Eimskip fær ekki að áfrýja til Hæstaréttar Árni Sæberg og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 6. september 2022 07:38 Hæstiréttur mun ekki taka mál Eimskipafélagsins fyrir. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur hafnað áfrýjunarbeiðni Eimskipafélags Íslands í CFC-málinu svokallaða. Félagið tilkynnti í gær að málinu væri þar með lokið og að niðurstaðan hefði engin áhrif til gjalda eða greiðslu. Málið snerist um endurákvörðun yfirskattanefndar og ríkisskattstjóra á gjöldum Eimskips fyrir gjaldárin 2014 og 2015 á grundvelli reglna um svokölluð CFC-félög. Reglurnar kveða á um að innlendum eigendum erlendra félaga, sjóða eða stofnana sem staðsett eru á lágskattasvæðum, CFC-félaga, beri að greiða skatt vegna hagnaðar sem myndast hjá lögaðilanum og ekki hefur verið úthlutað til eigenda CFC-félagsins. Gjöld Eimskips voru endurákveðin vegna hagnaðar félaga í lágskattaríkinu Antígva og Barbúda sem eru í eigu P/f Faroe ship, sem er alfarið í eigu Eimskipafélagsins. P/f Faroe ship stunduðu þurrleigu á skipum í eyríkjunum. Deilt var um hvort Eimskip hafi átt að skila CFC-skýrslu vegna starfsemi P/f Faroe í Karíbahafinu og telja hagnaðinn til tekna í skattskilum sínum. Tekjur P/f Faroe hækkuðu um rúman milljarð árið 2014 og um rúmar 387 milljónir króna árið 2015. Fram kemur í dómi Landsréttar að stofn til tekjuskatts hafi þar af leiðandi orðið 97 milljónir í stað yfirfæranlegs 159 milljóna króna taps og seinna árið 285 milljóna yfirfæranlegt tap. Krafðist Skatturinn þess að Eimskip greiddi rúmar 24 milljónir króna í skatt auk vaxta. Eimskip byggði aðalkröfu sína á því að hagnaður P/f Faroe ship í Antígva og Barbúda ætti ekki að teljast Eimskipi til hagnaðar þar sem P/f Ship sætti eðlilegri skattlagningu í Færeyjum. Eignarhald dótturfélagsins á skipum í Antígva og Barbúda fæli ekki í sér skattasniðgöngu, hvorki á Íslandi né annars staðar. Ekkert umræddra skipa hafi veirð í eigu íslensks félags eða verið skráð á íslenska skipaskrá. Héraðsdómur dæmdi íslenska ríkinu í vil og Landsréttur staðfesti þann dóm í júní síðastliðnum. Eimskip skrifaði í fréttatilkynningu til Kauphallarinnar í gær að málinu sé lokið að niðurstaðan hefði engin áhrif til gjalda eða greiðslu og málskostnaður fyrir héraðsdómi og Landsrétti hafi verið látinn niður falla. Skattar og tollar Færeyjar Sjávarútvegur Dómsmál Antígva og Barbúda Eimskip Skipaflutningar Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Dómur kveðinn upp í Gufunesmálinu Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Sjá meira
Málið snerist um endurákvörðun yfirskattanefndar og ríkisskattstjóra á gjöldum Eimskips fyrir gjaldárin 2014 og 2015 á grundvelli reglna um svokölluð CFC-félög. Reglurnar kveða á um að innlendum eigendum erlendra félaga, sjóða eða stofnana sem staðsett eru á lágskattasvæðum, CFC-félaga, beri að greiða skatt vegna hagnaðar sem myndast hjá lögaðilanum og ekki hefur verið úthlutað til eigenda CFC-félagsins. Gjöld Eimskips voru endurákveðin vegna hagnaðar félaga í lágskattaríkinu Antígva og Barbúda sem eru í eigu P/f Faroe ship, sem er alfarið í eigu Eimskipafélagsins. P/f Faroe ship stunduðu þurrleigu á skipum í eyríkjunum. Deilt var um hvort Eimskip hafi átt að skila CFC-skýrslu vegna starfsemi P/f Faroe í Karíbahafinu og telja hagnaðinn til tekna í skattskilum sínum. Tekjur P/f Faroe hækkuðu um rúman milljarð árið 2014 og um rúmar 387 milljónir króna árið 2015. Fram kemur í dómi Landsréttar að stofn til tekjuskatts hafi þar af leiðandi orðið 97 milljónir í stað yfirfæranlegs 159 milljóna króna taps og seinna árið 285 milljóna yfirfæranlegt tap. Krafðist Skatturinn þess að Eimskip greiddi rúmar 24 milljónir króna í skatt auk vaxta. Eimskip byggði aðalkröfu sína á því að hagnaður P/f Faroe ship í Antígva og Barbúda ætti ekki að teljast Eimskipi til hagnaðar þar sem P/f Ship sætti eðlilegri skattlagningu í Færeyjum. Eignarhald dótturfélagsins á skipum í Antígva og Barbúda fæli ekki í sér skattasniðgöngu, hvorki á Íslandi né annars staðar. Ekkert umræddra skipa hafi veirð í eigu íslensks félags eða verið skráð á íslenska skipaskrá. Héraðsdómur dæmdi íslenska ríkinu í vil og Landsréttur staðfesti þann dóm í júní síðastliðnum. Eimskip skrifaði í fréttatilkynningu til Kauphallarinnar í gær að málinu sé lokið að niðurstaðan hefði engin áhrif til gjalda eða greiðslu og málskostnaður fyrir héraðsdómi og Landsrétti hafi verið látinn niður falla.
Skattar og tollar Færeyjar Sjávarútvegur Dómsmál Antígva og Barbúda Eimskip Skipaflutningar Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Dómur kveðinn upp í Gufunesmálinu Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Sjá meira