Þjóðarsorg þar til sjö daga eftir útför drottningarinnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. september 2022 08:38 Almenningur syrgir fráfall drottningarinnar. Getty/Hesther Ng Buckingham höll hefur tilkynnt að Karl konungur sé búinn að taka ákvörðun um að þjóðarsorg muni ríkja frá deginum í dag þar til sjö daga eftir útför Elísabetar annarrar Bretadrottningar. Konungurinn mun að öllum líkindum samþykkja áætlanir fyrir útför Elísabetar í dag en dagsetning hefur ekki verið ákveðin. Útfarardagur drottningarinnar verður opinber frídagur. Allir opinberir fánar hafa nú verið dregnir í hálfa stöng og leiðbeiningar hafa verið sendar út um að hringja kirkjuklukkum á hádegi. Þá verður hleypt af 96 skotum í Hyde Park og víðar, einu sinni fyrir hvert ár sem drottningin lifði. Karl mun halda til Lundúna frá Balmoral í dag þar sem hann mun meðal annars funda með Liz Truss forsætisráðherra Bretlands. Hann mun að öllum líkindum einnig samþykkja áætlanir fyrir útför Elísabetar. Síðdegis eða undir kvöld mun Karl ávarpa þjóðina en ávarpið verður tekið upp fyrirfram. Þá munu ráðherrar sækja minningarathöfn í dómkirkju Sankti Páls í Lundúnum. Hvað gerist næstu daga? Karl varð konungur um leið og Elísabet lést en gera má ráð fyrir að formleg yfirlýsing þess efnis verði gefin út á morgun. Eiginleg krýningarhátíð mun hins vegar ekki eiga sér stað fyrir en eftir einhverja mánuði eða jafnvel ár. Karl mun koma fyrir embættistökunefnd Bretlands í höll Sankti James í Lundúnum á morgun, sem mun lýsa hann konung. Í nefndinni eru háttsettir þingmenn, bæði núverandi og fyrrverandi, háttsettir embættismenn, landstjórar ríkja Breska sambandsveldisins og borgarstjóri Lundúna. Meira en sjö hundruð eiga rétt á að mæta í athöfnina en vegna lítils fyrirvara er líklegt að þeir verði mun færri. Þegar Elísabet mætti fyrir nefndina árið 1952 mættu um tvö hundruð. Jarðneskum leifum drottningarinnar verður komið fyrir í kistu og flutt í Holyrood-höll skammt frá Edinborg á morgun. Þá er gert ráð fyrir líkfylgd um Konunglegu míluna í Edinborg, sem endar í St. Giles dómkirkjunni. Þar mun fara fram einhvers konar kistulagning eða minningarathöfn fyrir konungsfjölskylduna áður en fólki gefst kostur á að koma þar inn og votta drottningunni virðingu sína. Sólarhring síðar er ráðgert að flogið verði með hana til Lundúna. Fyrsti viðkomustaður verður Buckingham höll en þaðan verður líkfylgd að Westminster, þar sem fram fer minningarathöfn. Ráðgert er að hún verði þar í nokkra daga svo fólk geti vottað henni virðingu sína. Útförin fer fram í Westminster Abbey dómkirkjunni í Lundúnum. Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Bretland England Skotland Kóngafólk Elísabet II Bretadrottning Karl III Bretakonungur Tengdar fréttir Karl og Anna ein hjá Elísabetu þegar hún lést Eftir að fréttir bárust í gærmorgun um hrakandi heilsu Elísabetar Bretadrottningar flýttu fjölskyldumeðlimir hennar sér til Balmoral í Skotlandi til að vera við hlið hennar. Einungis Karl og Anna, tvö af fjórum börnum hennar, voru hjá henni þegar hún lést. 9. september 2022 07:50 Gerði allt vitlaust með að segja að svart fólk ætti ekki að syrgja drottninguna Trevor Sinclair, fyrrverandi landsliðsmaður Englands í fótbolta, var harðlega gagnrýndur fyrir ummæli sín um að fólk sem er dökkt á hörund ætti ekki að syrgja Elísabetu II Bretadrottningu sem féll frá í gær, 96 ára að aldri. 9. september 2022 07:30 Vaktin: Stór dagur framundan í Bretlandi Elísabet II Bretadrottning lést í gær, 96 ára að aldri, í faðmi fjölskyldu sinnar í Balmoral kastala í Skotlandi. Karl sonur hennar er nú orðinn konungur Bretlands en hann mun ávarpa þjóð sína í fyrsta sinn sem konungur hennar í dag. 9. september 2022 07:15 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira
Konungurinn mun að öllum líkindum samþykkja áætlanir fyrir útför Elísabetar í dag en dagsetning hefur ekki verið ákveðin. Útfarardagur drottningarinnar verður opinber frídagur. Allir opinberir fánar hafa nú verið dregnir í hálfa stöng og leiðbeiningar hafa verið sendar út um að hringja kirkjuklukkum á hádegi. Þá verður hleypt af 96 skotum í Hyde Park og víðar, einu sinni fyrir hvert ár sem drottningin lifði. Karl mun halda til Lundúna frá Balmoral í dag þar sem hann mun meðal annars funda með Liz Truss forsætisráðherra Bretlands. Hann mun að öllum líkindum einnig samþykkja áætlanir fyrir útför Elísabetar. Síðdegis eða undir kvöld mun Karl ávarpa þjóðina en ávarpið verður tekið upp fyrirfram. Þá munu ráðherrar sækja minningarathöfn í dómkirkju Sankti Páls í Lundúnum. Hvað gerist næstu daga? Karl varð konungur um leið og Elísabet lést en gera má ráð fyrir að formleg yfirlýsing þess efnis verði gefin út á morgun. Eiginleg krýningarhátíð mun hins vegar ekki eiga sér stað fyrir en eftir einhverja mánuði eða jafnvel ár. Karl mun koma fyrir embættistökunefnd Bretlands í höll Sankti James í Lundúnum á morgun, sem mun lýsa hann konung. Í nefndinni eru háttsettir þingmenn, bæði núverandi og fyrrverandi, háttsettir embættismenn, landstjórar ríkja Breska sambandsveldisins og borgarstjóri Lundúna. Meira en sjö hundruð eiga rétt á að mæta í athöfnina en vegna lítils fyrirvara er líklegt að þeir verði mun færri. Þegar Elísabet mætti fyrir nefndina árið 1952 mættu um tvö hundruð. Jarðneskum leifum drottningarinnar verður komið fyrir í kistu og flutt í Holyrood-höll skammt frá Edinborg á morgun. Þá er gert ráð fyrir líkfylgd um Konunglegu míluna í Edinborg, sem endar í St. Giles dómkirkjunni. Þar mun fara fram einhvers konar kistulagning eða minningarathöfn fyrir konungsfjölskylduna áður en fólki gefst kostur á að koma þar inn og votta drottningunni virðingu sína. Sólarhring síðar er ráðgert að flogið verði með hana til Lundúna. Fyrsti viðkomustaður verður Buckingham höll en þaðan verður líkfylgd að Westminster, þar sem fram fer minningarathöfn. Ráðgert er að hún verði þar í nokkra daga svo fólk geti vottað henni virðingu sína. Útförin fer fram í Westminster Abbey dómkirkjunni í Lundúnum.
Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Bretland England Skotland Kóngafólk Elísabet II Bretadrottning Karl III Bretakonungur Tengdar fréttir Karl og Anna ein hjá Elísabetu þegar hún lést Eftir að fréttir bárust í gærmorgun um hrakandi heilsu Elísabetar Bretadrottningar flýttu fjölskyldumeðlimir hennar sér til Balmoral í Skotlandi til að vera við hlið hennar. Einungis Karl og Anna, tvö af fjórum börnum hennar, voru hjá henni þegar hún lést. 9. september 2022 07:50 Gerði allt vitlaust með að segja að svart fólk ætti ekki að syrgja drottninguna Trevor Sinclair, fyrrverandi landsliðsmaður Englands í fótbolta, var harðlega gagnrýndur fyrir ummæli sín um að fólk sem er dökkt á hörund ætti ekki að syrgja Elísabetu II Bretadrottningu sem féll frá í gær, 96 ára að aldri. 9. september 2022 07:30 Vaktin: Stór dagur framundan í Bretlandi Elísabet II Bretadrottning lést í gær, 96 ára að aldri, í faðmi fjölskyldu sinnar í Balmoral kastala í Skotlandi. Karl sonur hennar er nú orðinn konungur Bretlands en hann mun ávarpa þjóð sína í fyrsta sinn sem konungur hennar í dag. 9. september 2022 07:15 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira
Karl og Anna ein hjá Elísabetu þegar hún lést Eftir að fréttir bárust í gærmorgun um hrakandi heilsu Elísabetar Bretadrottningar flýttu fjölskyldumeðlimir hennar sér til Balmoral í Skotlandi til að vera við hlið hennar. Einungis Karl og Anna, tvö af fjórum börnum hennar, voru hjá henni þegar hún lést. 9. september 2022 07:50
Gerði allt vitlaust með að segja að svart fólk ætti ekki að syrgja drottninguna Trevor Sinclair, fyrrverandi landsliðsmaður Englands í fótbolta, var harðlega gagnrýndur fyrir ummæli sín um að fólk sem er dökkt á hörund ætti ekki að syrgja Elísabetu II Bretadrottningu sem féll frá í gær, 96 ára að aldri. 9. september 2022 07:30
Vaktin: Stór dagur framundan í Bretlandi Elísabet II Bretadrottning lést í gær, 96 ára að aldri, í faðmi fjölskyldu sinnar í Balmoral kastala í Skotlandi. Karl sonur hennar er nú orðinn konungur Bretlands en hann mun ávarpa þjóð sína í fyrsta sinn sem konungur hennar í dag. 9. september 2022 07:15