Íslenskt vinnuumhverfi er ekki jafnréttisparadís Dagný Aradóttir Pind skrifar 9. september 2022 08:01 Í mörg ár hefur verið klifað á þeirri hugmynd að Ísland sé jafnréttisparadís. Á dögunum birtist okkur enn önnur sprungan á þeirri ímynd og í þetta skiptið var hún ansi stór. Þriðjungur kvenna á íslenskum vinnumarkaði hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi á vinnustað einhvern tímann á lífsleiðinni. Þetta kom fram í stórri rannsókn um umfang áreitni og ofbeldis gegn konum á íslenskum vinnumarkaði. Niðurstöðurnar voru birtar í tímaritinu Lancet. Rannsóknin er hluti af Áfallasögu kvenna sem er tímamótarannsókn. Þar fengu allar konur á Íslandi sem skilja íslensku tækifæri til að taka þátt í rannsókn þar sem þær voru spurðar út í margs konar reynslu sína á lífsleiðinni. Niðurstöðurnar í þeim hluta rannsóknarinnar sem snýr að kynferðislegu ofbeldi eða áreitni á vinnustað eru sláandi en stærsta rannsóknin sem áður hafði verið gerð á Íslandi sýndi að 4% kvenna hafði orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi á núverandi vinnustað. Þolendur yfirgefa vinnustaði eftir brot BSRB tekur þessar niðurstöður alvarlega og telur að nú þurfi bæði stjórnvöld og vinnustaðir að taka fast á málaflokknum og útrýma þessum faraldri kynferðisofbeldis og áreitni í vinnuumhverfinu. Rót þessarar meinsemdar er misrétti og valdaójafnvægi kynjanna. Þetta kunna að vera óþægilegar niðurstöður, en fyrir þau sem hafa starfað í málaflokknum koma þær ekki á óvart. Samtök launafólks hafa til dæmis lengi vitað að flest svona mál enda þannig að þolandi yfirgefur vinnustaðinn, en gerandinn heldur áfram störfum og fátt breytist í vinnuumhverfinu. Það skýrir þennan mikla mun á fjölda þeirra sem segjast verða fyrir áreitni/ofbeldi á núverandi vinnustað og þeirra sem fyrir því verða einhvern tímann á lífsleiðinni. Ábyrgð vinnustaða - vinnustaðamenning Samkvæmt lögum bera vinnustaðir ábyrgð á vinnuumhverfi. Birtingarmyndir áreitni og ofbeldis geta verið með orðum, hegðun eða táknrænum hætti og samkvæmt jafnréttis- og vinnuverndarlögum skiptir ekki máli hver birtingarmyndin er, öll kynferðisleg áreitni og ofbeldi er bannað. Upplifun fólks getur verið mismunandi en lögin eru skýr: upplifun þess sem fyrir hegðuninni verður sker úr um hvort um áreitni eða ofbeldi sé að ræða. Það er ekki annarra en manneskjunnar sem verður fyrir áreitni/ofbeldi að skilgreina það. BSRB leggur ríka áherslu á að stjórnvöld og atvinnurekendur vinni markvisst að jafnrétti með því að tryggja jöfn tækifæri og jafna meðferð fólks á vinnumarkaði. Vinnustaðir hafa ýmsar skyldur sem er nokkuð auðvelt að uppfylla. Ein þeirra er að setja verkferla og hafa úrræði ef mál koma upp. Áhersla hefur verið lögð á slíkar aðgerðir síðustu ár og mörg fyrirtæki og stofnanir hafa vissulega tekið sig á í þessum efnum. En það er ekki nóg og atvinnurekendur verða að leggja meira á sig. Vinnustaðamenningin er afgerandi þáttur í því hvernig konum líður á vinnustað og hvort þær treysta sér til að leita þeirra úrræða sem eru í boði innan vinnustaðarins. Stjórnendur verða að gefa afgerandi skilaboð um að áreitni og ofbeldi líðist ekki í vinnuumhverfinu. Ef upp kemur minnsti grunur eiga stjórnendur að bregðast við. Það er hluti af því að búa til öruggt vinnuumhverfi og góða vinnustaðamenningu. Ef konur skynja að ekki sé tekið hart á málum, til dæmis ef gert er lítið úr upplifun einnar konu í einu máli og henni ekki trúað, smitast það út í vinnustaðamenninguna. BSRB hefur einnig gert þá kröfu að þolendur eigi rétt á að sækja sér á vinnutíma þau úrræði sem þau kjósa til að vinna úr afleiðingum ofbeldis, til dæmis sálfræðiþjónustu. Fræðsla um birtingarmyndir áreitni og ofbeldis og úrræði sem vinnustaðurinn býður upp á er einnig lykilatriði. Við vitum að aðgerðir og skýr skilaboð skila árangri í öryggi á vinnustöðum. Hér má nefna aðgerðir gegn líkamstjóni og dauðaslysum vegna vinnu. Mörg fyrirtæki hafa með góðum árangri rekið svokallað núll-slysastefnu sem hefur haft sjáanleg áhrif á fjölda alvarlegra slysa. Hvers vegna grípa atvinnurekendur ekki til sambærilegra aðgerða til að vernda þolendur áreitni og ofbeldis? Nú er tækifærið og BSRB mun halda áfram að berjast fyrir heilsusamlegu vinnuumhverfi fyrir okkur öll. Dagný Aradóttir Pind, lögfræðingur BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagný Aradóttir Pind Jafnréttismál Vinnumarkaður Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Í mörg ár hefur verið klifað á þeirri hugmynd að Ísland sé jafnréttisparadís. Á dögunum birtist okkur enn önnur sprungan á þeirri ímynd og í þetta skiptið var hún ansi stór. Þriðjungur kvenna á íslenskum vinnumarkaði hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi á vinnustað einhvern tímann á lífsleiðinni. Þetta kom fram í stórri rannsókn um umfang áreitni og ofbeldis gegn konum á íslenskum vinnumarkaði. Niðurstöðurnar voru birtar í tímaritinu Lancet. Rannsóknin er hluti af Áfallasögu kvenna sem er tímamótarannsókn. Þar fengu allar konur á Íslandi sem skilja íslensku tækifæri til að taka þátt í rannsókn þar sem þær voru spurðar út í margs konar reynslu sína á lífsleiðinni. Niðurstöðurnar í þeim hluta rannsóknarinnar sem snýr að kynferðislegu ofbeldi eða áreitni á vinnustað eru sláandi en stærsta rannsóknin sem áður hafði verið gerð á Íslandi sýndi að 4% kvenna hafði orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi á núverandi vinnustað. Þolendur yfirgefa vinnustaði eftir brot BSRB tekur þessar niðurstöður alvarlega og telur að nú þurfi bæði stjórnvöld og vinnustaðir að taka fast á málaflokknum og útrýma þessum faraldri kynferðisofbeldis og áreitni í vinnuumhverfinu. Rót þessarar meinsemdar er misrétti og valdaójafnvægi kynjanna. Þetta kunna að vera óþægilegar niðurstöður, en fyrir þau sem hafa starfað í málaflokknum koma þær ekki á óvart. Samtök launafólks hafa til dæmis lengi vitað að flest svona mál enda þannig að þolandi yfirgefur vinnustaðinn, en gerandinn heldur áfram störfum og fátt breytist í vinnuumhverfinu. Það skýrir þennan mikla mun á fjölda þeirra sem segjast verða fyrir áreitni/ofbeldi á núverandi vinnustað og þeirra sem fyrir því verða einhvern tímann á lífsleiðinni. Ábyrgð vinnustaða - vinnustaðamenning Samkvæmt lögum bera vinnustaðir ábyrgð á vinnuumhverfi. Birtingarmyndir áreitni og ofbeldis geta verið með orðum, hegðun eða táknrænum hætti og samkvæmt jafnréttis- og vinnuverndarlögum skiptir ekki máli hver birtingarmyndin er, öll kynferðisleg áreitni og ofbeldi er bannað. Upplifun fólks getur verið mismunandi en lögin eru skýr: upplifun þess sem fyrir hegðuninni verður sker úr um hvort um áreitni eða ofbeldi sé að ræða. Það er ekki annarra en manneskjunnar sem verður fyrir áreitni/ofbeldi að skilgreina það. BSRB leggur ríka áherslu á að stjórnvöld og atvinnurekendur vinni markvisst að jafnrétti með því að tryggja jöfn tækifæri og jafna meðferð fólks á vinnumarkaði. Vinnustaðir hafa ýmsar skyldur sem er nokkuð auðvelt að uppfylla. Ein þeirra er að setja verkferla og hafa úrræði ef mál koma upp. Áhersla hefur verið lögð á slíkar aðgerðir síðustu ár og mörg fyrirtæki og stofnanir hafa vissulega tekið sig á í þessum efnum. En það er ekki nóg og atvinnurekendur verða að leggja meira á sig. Vinnustaðamenningin er afgerandi þáttur í því hvernig konum líður á vinnustað og hvort þær treysta sér til að leita þeirra úrræða sem eru í boði innan vinnustaðarins. Stjórnendur verða að gefa afgerandi skilaboð um að áreitni og ofbeldi líðist ekki í vinnuumhverfinu. Ef upp kemur minnsti grunur eiga stjórnendur að bregðast við. Það er hluti af því að búa til öruggt vinnuumhverfi og góða vinnustaðamenningu. Ef konur skynja að ekki sé tekið hart á málum, til dæmis ef gert er lítið úr upplifun einnar konu í einu máli og henni ekki trúað, smitast það út í vinnustaðamenninguna. BSRB hefur einnig gert þá kröfu að þolendur eigi rétt á að sækja sér á vinnutíma þau úrræði sem þau kjósa til að vinna úr afleiðingum ofbeldis, til dæmis sálfræðiþjónustu. Fræðsla um birtingarmyndir áreitni og ofbeldis og úrræði sem vinnustaðurinn býður upp á er einnig lykilatriði. Við vitum að aðgerðir og skýr skilaboð skila árangri í öryggi á vinnustöðum. Hér má nefna aðgerðir gegn líkamstjóni og dauðaslysum vegna vinnu. Mörg fyrirtæki hafa með góðum árangri rekið svokallað núll-slysastefnu sem hefur haft sjáanleg áhrif á fjölda alvarlegra slysa. Hvers vegna grípa atvinnurekendur ekki til sambærilegra aðgerða til að vernda þolendur áreitni og ofbeldis? Nú er tækifærið og BSRB mun halda áfram að berjast fyrir heilsusamlegu vinnuumhverfi fyrir okkur öll. Dagný Aradóttir Pind, lögfræðingur BSRB.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun