„Það gerir mig reiða að það sé verið að niðurlægja strákinn minn svona“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. ágúst 2022 19:13 Móðir ungs manns sem varð fyrir lífshættulegri stunguárás í miðborginni í vor segir nýfallinn dóm í málinu skammarlegan. Hún lítur á árásina sem manndrápstilraun og skorar á saksóknara að áfrýja til Landsréttar. Árásin var gerð fyrir utan skemmtistaðinn 203 Club við Ingólfstorg í mars. Meðal sönnunargagna í málinu voru myndbönd af árásinni sem birt voru í fjölmiðlum. Nú fyrir helgi var svo árásarmaðurinn, Daniel Zambrana Aquilar 23 ára, dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir stórfellda líkamsárás - og samverkamaður hlaut þriggja mánaða skilorð. Miskunnarlaus andlit árásarmannanna Daníel var hins vegar sýknaður af tilraun til manndráps. Bjarnheiði Öldu Lárusdóttur, móður unga mannsins sem ráðist var á, blöskrar sú niðurstaða. Hún lítur á árásina sem hreina manndrápstilraun. „Við sjáum andlitin á þeim. Og þeir eru miskunnarlausir í andlitinu. Þeir eru ekkert að fara að stoppa. Það er bara rosalegt að horfa á þetta. Það er mjög erfitt. Og maður horfir á þetta með trega,“ segir Bjarnheiður Alda. „Það var bara lukka að hann skyldi komast inn í sjúkrabíl. Og það var lukka líka að gangandi vegfarandi skyldi ná að stoppa og taka þá af honum.“ Viðtalið við Bjarnheiði Öldu í kvöldfréttum Stöðvar 2 má horfa á í spilaranum efst í fréttinni. Bolurinn sem sonur Bjarnheiðar Öldu klæddist þegar ráðist var á hann. „Heldur ekki vatni“ Bjarnheiður Alda telur allt eins líklegt að árásin hefði annars gengið lengra. Og áverkar sonar hennar hafi verið lífshættulegir; hann var stunginn minnst sex sinnum í bakið með skrúfjárni, lungu hans féllu saman og hann var í hættu á að fá hjartaáfall. Þá bendir hún á að dómari hafi talið framburð árásarmanna ótrúverðugan. „En á sama tíma þá hlustar hann á annan þeirra segja að hann [árásarmaður] hafi ekki gert sér grein fyrir því að hann væri kannski að fara að drepa hann [son hennar]. Myrða hann. En það þarf mikið afl til að stinga í gegnum svona fóðraðan gallajakka eins og hann var í. Í gegnum skinnið á honum, sex sinnum eða oftar. Þetta heldur ekki vatni.“ Hún spyr hvaða skilaboð verið sé að senda út í samfélagið að veita árásarmönnunum ekki þyngri dóm. Hún skorar á saksóknara að áfrýja dómnum til Landsréttar. „Það gerir mig bara reiða að það sé verið að niðurlægja strákinn minn svona með þessum dómi.“ Reykjavík Dómsmál Næturlíf Líkamsárás við 203 Club Tengdar fréttir Tvö og hálft ár fyrir stunguárásina við 203 Club Daniel Zambrana Aquilar, 23 ára karlmaður, hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir alvarlega stunguárás fyrir utan skemmtistaðinn 203 Club við Ingólfstorg í Reykjavík í mars síðastliðnum. Bæði lungu fórnarlambsins féllu saman við árásina en fórnarlambið fékk fleiri áverka. Daniel stakk hann að minnsta kosti sex sinnum með skrúfjárni. 26. ágúst 2022 11:26 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Árásin var gerð fyrir utan skemmtistaðinn 203 Club við Ingólfstorg í mars. Meðal sönnunargagna í málinu voru myndbönd af árásinni sem birt voru í fjölmiðlum. Nú fyrir helgi var svo árásarmaðurinn, Daniel Zambrana Aquilar 23 ára, dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir stórfellda líkamsárás - og samverkamaður hlaut þriggja mánaða skilorð. Miskunnarlaus andlit árásarmannanna Daníel var hins vegar sýknaður af tilraun til manndráps. Bjarnheiði Öldu Lárusdóttur, móður unga mannsins sem ráðist var á, blöskrar sú niðurstaða. Hún lítur á árásina sem hreina manndrápstilraun. „Við sjáum andlitin á þeim. Og þeir eru miskunnarlausir í andlitinu. Þeir eru ekkert að fara að stoppa. Það er bara rosalegt að horfa á þetta. Það er mjög erfitt. Og maður horfir á þetta með trega,“ segir Bjarnheiður Alda. „Það var bara lukka að hann skyldi komast inn í sjúkrabíl. Og það var lukka líka að gangandi vegfarandi skyldi ná að stoppa og taka þá af honum.“ Viðtalið við Bjarnheiði Öldu í kvöldfréttum Stöðvar 2 má horfa á í spilaranum efst í fréttinni. Bolurinn sem sonur Bjarnheiðar Öldu klæddist þegar ráðist var á hann. „Heldur ekki vatni“ Bjarnheiður Alda telur allt eins líklegt að árásin hefði annars gengið lengra. Og áverkar sonar hennar hafi verið lífshættulegir; hann var stunginn minnst sex sinnum í bakið með skrúfjárni, lungu hans féllu saman og hann var í hættu á að fá hjartaáfall. Þá bendir hún á að dómari hafi talið framburð árásarmanna ótrúverðugan. „En á sama tíma þá hlustar hann á annan þeirra segja að hann [árásarmaður] hafi ekki gert sér grein fyrir því að hann væri kannski að fara að drepa hann [son hennar]. Myrða hann. En það þarf mikið afl til að stinga í gegnum svona fóðraðan gallajakka eins og hann var í. Í gegnum skinnið á honum, sex sinnum eða oftar. Þetta heldur ekki vatni.“ Hún spyr hvaða skilaboð verið sé að senda út í samfélagið að veita árásarmönnunum ekki þyngri dóm. Hún skorar á saksóknara að áfrýja dómnum til Landsréttar. „Það gerir mig bara reiða að það sé verið að niðurlægja strákinn minn svona með þessum dómi.“
Reykjavík Dómsmál Næturlíf Líkamsárás við 203 Club Tengdar fréttir Tvö og hálft ár fyrir stunguárásina við 203 Club Daniel Zambrana Aquilar, 23 ára karlmaður, hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir alvarlega stunguárás fyrir utan skemmtistaðinn 203 Club við Ingólfstorg í Reykjavík í mars síðastliðnum. Bæði lungu fórnarlambsins féllu saman við árásina en fórnarlambið fékk fleiri áverka. Daniel stakk hann að minnsta kosti sex sinnum með skrúfjárni. 26. ágúst 2022 11:26 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Tvö og hálft ár fyrir stunguárásina við 203 Club Daniel Zambrana Aquilar, 23 ára karlmaður, hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir alvarlega stunguárás fyrir utan skemmtistaðinn 203 Club við Ingólfstorg í Reykjavík í mars síðastliðnum. Bæði lungu fórnarlambsins féllu saman við árásina en fórnarlambið fékk fleiri áverka. Daniel stakk hann að minnsta kosti sex sinnum með skrúfjárni. 26. ágúst 2022 11:26