Segir nauðsynlegt að efla íslenskukennslu fyrir innflytjendur Ellen Geirsdóttir Håkansson og Snorri Másson skrifa 4. september 2022 00:22 Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus, kenndi íslenska málfræði við Háskóla Íslands í meira en 30 ár. Vísir/Arnar Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir erlent vinnuafl nauðsynlegt til þess að sinna megi þeim stöfum sem skapist þegar þjóðin eldist og færri verða á vinnumarkaði. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði segir bráðnauðsynlegt að efla íslenskukennslu fyrir þá sem komi erlendis frá til landsins og vilji vinna. Hann hafi áhyggjur af íslensku máli. Eiríkur segir möguleika á því að vinnumarkaðurinn skiptist í tvennt og láglaunastörf skapist þar sem fólk kunni ekki íslensku en enska verði aðal samskiptamálið. Á meðan verði Íslendingar í betur launuðum störfum. „En þeir munu samt náttúrulega þurfa að nota ensku mjög mikið til samskiptum við aðra, við þetta erlenda vinnuafl ofan á þá ensku sem þegar er notuð. Þannig að ég held það sé alveg ljóst að ef við viljum halda íslenskunni áfram þá verðum við að gera eitthvað,“ segir Eiríkur. Hann segir bráðnauðsynlegt að efla íslenskukennsluna fyrir innflytjendur og bjóða þurfi upp á meira og betra kennsluefni ásamt námskeiðum. „Það verður að gera fólki kleift að stunda íslenskunám á vinnutíma og svo framvegis,“ segir Eiríkur. Hann segir ýmislegt hægt að gera fyrir fólk sem komi til landsins til þess að vinna í styttri tíma eða fólk sem bara nenni hreinlega ekki að læra jafn erfitt tungumál og íslenskuna. „Það er hægt að vera með svona starfstengd nám þar sem að fólk lærir orðaforða sem tengist því sem að það er að vinna við, lærir ekki íslensku svona alveg fullkomlega. En svo þar fyrir utan þá er náttúrulega ljóst að enska er komin til að vera, hún verður áfram hluti af íslensku málsamfélagi og við þurfum að taka það til umræðu,“ segir Eiríkur. Ákveða þurfi hvar og í hvaða tilfellum enska sé töluð og hvar íslenskan verði að vera. Eiríkur segist bjartsýnn á að átak hvað þetta varðar fari í gang, en við eigum engan annan kost. „Ég bara treysti því vegna þess að ég held við eigum engan annan kost, ef við viljum virkilega halda í íslenskuna sem ég held að fólk vilji nú náttúrulega,“ segir Eiríkur að lokum. Viðtalið við Eirík má sjá í spilaranum hér að ofan en það hefst á 01:54 Innflytjendamál Íslenska á tækniöld Vinnumarkaður Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Sjá meira
Eiríkur segir möguleika á því að vinnumarkaðurinn skiptist í tvennt og láglaunastörf skapist þar sem fólk kunni ekki íslensku en enska verði aðal samskiptamálið. Á meðan verði Íslendingar í betur launuðum störfum. „En þeir munu samt náttúrulega þurfa að nota ensku mjög mikið til samskiptum við aðra, við þetta erlenda vinnuafl ofan á þá ensku sem þegar er notuð. Þannig að ég held það sé alveg ljóst að ef við viljum halda íslenskunni áfram þá verðum við að gera eitthvað,“ segir Eiríkur. Hann segir bráðnauðsynlegt að efla íslenskukennsluna fyrir innflytjendur og bjóða þurfi upp á meira og betra kennsluefni ásamt námskeiðum. „Það verður að gera fólki kleift að stunda íslenskunám á vinnutíma og svo framvegis,“ segir Eiríkur. Hann segir ýmislegt hægt að gera fyrir fólk sem komi til landsins til þess að vinna í styttri tíma eða fólk sem bara nenni hreinlega ekki að læra jafn erfitt tungumál og íslenskuna. „Það er hægt að vera með svona starfstengd nám þar sem að fólk lærir orðaforða sem tengist því sem að það er að vinna við, lærir ekki íslensku svona alveg fullkomlega. En svo þar fyrir utan þá er náttúrulega ljóst að enska er komin til að vera, hún verður áfram hluti af íslensku málsamfélagi og við þurfum að taka það til umræðu,“ segir Eiríkur. Ákveða þurfi hvar og í hvaða tilfellum enska sé töluð og hvar íslenskan verði að vera. Eiríkur segist bjartsýnn á að átak hvað þetta varðar fari í gang, en við eigum engan annan kost. „Ég bara treysti því vegna þess að ég held við eigum engan annan kost, ef við viljum virkilega halda í íslenskuna sem ég held að fólk vilji nú náttúrulega,“ segir Eiríkur að lokum. Viðtalið við Eirík má sjá í spilaranum hér að ofan en það hefst á 01:54
Innflytjendamál Íslenska á tækniöld Vinnumarkaður Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Sjá meira