Samband Útlendingastofnunar og Vinnumálastofnunar við Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir, Friðjón Einarsson, Sverrir Bergmann Magnússon, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Díana Hilmarsdóttir, Bjarni Páll Tryggvason og Valgerður Björk Pálsdóttir skrifa 24. ágúst 2022 14:30 Reykjanesbær hefur um árabil verið með samning um móttöku einstaklinga í leit að alþjóðlegri vernd. Þessu höfum við sinnt af kostgæfni og alúð enda samfélagslega mikilvægt verkefni. Við höfum leitast við að tryggja dreifða búsetu í sveitarfélaginu og reynt eftir bestu getu að hlúa að aðlögun fólks á flótta í samfélaginu. Reykjavík og Hafnarfjörður eru einnig með slíkan samning en fleiri sveitarfélög hafa ekki verið tilbúin að taka á móti einstaklingum í leit að vernd. Auk þessa verkefnis hefur Reykjanesbær ásamt Akureyri, Árborg, Hafnarfirði og Reykjavík tekið við stórum hóp flóttafólks í gegnum samræmda móttöku flóttafólks. Að okkar mati erum við að sinna okkar samfélagslegu skyldum og það viljum við gera almennilega. Þrátt fyrir það hefur Útlendingastofnun (sem fór með málaflokkinn þar til nýlega) og nú Vinnumálastofnun ýtt sterklega á sveitarfélagið á að taka við fleiri einstaklingum og stækka samninginn. Þessu höfum við ítrekað neitað undanfarin ár með eftirfarandi rökum: Við erum þegar að sinna umræddu verkefni og erum með samninga sem teljast vera stórir fyrir tæplega 22.000 manna sveitarfélag. Með auknum fjölda flóttafólks þykir okkur eðlilegt að aukið fjármagn fylgi einnig til styrktar grunnstoðum og innviðum sem eru komin að þolmörkum líkt og til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, fyrir sálfræðiþjónustu, til ráðningar á starfsfólki í leik- og grunnskóla, í löggæslu og sjúkraflutninga. Slíkt hefur ekki fylgt en reynslan sýnir að slík þjónusta er grundvöllur þess að vel takist. Ekki er talið ásættanlegt að ríkisstofnun hafi á leigu húsnæði í einu og sama hverfinu þar sem mörg hundruð einstaklingar eru búsettir sem ekki eru í þjónustu sveitarfélagsins heldur er þjónustan á vegum ríkisins. Þar sem fjármagn til grunnstoða samfélagsins fylgir ekki skiljum við ekki af hverju umræddar ríkisstofnanir hafa, þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir um annað, komið sér upp leiguhúsnæði sem rúmar á fimmta hundrað einstaklinga á flótta í Ásbrúarhverfi umfram þá um 270 sem sveitarfélagið þjónustar. Það er algjörlega ótækt að samráð ríkis og sveitarfélags sé ekki betra og að ekki séu tekin til greina málefnaleg rök sem borist hafa frá Reykjanesbæ. Lykillinn að áframhaldandi farsælu starfi í þessum málaflokki felst í vönduðum og vel ígrunduðum vinnubrögðum öllum til heilla. Þessi vinnubrögð eru algerlega forkastanleg og benda ekki til mikils samstarfsvilja né virðingar gagnvart íbúum og ekki síst þeim sem hingað leita skjóls. Í okkar huga er aðeins ein lausn í málinu sem við höfum rætt margsinnis áður. Hún er að reglugerð verði lögð fram um að sveitarfélög á stórhöfuðborgarsvæðinu taki við ákveðnum fjölda einstaklinga miðað við íbúafjölda hvers þeirra. Ljóst er að þetta gengur ekki lengur með núverandi skipulagi. Höfundar skipa meirihluta í bæjarstjórn Reykjanesbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjanesbær Vinnumarkaður Hælisleitendur Mest lesið Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Er ballið að byrja? Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Reykjanesbær hefur um árabil verið með samning um móttöku einstaklinga í leit að alþjóðlegri vernd. Þessu höfum við sinnt af kostgæfni og alúð enda samfélagslega mikilvægt verkefni. Við höfum leitast við að tryggja dreifða búsetu í sveitarfélaginu og reynt eftir bestu getu að hlúa að aðlögun fólks á flótta í samfélaginu. Reykjavík og Hafnarfjörður eru einnig með slíkan samning en fleiri sveitarfélög hafa ekki verið tilbúin að taka á móti einstaklingum í leit að vernd. Auk þessa verkefnis hefur Reykjanesbær ásamt Akureyri, Árborg, Hafnarfirði og Reykjavík tekið við stórum hóp flóttafólks í gegnum samræmda móttöku flóttafólks. Að okkar mati erum við að sinna okkar samfélagslegu skyldum og það viljum við gera almennilega. Þrátt fyrir það hefur Útlendingastofnun (sem fór með málaflokkinn þar til nýlega) og nú Vinnumálastofnun ýtt sterklega á sveitarfélagið á að taka við fleiri einstaklingum og stækka samninginn. Þessu höfum við ítrekað neitað undanfarin ár með eftirfarandi rökum: Við erum þegar að sinna umræddu verkefni og erum með samninga sem teljast vera stórir fyrir tæplega 22.000 manna sveitarfélag. Með auknum fjölda flóttafólks þykir okkur eðlilegt að aukið fjármagn fylgi einnig til styrktar grunnstoðum og innviðum sem eru komin að þolmörkum líkt og til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, fyrir sálfræðiþjónustu, til ráðningar á starfsfólki í leik- og grunnskóla, í löggæslu og sjúkraflutninga. Slíkt hefur ekki fylgt en reynslan sýnir að slík þjónusta er grundvöllur þess að vel takist. Ekki er talið ásættanlegt að ríkisstofnun hafi á leigu húsnæði í einu og sama hverfinu þar sem mörg hundruð einstaklingar eru búsettir sem ekki eru í þjónustu sveitarfélagsins heldur er þjónustan á vegum ríkisins. Þar sem fjármagn til grunnstoða samfélagsins fylgir ekki skiljum við ekki af hverju umræddar ríkisstofnanir hafa, þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir um annað, komið sér upp leiguhúsnæði sem rúmar á fimmta hundrað einstaklinga á flótta í Ásbrúarhverfi umfram þá um 270 sem sveitarfélagið þjónustar. Það er algjörlega ótækt að samráð ríkis og sveitarfélags sé ekki betra og að ekki séu tekin til greina málefnaleg rök sem borist hafa frá Reykjanesbæ. Lykillinn að áframhaldandi farsælu starfi í þessum málaflokki felst í vönduðum og vel ígrunduðum vinnubrögðum öllum til heilla. Þessi vinnubrögð eru algerlega forkastanleg og benda ekki til mikils samstarfsvilja né virðingar gagnvart íbúum og ekki síst þeim sem hingað leita skjóls. Í okkar huga er aðeins ein lausn í málinu sem við höfum rætt margsinnis áður. Hún er að reglugerð verði lögð fram um að sveitarfélög á stórhöfuðborgarsvæðinu taki við ákveðnum fjölda einstaklinga miðað við íbúafjölda hvers þeirra. Ljóst er að þetta gengur ekki lengur með núverandi skipulagi. Höfundar skipa meirihluta í bæjarstjórn Reykjanesbæjar.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun