Samsæringur skaut eiginkonu sína, dóttur og hund Samúel Karl Ólason skrifar 12. september 2022 09:09 Lögreglan telur mögulegt að maðurinn hafi ætlað sér að myrða fleiri þegar hann var skotinn til bana af lögregluþjónum. Getty Bandarískur maður var skotinn til bana af lögregluþjónum eftir að hann skaut eiginkonu sína, dóttur og hund. Dóttir hans lifði árásina af og hringdi á lögregluna en þegar lögregluþjóna bar að garði skiptist maður á skotum við þá og var skotinn til bana. Sonur mannsins og dóttir hans sem lifði af segja hann hafa átt við geðræna vandamál að stríða og að hann hafi sogast í hringiðu Qanon samsæriskenninga. Fjölskyldan bjó í bænum Walled Lake, nærri Detroit, en um klukkan fjögur í gærmorgun barst Neyðarlínunni símtal frá Rachel Lanis (25) sem sagði föður sinn, Igor Lanis (53) hafa skotið hana og móður hennar, Tinu Lanis (56). Dóttirin gat ekki gefið upp nákvæmt heimilisfang en þegar lögregluþjónar komu í hverfið heyrðu þeir skothljóð úr nálægu húsi. Þeir sáu Igor Lanis koma út úr húsinu með haglabyssu og skaut hann á lögregluþjónana, áður en þeir skutu hann til bana. Lögreglan segir Igor hafa verið með bíllykil á sér og hann hafi líklega ætlað sér að fara eitthvað. Michael Bouchard, fógeti, telur að lögregluþjónar hafi komið í veg fyrir að Igor hafi myrt fleiri. Detroit News segir Tinu hafa verið skotna fjórum sinnum með skammbyssu og að Rachel hafi verið skotin með haglabyssu í bakið og fæturna. Hún sé í stöðugu ástandi á sjúkrahúsi. Önnur dóttir hjónanna, Rebecca Lanis, ræddi við miðilinn og sagði föður sinn hafa átt við geðræna vandamál og að undanfarin ár hafi hann versnað verulega. Hann hafi fylgst náið með samsæriskenningum í kjölfar forsetakosninganna í Bandaríkjunum 2020. Meðal annars hafi hann fallið í hringiðu Qanon samsæriskenninga og samsæriskenninga um bóluefni. Rebecca, sem var í afmælisveislu þegar ódæðið átti sér stað, skrifaði um það á Reddit, áður en það varð opinbert, og gerði hún þá á undirsíðunni QAnonCasualties, þar sem aðstandendur samsæringa ræða mál fjölskyldumeðlima sinna sem aðhyllast samsæriskenningar. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Samsæringur myrti börn sín til að bjarga heiminum Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa ákært fertugan mann fyrir að myrða tvö börn sín með spjótbyssu. Maðurinn sagðist hafa gert það til að bjarga heiminum eftir að hann fékk hugljómun byggða á samsæriskenningum. 12. ágúst 2021 16:19 Q-liðar á krossgötum: Engin herlög og engar fjöldahandtökur Í þrjú ár hafa Qanon-liðar staðið í þeirri trú að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafi háð leynilega baráttu gegn djöfladýrkandi Demókrötum og meðlimum elítunnar svokölluðu sem níðast á börnum og drekka blóð þeirra til að halda sér ungum. 21. janúar 2021 12:29 Öfgamenn áberandi í árásinni á þinghúsið Þeir fjölmörgu óeirðaseggir sem brutu sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna til að stöðva staðfestingu niðurstaða forsetakosninganna í nóvember í gærkvöldi eiga það flestir sameiginlegt að vera stuðningsmenn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. 7. janúar 2021 15:11 Twitter bannar fylgjendur fjarstæðukenndrar samsæriskenningar um Trump Fleiri en sjö þúsund Twitter-reikningum sem tengjast fjarstæðukenndri samsæriskenningu af hægri vængnum um Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur verið eytt. 22. júlí 2020 11:59 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Sjá meira
