Ná vonandi að opna við Hagamel fyrir helgi Bjarki Sigurðsson skrifar 7. september 2022 11:29 Indican mun opna við Hagamel þar sem Plútó Pizza var áður til húsa. Vísir/Kolbeinn Tumi Undirbúningur fyrir opnun indverska veitingastaðarins Indican við Hagamel er á lokametrunum. Eigandinn vonast eftir því að geta opnað fyrir helgi og hlakkar til að bætast við í Vesturbæjarflóruna. Útibú veitingastaðarins Indican í Mathöll Höfða lokaði í mars síðastliðnum og fór eigandi staðarins strax í leit að nýju húsnæði. Hann segir bás þeirra í mathöllinni ekki hafa hentað nægilega vel. „Sú mathöll var ekki alveg að gera það sem við vonuðumst eftir þannig við ákváðum að leggja þann stað niður og planið var alltaf að finna aðra staðsetningu. Þetta er vörumerki og matur sem á helling inni. Maturinn er góður en staðsetningin hentaði ekki,“ segir Valgeir Gunnlaugsson, eigandi Indican, í samtali við fréttastofu. Ná vonandi að opna fyrir helgi Undirbúningur fyrir opnunina er á lokametrunum en einungis á eftir að fara yfir leyfismál með borginni. Valgeir vonast þó til þess að allt náist fyrir helgi þó erfitt sé að segja til hvenær allt dettur í gegn. Hann segist hlakka til að geta þjónustað Vesturbæinga, en eitt af því sem heillaði hann mest við Hagamel var hversu lítið úrval væri af þjónustu í hverfinu. „Það er ekkert miðað við hvað þetta er stórt svæði og mikið af fólki sem býr þarna í kring. Það er ekki úr miklu að velja og okkur fannst heillandi að verða að hverfisstað, geta þjónustað Vesturbæinga, Seltirninga og þá sem búa í nágrenninu vel,“ segir Valgeir. Nýir réttir á matseðlinum Búið er að breyta merki staðarins en þrátt fyrir einhverjar breytingar verður matseðill staðarins nánast sá sami, nema með fleiri réttum. Ný staðsetning opnar á fjölda möguleika fyrir Indican og því megi kalla opnunina nýtt upphaf. „Það er pláss fyrir þennan mat á markaðnum á Íslandi og við sjáum tækifæri í því í framtíðinni en til að byrja með erum við bara að einbeita okkur að þessum stað. Okkur langar að fara að þjónusta fyrirtæki og hópa, við náum því léttilega á þessari staðsetningu þar sem við erum með svo flott bakeldhús. Það eru hinir og þessir möguleikar sem opnast við þennan flutning. Við erum farin að geta gert hluti sem við gátum ekki gert áður,“ segir Valgeir. Reykjavík Matur Veitingastaðir Tengdar fréttir Plútó Pizzu lokað eftir tæplega tveggja ára rekstur Pítserían Plútó Pizza við Hagamel lokaði í dag eftir tæplega tveggja ára starfsemi. Fyrrum eigandi staðarins segist vera að snúa sér að öðru og því hafi hann selt reksturinn. Nýr eigandi hyggst breyta starfseminni. 18. júní 2022 22:03 Mest lesið Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Sjá meira
Útibú veitingastaðarins Indican í Mathöll Höfða lokaði í mars síðastliðnum og fór eigandi staðarins strax í leit að nýju húsnæði. Hann segir bás þeirra í mathöllinni ekki hafa hentað nægilega vel. „Sú mathöll var ekki alveg að gera það sem við vonuðumst eftir þannig við ákváðum að leggja þann stað niður og planið var alltaf að finna aðra staðsetningu. Þetta er vörumerki og matur sem á helling inni. Maturinn er góður en staðsetningin hentaði ekki,“ segir Valgeir Gunnlaugsson, eigandi Indican, í samtali við fréttastofu. Ná vonandi að opna fyrir helgi Undirbúningur fyrir opnunina er á lokametrunum en einungis á eftir að fara yfir leyfismál með borginni. Valgeir vonast þó til þess að allt náist fyrir helgi þó erfitt sé að segja til hvenær allt dettur í gegn. Hann segist hlakka til að geta þjónustað Vesturbæinga, en eitt af því sem heillaði hann mest við Hagamel var hversu lítið úrval væri af þjónustu í hverfinu. „Það er ekkert miðað við hvað þetta er stórt svæði og mikið af fólki sem býr þarna í kring. Það er ekki úr miklu að velja og okkur fannst heillandi að verða að hverfisstað, geta þjónustað Vesturbæinga, Seltirninga og þá sem búa í nágrenninu vel,“ segir Valgeir. Nýir réttir á matseðlinum Búið er að breyta merki staðarins en þrátt fyrir einhverjar breytingar verður matseðill staðarins nánast sá sami, nema með fleiri réttum. Ný staðsetning opnar á fjölda möguleika fyrir Indican og því megi kalla opnunina nýtt upphaf. „Það er pláss fyrir þennan mat á markaðnum á Íslandi og við sjáum tækifæri í því í framtíðinni en til að byrja með erum við bara að einbeita okkur að þessum stað. Okkur langar að fara að þjónusta fyrirtæki og hópa, við náum því léttilega á þessari staðsetningu þar sem við erum með svo flott bakeldhús. Það eru hinir og þessir möguleikar sem opnast við þennan flutning. Við erum farin að geta gert hluti sem við gátum ekki gert áður,“ segir Valgeir.
Reykjavík Matur Veitingastaðir Tengdar fréttir Plútó Pizzu lokað eftir tæplega tveggja ára rekstur Pítserían Plútó Pizza við Hagamel lokaði í dag eftir tæplega tveggja ára starfsemi. Fyrrum eigandi staðarins segist vera að snúa sér að öðru og því hafi hann selt reksturinn. Nýr eigandi hyggst breyta starfseminni. 18. júní 2022 22:03 Mest lesið Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Sjá meira
Plútó Pizzu lokað eftir tæplega tveggja ára rekstur Pítserían Plútó Pizza við Hagamel lokaði í dag eftir tæplega tveggja ára starfsemi. Fyrrum eigandi staðarins segist vera að snúa sér að öðru og því hafi hann selt reksturinn. Nýr eigandi hyggst breyta starfseminni. 18. júní 2022 22:03
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent