„Monsúnrigning á sterum“ Samúel Karl Ólason skrifar 30. ágúst 2022 15:56 Söguleg rigning hefur skollið á Paksitan í sumar og er von á enn meiri riginginu á komandi vikum. AP/Zahid Hussain Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir Pakistan standa frammi fyrir „monsúnrigningu á sterum“. Tugir milljóna hafa orðið fyrir barðinu á miklum flóðum þar og er einn þriðji landsins sagður undir vatni, þó rigningarnar hafi hætt fyrir þremur dögum. Guterres opinberaði í dag að Sameinuðu þjóðirnar þyrftu 160 milljónir dala til að aðstoða Pakistan. Þá kallaði hann eftir hertum aðgerðum til að sporna gegn loftslagsbreytingum. „Hættum að ganga í svefni í átt að eyðileggingu plánetu okkar vegna loftslagsbreytinga. Í dag er það Pakistan. Á morgun gætu það verið ykkur lönd,“ sagði Gutteres í dag, samkvæmt AP fréttaveitunni. Rúmlega 33 milljónir Pakistana hafa orðið fyrir barðinu á flóðunum og er talið að þau hafi komið verulega niður á hagkerfi Pakistans, sem átti í erfiðleikum fyrir. Sjá einnig: Pakistanar kalla eftir aðstoð vegna gífurlegra flóða Minnst 1.150 hafa dáið í landinu vegna rigningarinnar og flóða frá því um miðjan júní. Meira en milljón heimili eru ónýt og flóðin hafa eyðilagt mikið af uppskeru landsins. Shahbaz Sharif, forsætisráðherra Pakistans, segir þetta verstu flóðin í sögu Pakistans. Eins og áður segir hefur lítið rignt í þrjá daga. Veðurfræðingar búast þó við meiri rigningu á komandi dögum. Rigna muni á svæðum sem eru þegar undir vatni og vara yfirvöld við því að það gæti haft verulega slæm áhrif. Flóðin hafa valdið gífurlegum skemmdum í Pakistan.AP/Sherin Zada Fólk skoðar rústir hótels sem hrundi í flóðum í þorpinu Kalam í Pakistan.AP/Sherin Zada Maður flytur þær eigur sem hann á eftir á fleka en hús hans fór undir vatn.AP/Fareed Khan Konur skoða hús sem skemmdist í flóðunum.AP/Fareed Khan Pakistan Loftslagsmál Náttúruhamfarir Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira
Guterres opinberaði í dag að Sameinuðu þjóðirnar þyrftu 160 milljónir dala til að aðstoða Pakistan. Þá kallaði hann eftir hertum aðgerðum til að sporna gegn loftslagsbreytingum. „Hættum að ganga í svefni í átt að eyðileggingu plánetu okkar vegna loftslagsbreytinga. Í dag er það Pakistan. Á morgun gætu það verið ykkur lönd,“ sagði Gutteres í dag, samkvæmt AP fréttaveitunni. Rúmlega 33 milljónir Pakistana hafa orðið fyrir barðinu á flóðunum og er talið að þau hafi komið verulega niður á hagkerfi Pakistans, sem átti í erfiðleikum fyrir. Sjá einnig: Pakistanar kalla eftir aðstoð vegna gífurlegra flóða Minnst 1.150 hafa dáið í landinu vegna rigningarinnar og flóða frá því um miðjan júní. Meira en milljón heimili eru ónýt og flóðin hafa eyðilagt mikið af uppskeru landsins. Shahbaz Sharif, forsætisráðherra Pakistans, segir þetta verstu flóðin í sögu Pakistans. Eins og áður segir hefur lítið rignt í þrjá daga. Veðurfræðingar búast þó við meiri rigningu á komandi dögum. Rigna muni á svæðum sem eru þegar undir vatni og vara yfirvöld við því að það gæti haft verulega slæm áhrif. Flóðin hafa valdið gífurlegum skemmdum í Pakistan.AP/Sherin Zada Fólk skoðar rústir hótels sem hrundi í flóðum í þorpinu Kalam í Pakistan.AP/Sherin Zada Maður flytur þær eigur sem hann á eftir á fleka en hús hans fór undir vatn.AP/Fareed Khan Konur skoða hús sem skemmdist í flóðunum.AP/Fareed Khan
Pakistan Loftslagsmál Náttúruhamfarir Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira