Vaktin: Syrgir móður sína ásamt heimsbyggðinni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir, Atli Ísleifsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 9. september 2022 07:15 Fylgst með ávarpi konungs. AP/John Walton Elísabet II Bretadrottning lést í gær, 96 ára að aldri, í faðmi fjölskyldu sinnar í Balmoral kastala í Skotlandi. Karl sonur hennar er nú orðinn konungur Bretlands en hann mun ávarpa þjóð sína í fyrsta sinn sem konungur hennar í dag. Komið er að veigamiklum kaflaskiptum hjá Breska sambandsveldinu. Karl tekur við embætti móður sinnar, sem var einn farsælasti þjóðhöfðingi sögunnar og bíður hans risavaxið verk. Margir hafa leitt að því líkum að aðildarríki Breska sambandsveldisins muni nú gera tilraun til að fá fullt sjálfstæði frá bresku krúnunni. Í fyrsta sinn hefur dómari í sakamáladómstólnum Old Bailey í Lundúnum hafið aðalmeðferð í máli undir flaggi nýs konungs. Þetta skrifar Dominic Casciani blaðamaður breska ríkisútvarpsins. Hann segir að dómstjórinn hafi lesið upp: „Allir þeir sem hafa eitthvað fram að færa fyrir dóminum þá nálgast dómarar konungsins við aðalsakadómstólinn. Guð blessi konunginn.“ Þetta er fyrsta skipti í sjötíu ár sem upphafsorð dómsathafnar beinast að konungi og með andláti drottningarinnnar breytist þjóðsöngurinn sömuleiðis úr kveðju til drottningar yfir í kveðju til konungs. Karl III mun halda ávarpa bresku þjóðina í fyrsta sinn sem konungur Bretlands í dag klukkan 17. Hægt verður að fylgjast með ávarpinu í beinni útsendingu í fréttinni hér fyrir neðan. Margt verður um að vera í dag og munum við að sjálfsögðu fylgjast með framvindunni í vaktinni á Vísi.
Komið er að veigamiklum kaflaskiptum hjá Breska sambandsveldinu. Karl tekur við embætti móður sinnar, sem var einn farsælasti þjóðhöfðingi sögunnar og bíður hans risavaxið verk. Margir hafa leitt að því líkum að aðildarríki Breska sambandsveldisins muni nú gera tilraun til að fá fullt sjálfstæði frá bresku krúnunni. Í fyrsta sinn hefur dómari í sakamáladómstólnum Old Bailey í Lundúnum hafið aðalmeðferð í máli undir flaggi nýs konungs. Þetta skrifar Dominic Casciani blaðamaður breska ríkisútvarpsins. Hann segir að dómstjórinn hafi lesið upp: „Allir þeir sem hafa eitthvað fram að færa fyrir dóminum þá nálgast dómarar konungsins við aðalsakadómstólinn. Guð blessi konunginn.“ Þetta er fyrsta skipti í sjötíu ár sem upphafsorð dómsathafnar beinast að konungi og með andláti drottningarinnnar breytist þjóðsöngurinn sömuleiðis úr kveðju til drottningar yfir í kveðju til konungs. Karl III mun halda ávarpa bresku þjóðina í fyrsta sinn sem konungur Bretlands í dag klukkan 17. Hægt verður að fylgjast með ávarpinu í beinni útsendingu í fréttinni hér fyrir neðan. Margt verður um að vera í dag og munum við að sjálfsögðu fylgjast með framvindunni í vaktinni á Vísi.
Bretland Andlát Elísabetar II Bretadrottningar England Skotland Elísabet II Bretadrottning Karl III Bretakonungur Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Sjá meira