Sonur mannsins og dóttir hans sem lifði af segja hann hafa átt við geðræna vandamál að stríða og að hann hafi sogast í hringiðu Qanon samsæriskenninga. Fjölskyldan bjó í bænum Walled Lake, nærri Detroit, en um klukkan fjögur í gærmorgun barst Neyðarlínunni símtal frá Rachel Lanis (25) sem sagði föður sinn, Igor Lanis (53) hafa skotið hana og móður hennar, Tinu Lanis (56). Dóttirin gat ekki gefið upp nákvæmt heimilisfang en þegar lögregluþjónar komu í hverfið heyrðu þeir skothljóð úr nálægu húsi. Þeir sáu Igor Lanis koma út úr húsinu með haglabyssu og skaut hann á lögregluþjónana, áður en þeir skutu hann til bana. Lögreglan segir Igor hafa verið með bíllykil á sér og hann hafi líklega ætlað sér að fara eitthvað. Michael Bouchard, fógeti, telur að lögregluþjónar hafi komið í veg fyrir að Igor hafi myrt fleiri. Detroit News segir Tinu hafa verið skotna fjórum sinnum með skammbyssu og að Rachel hafi verið skotin með haglabyssu í bakið og fæturna. Hún sé í stöðugu ástandi á sjúkrahúsi. Önnur dóttir hjónanna, Rebecca Lanis, ræddi við miðilinn og sagði föður sinn hafa átt við geðræna vandamál og að undanfarin ár hafi hann versnað verulega. Hann hafi fylgst náið með samsæriskenningum í kjölfar forsetakosninganna í Bandaríkjunum 2020. Meðal annars hafi hann fallið í hringiðu Qanon samsæriskenninga og samsæriskenninga um bóluefni. Rebecca, sem var í afmælisveislu þegar ódæðið átti sér stað, skrifaði um það á Reddit, áður en það varð opinbert, og gerði hún þá á undirsíðunni QAnonCasualties, þar sem aðstandendur samsæringa ræða mál fjölskyldumeðlima sinna sem aðhyllast samsæriskenningar.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Samsæringur myrti börn sín til að bjarga heiminum Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa ákært fertugan mann fyrir að myrða tvö börn sín með spjótbyssu. Maðurinn sagðist hafa gert það til að bjarga heiminum eftir að hann fékk hugljómun byggða á samsæriskenningum. 12. ágúst 2021 16:19 Q-liðar á krossgötum: Engin herlög og engar fjöldahandtökur Í þrjú ár hafa Qanon-liðar staðið í þeirri trú að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafi háð leynilega baráttu gegn djöfladýrkandi Demókrötum og meðlimum elítunnar svokölluðu sem níðast á börnum og drekka blóð þeirra til að halda sér ungum. 21. janúar 2021 12:29 Öfgamenn áberandi í árásinni á þinghúsið Þeir fjölmörgu óeirðaseggir sem brutu sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna til að stöðva staðfestingu niðurstaða forsetakosninganna í nóvember í gærkvöldi eiga það flestir sameiginlegt að vera stuðningsmenn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. 7. janúar 2021 15:11 Twitter bannar fylgjendur fjarstæðukenndrar samsæriskenningar um Trump Fleiri en sjö þúsund Twitter-reikningum sem tengjast fjarstæðukenndri samsæriskenningu af hægri vængnum um Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur verið eytt. 22. júlí 2020 11:59 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Sjá meira
Samsæringur myrti börn sín til að bjarga heiminum Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa ákært fertugan mann fyrir að myrða tvö börn sín með spjótbyssu. Maðurinn sagðist hafa gert það til að bjarga heiminum eftir að hann fékk hugljómun byggða á samsæriskenningum. 12. ágúst 2021 16:19
Q-liðar á krossgötum: Engin herlög og engar fjöldahandtökur Í þrjú ár hafa Qanon-liðar staðið í þeirri trú að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafi háð leynilega baráttu gegn djöfladýrkandi Demókrötum og meðlimum elítunnar svokölluðu sem níðast á börnum og drekka blóð þeirra til að halda sér ungum. 21. janúar 2021 12:29
Öfgamenn áberandi í árásinni á þinghúsið Þeir fjölmörgu óeirðaseggir sem brutu sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna til að stöðva staðfestingu niðurstaða forsetakosninganna í nóvember í gærkvöldi eiga það flestir sameiginlegt að vera stuðningsmenn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. 7. janúar 2021 15:11
Twitter bannar fylgjendur fjarstæðukenndrar samsæriskenningar um Trump Fleiri en sjö þúsund Twitter-reikningum sem tengjast fjarstæðukenndri samsæriskenningu af hægri vængnum um Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur verið eytt. 22. júlí 2020 11:59