Þykkur reykur fyllti Vaðlaheiðargöngin á einstakri æfingu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. september 2022 22:01 Slökkviliðsmenn þurfti að vinna vel saman í dag, nú sem endranær. Vísir/Tryggvi Slökkviliðsmenn hvaðanæva af landinu voru samankomnir á Akureyri í dag til að fylgjast með brunaæfingu inn í Vaðlaheiðargöngunum. Göngin voru fyllt af reyk með nýjum búnaði sem auðveldar til muna brunaæfingar í jarðgöngum. Sams konar hefur æfing hefur ekki áður verið haldin hér á landi. Vaðlaheiðargöngunum var lokað í um fimm tíma í dag vegna brunaæfingarinnar. Inn í göngunum var hermt eftir slysi þar sem slökkviliðsmenn frá Slökkviliði Akureyrar og Slökkviliði Þingeyjarsveitar, slökkviliðunum beggja megin við göngin, þurftu að bregðast hratt og örugglega við. Búnar sérútbúnum bílum Báðar sveitir eru búnar sérútbúnum bílum fyrir slökkistarf í jarðgöngum og nýttust þeir vel í dag. Bílarnir eru meðal annars vopnaðir hitamyndavélum sem komu sér vel í dag, þar sem nýr æfingarbúnaður dældi þykkum og miklum reyk inn í göngunum. Sérútbúinn slökkvibíll Slökkviliðsins á Akureyri nýttist vel í æfingunni í dag.Vísir/Tryggvi Svo þykkur var reykurinn að blaðamaður sem var viðstaddur æfinguna í göngunum í dag sá á köflum varla í hendurnar á sér. Fjallað var um æfinguna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Þar sem að reykurinn var þykkastur þar sjáum við svo til ekki neitt, þá þurftum við að keyra eftir þessum hitamyndavélum. Þetta eru aðstæðurnar sem við þurfum að æfa okkur og getum lent í,“ segir Ólafur Stefánsson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðsins á Akureyri. Hægt að líkja eftir raunverulegum aðstæðum á auðveldari máta Umræddur búnaður var keyptur af Vegagerðinni og stendur til að prófa hann í jarðgöngum um allt land á næstu misserum. Með honum er hægt að herma eftir raunverulegum aðstæðum á auðveldari máta en áður. Ólafur Stefánsson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðsins á Akureyri, leggur línurnar áður en æfingin hófst í morgun.Vísir/Tryggvi. „Það er stóra málið í þessu, að þurfa ekki lengur að vera að æfa viðbragð við eldi í jarðgöngum með því að vera að kveikja eld ofan í göngunum eins og við höfum gert fram að þessu. Nú erum við með umhverfisvænan reyk með reykvélum, með ljósum, gasbrennurum og hátölurum og dóti,“ segir Ólafur. Eina leiðin er að æfa Öllu er þessu stýrt með nýjustu tækni. Búnaðurinn sem um ræðir er glænýr og hefur aldrei áður verið notaður á Íslandi. Það kom því ekki á óvart aðsnlökkviliðsmenn hvaðanæva af landinu komu til að fylgjast grannt með æfingunni. Svona æfingar geta skipt sköpum á ef reynir. Tólf reykvélar sáu um að fylla Vaðlaheiðargöngin af þykkum reyk.Vísir/Tryggvi. „Útköllin eru fá en á svona æfingum kemur alltaf eitthvað upp á sem gera hefði mátt betur. Það er eina leiðin til þess að búa sig undir alvöru útkall, það er að æfa,“ segir Ólafur. Alls voru tekin þrjú rennsli á æfingunni í dag. Þegar fréttamaður ræddi við Ólaf var fyrsta rennslið nýafstaðið. Hvernig fannst þér ganga? „Mér fannst ganga mjög vel. Ég var mjög ánægður með frammistöðu viðbragðsaðila. Stóðu sig allir með prýði. Ég er ánægður með búnaðinn þannig að þetta er alltaf að ganga vel ennþá.“ Akureyri Slökkvilið Samgöngur Vaðlaheiðargöng Samgönguslys Tengdar fréttir Vaðlaheiðargöngunum lokað í fimm tíma vegna æfingar Vaðlaheiðargöngum verður lokað í dag á milli klukkan tíu og fimmtán vegna æfingar á viðbragði við umferðarslysi og reyk í göngunum. Nýr æfingarbúnaður verður notaður í fyrsta skipti hér á landi við æfinguna. 13. september 2022 08:46 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Sjá meira
Vaðlaheiðargöngunum var lokað í um fimm tíma í dag vegna brunaæfingarinnar. Inn í göngunum var hermt eftir slysi þar sem slökkviliðsmenn frá Slökkviliði Akureyrar og Slökkviliði Þingeyjarsveitar, slökkviliðunum beggja megin við göngin, þurftu að bregðast hratt og örugglega við. Búnar sérútbúnum bílum Báðar sveitir eru búnar sérútbúnum bílum fyrir slökkistarf í jarðgöngum og nýttust þeir vel í dag. Bílarnir eru meðal annars vopnaðir hitamyndavélum sem komu sér vel í dag, þar sem nýr æfingarbúnaður dældi þykkum og miklum reyk inn í göngunum. Sérútbúinn slökkvibíll Slökkviliðsins á Akureyri nýttist vel í æfingunni í dag.Vísir/Tryggvi Svo þykkur var reykurinn að blaðamaður sem var viðstaddur æfinguna í göngunum í dag sá á köflum varla í hendurnar á sér. Fjallað var um æfinguna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Þar sem að reykurinn var þykkastur þar sjáum við svo til ekki neitt, þá þurftum við að keyra eftir þessum hitamyndavélum. Þetta eru aðstæðurnar sem við þurfum að æfa okkur og getum lent í,“ segir Ólafur Stefánsson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðsins á Akureyri. Hægt að líkja eftir raunverulegum aðstæðum á auðveldari máta Umræddur búnaður var keyptur af Vegagerðinni og stendur til að prófa hann í jarðgöngum um allt land á næstu misserum. Með honum er hægt að herma eftir raunverulegum aðstæðum á auðveldari máta en áður. Ólafur Stefánsson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðsins á Akureyri, leggur línurnar áður en æfingin hófst í morgun.Vísir/Tryggvi. „Það er stóra málið í þessu, að þurfa ekki lengur að vera að æfa viðbragð við eldi í jarðgöngum með því að vera að kveikja eld ofan í göngunum eins og við höfum gert fram að þessu. Nú erum við með umhverfisvænan reyk með reykvélum, með ljósum, gasbrennurum og hátölurum og dóti,“ segir Ólafur. Eina leiðin er að æfa Öllu er þessu stýrt með nýjustu tækni. Búnaðurinn sem um ræðir er glænýr og hefur aldrei áður verið notaður á Íslandi. Það kom því ekki á óvart aðsnlökkviliðsmenn hvaðanæva af landinu komu til að fylgjast grannt með æfingunni. Svona æfingar geta skipt sköpum á ef reynir. Tólf reykvélar sáu um að fylla Vaðlaheiðargöngin af þykkum reyk.Vísir/Tryggvi. „Útköllin eru fá en á svona æfingum kemur alltaf eitthvað upp á sem gera hefði mátt betur. Það er eina leiðin til þess að búa sig undir alvöru útkall, það er að æfa,“ segir Ólafur. Alls voru tekin þrjú rennsli á æfingunni í dag. Þegar fréttamaður ræddi við Ólaf var fyrsta rennslið nýafstaðið. Hvernig fannst þér ganga? „Mér fannst ganga mjög vel. Ég var mjög ánægður með frammistöðu viðbragðsaðila. Stóðu sig allir með prýði. Ég er ánægður með búnaðinn þannig að þetta er alltaf að ganga vel ennþá.“
Akureyri Slökkvilið Samgöngur Vaðlaheiðargöng Samgönguslys Tengdar fréttir Vaðlaheiðargöngunum lokað í fimm tíma vegna æfingar Vaðlaheiðargöngum verður lokað í dag á milli klukkan tíu og fimmtán vegna æfingar á viðbragði við umferðarslysi og reyk í göngunum. Nýr æfingarbúnaður verður notaður í fyrsta skipti hér á landi við æfinguna. 13. september 2022 08:46 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Sjá meira
Vaðlaheiðargöngunum lokað í fimm tíma vegna æfingar Vaðlaheiðargöngum verður lokað í dag á milli klukkan tíu og fimmtán vegna æfingar á viðbragði við umferðarslysi og reyk í göngunum. Nýr æfingarbúnaður verður notaður í fyrsta skipti hér á landi við æfinguna. 13. september 2022 08:46