2022 07:51 Þriggja kílómetra löng röð eftir að sjá Bretadrottningu Gríðarleg röð hefur myndast í Lundúnum af fólki sem bíður þess að geta séð kistu Elísabetar annarrar Bretadrottningar og vottað henni virðingu sína. Kista drottningarinnar var í gær flutt frá Buckingham höll yfir í Westminster Hall, þar sem hún mun liggja í fjóra daga. 15. september 2022 06:59 Ein umfangsmesta löggæsluaðgerð seinni tíma í bígerð: Hver einasti brunnur og ljósastaur kannaður Jarðarför Elísabetar II Bretadrottningar næstkomandi mánudag krefst umfangsmestu löggæsluaðgerðar í sögu Lundúna. Hver einasti brunnur og ljósastaur í nágrenni við Westminster Abbey, þar sem jarðarförin verður haldin, verður kannaður til að koma í veg fyrir óvænt atvik. 14. september 2022 23:30 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Sjá meira
Það eru Biskupsstofa, Reykjavíkurprófastsdæmi vestra og Hallgrímskirkja sem standa fyrir athöfninni, sem fer fram klukkan átta að kvöldi sunnudagsins 18. september, í Hallgrímskirkju. Í tilkynningu um athöfnina segir að sérstök tengsl séu á milli kirkjunnar og Ensku biskupakirkjunnar. „Í Hallgrímskirkju hafa enskir jólasöngvar verið sungnir ár hvert síðan skömmu eftir að kórkjallari kirkjunnar var vígður. Í kirkjunni hafa anglíkanskar messur verið haldnar af og til með stuttum hléum, en samfellt frá árinu 2001 einu sinni í mánuði,“ segir þá í tilkynningunni. Uppáhalds sálmar Elísabetar Björn Steinar Sólbergsson, organisti Hallgrímskirkju, mun leika á orgel og söngfólk úr Kór Hallgrímskirkju mun syngja undir stjórn Steinars Loga Helgasonar. Þrír prestar koma til með að þjóna við athöfnina, þau sr. Bjarni Þór Bjarnason, sr. Helga Soffía Konráðsdóttir og sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir. Fólki mun bjóðast að tendra ljós inni í kirkjunni, til minningar um drottninguna. Athöfnin fer fram á ensku, en sálmarnir sem sungnir verða eiga það sammerkt að hafa verið uppáhalds sálmar Elísabetar drottningar. Sendiherra Bretlands á Íslandi, Bryony Mathew, mun sækja athöfnina. „Allir eru hjartanlega velkomnir í Hallgrímskirkju þetta sunnudagskvöld,“ segir í niðurlagi tilkynningarinnar.
Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Reykjavík Hallgrímskirkja Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Katrín og Meghan heiðruðu drottninguna í minningarathöfninni Katrín prinsessa af Wales og Meghan Markle hertogaynja af Sussex heiðruðu minningu Elísabetar annarrar Bretadrottningar með skartgripavali sínu í minningarathöfn sem fór fram í Westminster Hall í gær. 15. september 2022 07:51 Þriggja kílómetra löng röð eftir að sjá Bretadrottningu Gríðarleg röð hefur myndast í Lundúnum af fólki sem bíður þess að geta séð kistu Elísabetar annarrar Bretadrottningar og vottað henni virðingu sína. Kista drottningarinnar var í gær flutt frá Buckingham höll yfir í Westminster Hall, þar sem hún mun liggja í fjóra daga. 15. september 2022 06:59 Ein umfangsmesta löggæsluaðgerð seinni tíma í bígerð: Hver einasti brunnur og ljósastaur kannaður Jarðarför Elísabetar II Bretadrottningar næstkomandi mánudag krefst umfangsmestu löggæsluaðgerðar í sögu Lundúna. Hver einasti brunnur og ljósastaur í nágrenni við Westminster Abbey, þar sem jarðarförin verður haldin, verður kannaður til að koma í veg fyrir óvænt atvik. 14. september 2022 23:30 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Sjá meira
Katrín og Meghan heiðruðu drottninguna í minningarathöfninni Katrín prinsessa af Wales og Meghan Markle hertogaynja af Sussex heiðruðu minningu Elísabetar annarrar Bretadrottningar með skartgripavali sínu í minningarathöfn sem fór fram í Westminster Hall í gær. 15. september 2022 07:51
Þriggja kílómetra löng röð eftir að sjá Bretadrottningu Gríðarleg röð hefur myndast í Lundúnum af fólki sem bíður þess að geta séð kistu Elísabetar annarrar Bretadrottningar og vottað henni virðingu sína. Kista drottningarinnar var í gær flutt frá Buckingham höll yfir í Westminster Hall, þar sem hún mun liggja í fjóra daga. 15. september 2022 06:59
Ein umfangsmesta löggæsluaðgerð seinni tíma í bígerð: Hver einasti brunnur og ljósastaur kannaður Jarðarför Elísabetar II Bretadrottningar næstkomandi mánudag krefst umfangsmestu löggæsluaðgerðar í sögu Lundúna. Hver einasti brunnur og ljósastaur í nágrenni við Westminster Abbey, þar sem jarðarförin verður haldin, verður kannaður til að koma í veg fyrir óvænt atvik. 14. september 2022 23:30