„Hefur verið draumur síðan maður var lítill pjakkur í ÍA“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. september 2022 09:31 Hákon Arnar Haraldsson í baráttunni við Raphael Guerreiro fyrr í vikunni. Joachim Bywaletz/Getty Images „Það var náttúrulega bara ótrúleg tilfinning að koma inn í svona stórum leik, hvað þá í Meistaradeildinni. Hefur verið draumur síðan maður var lítill pjakkur í ÍA. Þetta var bara ótrúlegt,“ sagði Hákon Arnar Haraldsson um innkomu sína í leik Borussia Dortmund og FC Kaupmannahafnar á þriðjudaginn var. Með því varð Hákon Arnar fimmtándi Íslendingurinn til að spila í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Reikna má með að leikirnir og mínúturnar verði fleiri en þetta var fyrsti leikurinn í riðlinum. Verkefnin verða ekkert auðveldari en FCK en liðið mætir Sevilla næst áður en það heimsækir Englandsmeistara Manchester City. „Þetta voru ekki úrslitin sem við vildum fá. Það er ekkert sérstakt að tapa 3-0 en að mér þá er ég mjög glaður hvað ég fæ mikið traust í liðinu. Þetta er alveg risaklúbbur í Skandinavíu og það er mikil pressa á að standa sig. Þeir gefa mér mikið traust og ég er mjög þakklátur að fá traustið í svona stórum leik,“ sagði Hákon Arnar en hann spilaði hálftíma gegn Dortmund ytra. „Ég myndi segja að það sé aðeins auðveldara að gíra sig upp fyrir Meistaradeildina. Þetta er náttúrulega stærsta sviðið sem maður getur verið á. Maður verður líka að gíra sig upp fyrir deildina, það er það sem kom okkur í þangað (í Meistaradeildina), að vinna deildina.“ „Markmiðið er alltaf að fara áfram en það er ekkert auðvelt. Við erum með mjög sterkum liðum í riðli en ef maður setur ekki markmiðið að fara áfram getur maður alveg eins sleppt því að vera með. Væntingarnar eru kannski ekki alveg að fara áfram, þær eru að enda allavega í 3. sæti og fara þá í Evrópudeildina. Við viljum alltaf fara áfram, það er alltaf markmiðið.“ „Mig langaði að fá Man City, París Saint-Germian, Barcelona eða Real Madríd en það var smá sjokk að vera allt í einu að fara spila á móti City með leikmenn eins og Kevin De Bruyne og Erling Braut Håland. Hin tvö liðin eru líka mjög stór og góð lið. Ég var mjög sáttur með riðilinn, ef maður getur sagt það,“ sagði Skagamaðurinn ungi um væntingar sínar fyrir dráttinn en æskuvinur hans og samherji Ísak Bergmann Jóhannesson var vægast sagt orðlaus er ljóst var hvaða liðum FCK myndi mæta. „Hann er ótrúlegur. Ég veit ekki alveg hvernig við eigum að fara að því að stoppa hann, það verður eitthvað,“ sagði Hákon Arnar um norska undrið Håland. Aðspurður að endingu með hverjum hann héldi í ensku úrvalsdeildinni þá sagist Hákon Arnar styðja Manchester United svo það væri einkar skemmtilegt að mæta nágrönnum þeirra í Man City. Viðtalið má sjá í heild sinni hér að neðan. Klippa: Hákon Arnar um að spila í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Fleiri fréttir Enn tapa Albert og félagar Nottingham Forest - Manchester City | Mæta City-menn þungir til leiks? Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Sjá meira
Með því varð Hákon Arnar fimmtándi Íslendingurinn til að spila í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Reikna má með að leikirnir og mínúturnar verði fleiri en þetta var fyrsti leikurinn í riðlinum. Verkefnin verða ekkert auðveldari en FCK en liðið mætir Sevilla næst áður en það heimsækir Englandsmeistara Manchester City. „Þetta voru ekki úrslitin sem við vildum fá. Það er ekkert sérstakt að tapa 3-0 en að mér þá er ég mjög glaður hvað ég fæ mikið traust í liðinu. Þetta er alveg risaklúbbur í Skandinavíu og það er mikil pressa á að standa sig. Þeir gefa mér mikið traust og ég er mjög þakklátur að fá traustið í svona stórum leik,“ sagði Hákon Arnar en hann spilaði hálftíma gegn Dortmund ytra. „Ég myndi segja að það sé aðeins auðveldara að gíra sig upp fyrir Meistaradeildina. Þetta er náttúrulega stærsta sviðið sem maður getur verið á. Maður verður líka að gíra sig upp fyrir deildina, það er það sem kom okkur í þangað (í Meistaradeildina), að vinna deildina.“ „Markmiðið er alltaf að fara áfram en það er ekkert auðvelt. Við erum með mjög sterkum liðum í riðli en ef maður setur ekki markmiðið að fara áfram getur maður alveg eins sleppt því að vera með. Væntingarnar eru kannski ekki alveg að fara áfram, þær eru að enda allavega í 3. sæti og fara þá í Evrópudeildina. Við viljum alltaf fara áfram, það er alltaf markmiðið.“ „Mig langaði að fá Man City, París Saint-Germian, Barcelona eða Real Madríd en það var smá sjokk að vera allt í einu að fara spila á móti City með leikmenn eins og Kevin De Bruyne og Erling Braut Håland. Hin tvö liðin eru líka mjög stór og góð lið. Ég var mjög sáttur með riðilinn, ef maður getur sagt það,“ sagði Skagamaðurinn ungi um væntingar sínar fyrir dráttinn en æskuvinur hans og samherji Ísak Bergmann Jóhannesson var vægast sagt orðlaus er ljóst var hvaða liðum FCK myndi mæta. „Hann er ótrúlegur. Ég veit ekki alveg hvernig við eigum að fara að því að stoppa hann, það verður eitthvað,“ sagði Hákon Arnar um norska undrið Håland. Aðspurður að endingu með hverjum hann héldi í ensku úrvalsdeildinni þá sagist Hákon Arnar styðja Manchester United svo það væri einkar skemmtilegt að mæta nágrönnum þeirra í Man City. Viðtalið má sjá í heild sinni hér að neðan. Klippa: Hákon Arnar um að spila í Meistaradeild Evrópu
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Fleiri fréttir Enn tapa Albert og félagar Nottingham Forest - Manchester City | Mæta City-menn þungir til leiks? Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Sjá meira