Bandaríkin segja Rússa kaupa vopn frá Norður-Kóreu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. september 2022 07:23 Rússar eru sagðir hafa keypt fjölda vopna frá Norður-Kóreu. EPA-EFE/YURI KOCHETKOV Samkvæmt nýrri skýrslu frá leyniþjónustu Bandaríkjanna hafa yfirvöld í Moskvu keypt vopn fyrir milljónir dala frá Norður-Kóreu. Samkvæmt skýrslunni hafa Rússar notað bæði eldflaugar og sprengjur frá Norður-Kóreumönnum. Opinberir starfsmenn bandarísku leyniþjónustunnar staðfestu þetta í samtali við New York Times, sem greinir frá, og bættu við að búist sé við því að Rússar muni halda vopnaviðskiptum áfram við Norður-Kóreu. Þetta eru ekki fyrstu fréttirnar um vafasöm vopnakaup Rússa undanfarið en nýlega var greint frá því í fjölmiðlum að grunur sé um að Rússar séu farnir að nota dróna frá Íran. „Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur fest kaup á milljónum eldflauga og sprengja frá Norður-Kóreu til þess að nota í stríðinu í Úkraínu,“ sagði starfsmaður leyniþjónustunnar í skriflegu svari við fyrirspurn New York Times. Að sögn starfsmannsins benda vopnakaupin til þess að rússneski herinn sé enn þjakaður af hergagnaskorti í Úkraínu. Rússar hafa átt erfitt með ýmis konar framleiðslu undanfarna mánuði vegna hrávöruskorts, meðal annars vegna þeirra viðskiptaþvingana sem Vestræn ríki hafa beitt Rússa undanfarna mánuði. Það hefur haft áhrif á framleiðslu hergagna í Rússlandi. Fram kemur í frétt Times að bandarískir leyniþjónustustarfsmenn telji kaupin benda til þess að viðskiptaþvinganir Vesturlanda séu farnar að hafa áhrif á Rússa og draga úr mætti þeirra til þess að viðhalda stríðsrekstri í Úkraínu. Eins og áður segir kom nýlega fram að Rússar hafi fest kaup á írönskum drónum og notað þá í Úkraínu en starfsmaður bandarísku leyniþjónustunnar sagði í samtali við Reuters fyrir um mánuði að drónarnir hafi ekki reynst vel og bilað ítrekað. Rússar séu þó líklegir til að festa kaup á hundruðum Mohajer-6 og Shahed drónum. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Norður-Kórea Hernaður Tengdar fréttir Fresta atkvæðagreiðslu um innlimun Kherson Rússar hafa ákveðið að fresta atkvæðagreiðslu um innlimun Kherson af „öryggisástæðum“. Til stóð að efna til eins konar atkvæðagreiðslu á meðal íbúa hinnar hernumdu borgar Kherson sem er í suðurhluta Ukraínu um hvort borgin eigi að tilheyra Rússlandi. 5. september 2022 16:28 Lokað á Novaya Gazeta í Rússlandi Dómstóll í Rússlandi hefur svipt Novaya Gazeta, einn af síðustu frjálsu fjölmiðlum Rússlands, starfsleyfinu. Blaðið verður því að hætta allri sinni starfsemi í Rússlandi. 5. september 2022 12:16 Segir kveðjuathöfn Gorbatsjov hafa verið virðulega og viðeigandi Sendiherra Íslands í Rússlandi, Árni Þór Sigurðsson var viðstaddur kveðjuathöfn sem haldin var í gær til heiðurs Míkhaíl Gorbatsjov sem lést nú á dögunum, 91 árs. Árni segir athöfnina hafa verið virðulega og viðeigandi. 4. september 2022 10:26 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sjá meira
