Hvenær kemur tíminn fyrir leik- og grunnskóla bæjarins ? Karólína Helga Símonardóttir skrifar 24. ágúst 2022 17:30 Á síðustu árum hefur verið mikil uppsöfnun á viðhaldsþörf skólahúsnæðis og skólalóða Hafnarfjarðarbæjar. Mikið af þessari uppsöfnuðu viðhaldsþörf er tilkomin vegna skorts á áherslum. Samkvæmt minnisblaði frá starfsmönnum eignaumsýslu Hafnarfjarðarbæjar sem tekið var saman í lok árs 2021, þá er viðhaldsþörf fyrir skólalóðir Hafnarfjarðarbæjar um 130 milljónir króna. Inn í þessa upphæð vantar leikskólalóðir og viðhaldsþörf fyrir leik- og grunnskólahúsnæði bæjarins. Fulltrúi Viðreisnar í fræðsluráði veltir fyrir sér hvort þessi mikilvægu húsnæði og skólalóðir í hinu barnvæna samfélagi Hafnarfjarðarbæjar séu alltaf að gleymast? Ítrekað virðist vera til fjármagn þegar kemur að þörfum íþróttafélaga er varðar viðhald og endurnýjun mannvirkja. Þegar það þarf að endurnýja gervigras, parket eða annað í íþróttahúsum bæjarins þá er ávallt til peningur eða búið að taka frá pening vegna framkvæmdaáætlunar. Á meðan liggja skólalóðir og skólahúsnæði bæjarins undir skemmdum. Það er komin mikil þörf á almennilegri innspýtingu fjármagns inn í viðhald skólahúsnæðis bæjarins og skólalóða. Ástandið er svo slæmt á sumum stöðum að skólalóðirnar eru nánast hættulegar. Þegar þessi umræða er tekin, þá er hún alltaf þögguð niður vegna þess það eigi ekki að bera sama epli og appelsínur að búið sé að eyrnamerkja ákveðið fjármagn í íþróttamannvirki til lengri tíma undir framkvæmdaáætlun ÍBH. Á fundi bæjarráðs þann 1. júlí sl. samþykkti meirihlutinn að verða við óskum íþróttafélags í bænum um að fá nýtt og dýrara hybrid-gervigras. Áætlaður kostnaður við grasið er um 105 milljónir, það er um 55 milljónum króna dýrara en áætlað var í endurnýjun á gervigrasi hjá þessu tiltekna íþróttafélagi. En hvaðan komu þessar 55 milljónir króna? Sá peningur kom frá viðhaldi á þaki Setbergsskóla. Það reyndist óskaplega heppilegt fyrir hugmyndir um nýja og dýrari tegund af gervigrasi að ekki þurfi að nýta allt það fjármagn sem búið var að áætla vegna viðhalds á þaki Setbergsskóla. Ekki það að það sé búið að laga þakið. En hvað þá ? Hefðu 50 milljónir ekki getað gert mikið fyrir eins og eina skólalóð eða í viðhaldi á öðru skólahúsnæði bæjarins? Hér sýnir sig vel hvar áherslur meirihlutans liggja. Fulltrúi Viðreisnar í Fræðsluráði mun leggja mikla áherslu í komandi fjárhagsáætlunarvinnu bæjarins á almennilegri innspýtingu fjármagns fyrir viðhaldi á leik- og grunnskóla húsnæði og leik- og grunnskóla lóðir bæjarins. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í Fræðsluráði Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Skóla - og menntamál Karólína Helga Símonardóttir Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Á síðustu árum hefur verið mikil uppsöfnun á viðhaldsþörf skólahúsnæðis og skólalóða Hafnarfjarðarbæjar. Mikið af þessari uppsöfnuðu viðhaldsþörf er tilkomin vegna skorts á áherslum. Samkvæmt minnisblaði frá starfsmönnum eignaumsýslu Hafnarfjarðarbæjar sem tekið var saman í lok árs 2021, þá er viðhaldsþörf fyrir skólalóðir Hafnarfjarðarbæjar um 130 milljónir króna. Inn í þessa upphæð vantar leikskólalóðir og viðhaldsþörf fyrir leik- og grunnskólahúsnæði bæjarins. Fulltrúi Viðreisnar í fræðsluráði veltir fyrir sér hvort þessi mikilvægu húsnæði og skólalóðir í hinu barnvæna samfélagi Hafnarfjarðarbæjar séu alltaf að gleymast? Ítrekað virðist vera til fjármagn þegar kemur að þörfum íþróttafélaga er varðar viðhald og endurnýjun mannvirkja. Þegar það þarf að endurnýja gervigras, parket eða annað í íþróttahúsum bæjarins þá er ávallt til peningur eða búið að taka frá pening vegna framkvæmdaáætlunar. Á meðan liggja skólalóðir og skólahúsnæði bæjarins undir skemmdum. Það er komin mikil þörf á almennilegri innspýtingu fjármagns inn í viðhald skólahúsnæðis bæjarins og skólalóða. Ástandið er svo slæmt á sumum stöðum að skólalóðirnar eru nánast hættulegar. Þegar þessi umræða er tekin, þá er hún alltaf þögguð niður vegna þess það eigi ekki að bera sama epli og appelsínur að búið sé að eyrnamerkja ákveðið fjármagn í íþróttamannvirki til lengri tíma undir framkvæmdaáætlun ÍBH. Á fundi bæjarráðs þann 1. júlí sl. samþykkti meirihlutinn að verða við óskum íþróttafélags í bænum um að fá nýtt og dýrara hybrid-gervigras. Áætlaður kostnaður við grasið er um 105 milljónir, það er um 55 milljónum króna dýrara en áætlað var í endurnýjun á gervigrasi hjá þessu tiltekna íþróttafélagi. En hvaðan komu þessar 55 milljónir króna? Sá peningur kom frá viðhaldi á þaki Setbergsskóla. Það reyndist óskaplega heppilegt fyrir hugmyndir um nýja og dýrari tegund af gervigrasi að ekki þurfi að nýta allt það fjármagn sem búið var að áætla vegna viðhalds á þaki Setbergsskóla. Ekki það að það sé búið að laga þakið. En hvað þá ? Hefðu 50 milljónir ekki getað gert mikið fyrir eins og eina skólalóð eða í viðhaldi á öðru skólahúsnæði bæjarins? Hér sýnir sig vel hvar áherslur meirihlutans liggja. Fulltrúi Viðreisnar í Fræðsluráði mun leggja mikla áherslu í komandi fjárhagsáætlunarvinnu bæjarins á almennilegri innspýtingu fjármagns fyrir viðhaldi á leik- og grunnskóla húsnæði og leik- og grunnskóla lóðir bæjarins. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í Fræðsluráði Hafnarfjarðar.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar