Unga fólkið af svæðinu stendur vaktina í Kiðagili Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. ágúst 2022 20:30 Starfsfólk Kiðagils eru allt Íslendingar og allir úr sveitinni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Í Bárðardal í Suður – Þingeyjarsýslu er rekin ferðaþjónusta á Kiðagili þar sem systurnar í Svartárkoti og fjölskyldur þeirra sjá um reksturinn. Það hefur verið meira en nóg að gera í sumar og bókunarstaða er mjög góð fram á haust. Maturinn fyrir gesti kemur meira og minna allur úr sveitinni. Á Kiðagili er líka skemmtileg sýning um líf útilegumanna á Íslandi á árum áður og þar er líka hægt að fara inn í helli og upplifa smá útilegumannastemmingu. „Allt svona, sem er aðeins sjónrænt er náttúrulega bara meiri upplifun fyrir gesti okkar. Inni á gangi er fullt af upplýsingum um útilegumenn en hérna fær fólk að sjá hvernig þetta hefur hugsanlega litið út. Langflestar sögurnar eru um karla, þeir rændu sér konum og rændu sér börnum en Eyvindur og Halla eru náttúrlega par. Við segjumst stundum vera síðustu útilegumennirnir búandi við rætur Ódáðahrauns,“ segir Guðrún Sigríður Tryggvadóttir rekstraraðili á Kiðagili og hlær. Systurnar eru alsælar með ferðaþjónustuna á Kiðagili og eru hæstánægðar með hvað ferðamenn eru duglegir að heimsækja staðinn og gista þar í jafnvel nokkrar nætur. „Og síðan reynum við að skapa atvinnu fyrir heimafólk, við erum meira og minna með unga krakka og ungt fólk af svæðinu,“ segir Sigurlína Tryggvadóttir rekstraraðili á Kiðagili. Kiðagil er vinsæll ferðamannastaður, sem gaman er að heimsækja.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er líka bara algjör forréttindi að geta verið með svona stað og verðið með íslenskt starfsfólk,“ bætir Guðrún við. Daníel Róbert Magnússon er einn af starfsmönnunum. „Mér finnst skemmtilegast að vinna í eldhúsinu og elda. Ég er ekki góður í að búa um rúm og þannig, eldhúsið er minn staður,“ segir Daníel Róbert alsæll með vinnuna sína. Systurnar Sigurlína (t.v.) og Guðrún Sigríður, sem reka ferðaþjónustuna á Kiðagili með sínum fjölskyldum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þingeyjarsveit Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Sjá meira
Á Kiðagili er líka skemmtileg sýning um líf útilegumanna á Íslandi á árum áður og þar er líka hægt að fara inn í helli og upplifa smá útilegumannastemmingu. „Allt svona, sem er aðeins sjónrænt er náttúrulega bara meiri upplifun fyrir gesti okkar. Inni á gangi er fullt af upplýsingum um útilegumenn en hérna fær fólk að sjá hvernig þetta hefur hugsanlega litið út. Langflestar sögurnar eru um karla, þeir rændu sér konum og rændu sér börnum en Eyvindur og Halla eru náttúrlega par. Við segjumst stundum vera síðustu útilegumennirnir búandi við rætur Ódáðahrauns,“ segir Guðrún Sigríður Tryggvadóttir rekstraraðili á Kiðagili og hlær. Systurnar eru alsælar með ferðaþjónustuna á Kiðagili og eru hæstánægðar með hvað ferðamenn eru duglegir að heimsækja staðinn og gista þar í jafnvel nokkrar nætur. „Og síðan reynum við að skapa atvinnu fyrir heimafólk, við erum meira og minna með unga krakka og ungt fólk af svæðinu,“ segir Sigurlína Tryggvadóttir rekstraraðili á Kiðagili. Kiðagil er vinsæll ferðamannastaður, sem gaman er að heimsækja.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er líka bara algjör forréttindi að geta verið með svona stað og verðið með íslenskt starfsfólk,“ bætir Guðrún við. Daníel Róbert Magnússon er einn af starfsmönnunum. „Mér finnst skemmtilegast að vinna í eldhúsinu og elda. Ég er ekki góður í að búa um rúm og þannig, eldhúsið er minn staður,“ segir Daníel Róbert alsæll með vinnuna sína. Systurnar Sigurlína (t.v.) og Guðrún Sigríður, sem reka ferðaþjónustuna á Kiðagili með sínum fjölskyldum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Þingeyjarsveit Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Sjá meira