Opinberir starfsmenn bandarísku leyniþjónustunnar staðfestu þetta í samtali við New York Times, sem greinir frá, og bættu við að búist sé við því að Rússar muni halda vopnaviðskiptum áfram við Norður-Kóreu. Þetta eru ekki fyrstu fréttirnar um vafasöm vopnakaup Rússa undanfarið en nýlega var greint frá því í fjölmiðlum að grunur sé um að Rússar séu farnir að nota dróna frá Íran. „Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur fest kaup á milljónum eldflauga og sprengja frá Norður-Kóreu til þess að nota í stríðinu í Úkraínu,“ sagði starfsmaður leyniþjónustunnar í skriflegu svari við fyrirspurn New York Times. Að sögn starfsmannsins benda vopnakaupin til þess að rússneski herinn sé enn þjakaður af hergagnaskorti í Úkraínu. Rússar hafa átt erfitt með ýmis konar framleiðslu undanfarna mánuði vegna hrávöruskorts, meðal annars vegna þeirra viðskiptaþvingana sem Vestræn ríki hafa beitt Rússa undanfarna mánuði. Það hefur haft áhrif á framleiðslu hergagna í Rússlandi. Fram kemur í frétt Times að bandarískir leyniþjónustustarfsmenn telji kaupin benda til þess að viðskiptaþvinganir Vesturlanda séu farnar að hafa áhrif á Rússa og draga úr mætti þeirra til þess að viðhalda stríðsrekstri í Úkraínu. Eins og áður segir kom nýlega fram að Rússar hafi fest kaup á írönskum drónum og notað þá í Úkraínu en starfsmaður bandarísku leyniþjónustunnar sagði í samtali við Reuters fyrir um mánuði að drónarnir hafi ekki reynst vel og bilað ítrekað. Rússar séu þó líklegir til að festa kaup á hundruðum Mohajer-6 og Shahed drónum.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Norður-Kórea Hernaður Tengdar fréttir Fresta atkvæðagreiðslu um innlimun Kherson Rússar hafa ákveðið að fresta atkvæðagreiðslu um innlimun Kherson af „öryggisástæðum“. Til stóð að efna til eins konar atkvæðagreiðslu á meðal íbúa hinnar hernumdu borgar Kherson sem er í suðurhluta Ukraínu um hvort borgin eigi að tilheyra Rússlandi. 5. september 2022 16:28 Lokað á Novaya Gazeta í Rússlandi Dómstóll í Rússlandi hefur svipt Novaya Gazeta, einn af síðustu frjálsu fjölmiðlum Rússlands, starfsleyfinu. Blaðið verður því að hætta allri sinni starfsemi í Rússlandi. 5. september 2022 12:16 Segir kveðjuathöfn Gorbatsjov hafa verið virðulega og viðeigandi Sendiherra Íslands í Rússlandi, Árni Þór Sigurðsson var viðstaddur kveðjuathöfn sem haldin var í gær til heiðurs Míkhaíl Gorbatsjov sem lést nú á dögunum, 91 árs. Árni segir athöfnina hafa verið virðulega og viðeigandi. 4. september 2022 10:26 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sjá meira
Fresta atkvæðagreiðslu um innlimun Kherson Rússar hafa ákveðið að fresta atkvæðagreiðslu um innlimun Kherson af „öryggisástæðum“. Til stóð að efna til eins konar atkvæðagreiðslu á meðal íbúa hinnar hernumdu borgar Kherson sem er í suðurhluta Ukraínu um hvort borgin eigi að tilheyra Rússlandi. 5. september 2022 16:28
Lokað á Novaya Gazeta í Rússlandi Dómstóll í Rússlandi hefur svipt Novaya Gazeta, einn af síðustu frjálsu fjölmiðlum Rússlands, starfsleyfinu. Blaðið verður því að hætta allri sinni starfsemi í Rússlandi. 5. september 2022 12:16
Segir kveðjuathöfn Gorbatsjov hafa verið virðulega og viðeigandi Sendiherra Íslands í Rússlandi, Árni Þór Sigurðsson var viðstaddur kveðjuathöfn sem haldin var í gær til heiðurs Míkhaíl Gorbatsjov sem lést nú á dögunum, 91 árs. Árni segir athöfnina hafa verið virðulega og viðeigandi. 4. september 2022 10:26