Heidelberg ætlar sér að reynast góður granni Jakob Bjarnar skrifar 24. ágúst 2022 13:42 Þorsteinn Víglundsson er talsmaður HeidelbergCement Pozzolanic Materials ehf. á Íslandi. Hann dregur ekki dul á að um sé að ræða risavaxið verkefni á íslenskan mælikvarða. En það sé á algjöru frumstigi og ekkert verði gert án samráðs við íbúa Þorlákshafnar. vísir/vilhelm/egill Þorsteinn Víglundsson, talsmaður HeidelbergCement Pozzolanic Materials ehf. á Íslandi, segir að verkefni sé aldrei gott fyrir fyrirtækið ef það er ekki gott fyrir samfélagið. Og fái aldrei neinn framgang sem slíkt. Vísir hefur að undanförnu fjallað ítarlega um tröllaukið verkefni sem nú er í burðarliðnum og snýr að stórfelldum efnisflutningum og afleiddum áhrifum. Til stendur að moka í burtu Litla-Sandfelli í Þrengslum og flytja um Þorlákshöfn með flutningsskipum út til Evrópu og nota sem íblöndunarefni í sement. Verkefnið hefur þegar valdið verulegri ólgu í Þorlákshöfn en Þorsteinn segir, sem talsmaður HeidlebergCement, að ekki standi til að blanda sér í bæjarmálapólitíkina í Þorlákshöfn. Slíkt sé fjarri lagi, hann segir gott að umræðan sé komin fram og hann leggur á það áherslu að enn sé verkefnið á forhönnunarstigi. Nú er verið að skoða útfærslur. Ekkert verði gert án samráðs við íbúa, þar liggi fyrir einlægur vilji af hálfu Heidelbergs. Og fyrirtækið sé boðið og búið í að upplýsa um framgang málsins á öllum stigum. Felur í sér sparnað sem nemur milljón tonnum á ári Þorsteinn segir að það verði vitaskuld ekki fram hjá því litið að um sé að ræða afar umfangsmikla starfsemi á íslenskan mælikvarða, flutnings- og námuvinnslu. Og leitast verði við að lágmarka umhverfisáhrif. „En við höfum horft til loftslagsmálanna. Notkun móbergs, sem finna má á Íslandi og í nágrenni Þorlákshafnar, og vinnsla þess með endurnýtanlegri orku á Íslandi er til þess fallið að breyta og draga verulega úr neikvæðum loftslagsáhrifum sementsframleiðslu á heimsvísu. Þetta verkefni er til þess fallið að lækka gríðarlega kolefnisspor í norðanverðri Evrópu, og hið augljósa er að þetta er hnattrænt verkefni. Þorsteinn segir að vega þurfi að meta kosti og galla, og það verði gert en verkefnið sé sem slíkt umhverfisvænt á heimsvísu og spari milljón tonna losun kolefnisspors í norðanverðri Evrópu.vísir/vilhelm Útflutningur á 1,5 milljón tonna af efni á ári, samsvarar þá sparnaði í losun uppá milljón tonn á ári, sem er á pari við fimmtung losunar Íslands. Samkvæmt okkar samningi eru þau áhrif jákvæð, og það þarf að vega þetta og meta,“ segir Þorsteinn. En sem áður segir þá dregur Þorsteinn ekki fjöður yfir að verkefnið eitt og sér hafi mikil staðaráhrif og það þurfi að taka inn í myndina. En engar ákvarðanir hafi enn verið teknar, verkefnið sé á byrjunarstigi og aðeins liggi fyrir vilyrði fyrir lóðum í Þorlákshöfn á þessu stigi máls. Vilja vera góður nágranni Að sögn Þorsteins er næst á dagskrá að kanna frekar fýsileika verkefnisins. „Eingöngu grunnhönnun er hafin og verið er að skoða hvaða leiðir gætu verið mögulegar varðandi flutning efnisins. Ekki hefur því þótt tímabært að hefja kynningar og samráð við nærsamfélagið en það er alveg skýrt af hálfu HeidelbergCement að verði farið í svona vegferð verði allt kapp lagt á að tryggja góða sátt við nærumhverfið.“ Um leið og fullnægjandi grunngögn liggja fyrir hyggur fyrirtækið á kynningu á áformum sínum með hlutaðeigendum og samráð bæði við yfirvöld og íbúa Ölfuss. „Ef af verkefninu verður er það einlægur vilji fyrirtækisins að vinna það í góðri sátt við samfélagið, bæði íbúa þess og náttúru, og mun Heidelberg kappkosta að vera í hvívetna góður nágranni,“ segir Þorsteinn. Ölfus Samgöngur Stóriðja Umhverfismál Skipulag Námuvinnsla Deilur um iðnað í Ölfusi Tengdar fréttir Játa á sig mistök við lóðasamþykkt og biðjast afsökunar Verulegur ágreiningur er nú uppi meðal íbúa Þorlákshafnar vegna fyrirætlana sem munu, ef þær ná fram að ganga, gera þorpið að annasömum þungaflutninga- og námubæ. 22. ágúst 2022 13:23 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
Vísir hefur að undanförnu fjallað ítarlega um tröllaukið verkefni sem nú er í burðarliðnum og snýr að stórfelldum efnisflutningum og afleiddum áhrifum. Til stendur að moka í burtu Litla-Sandfelli í Þrengslum og flytja um Þorlákshöfn með flutningsskipum út til Evrópu og nota sem íblöndunarefni í sement. Verkefnið hefur þegar valdið verulegri ólgu í Þorlákshöfn en Þorsteinn segir, sem talsmaður HeidlebergCement, að ekki standi til að blanda sér í bæjarmálapólitíkina í Þorlákshöfn. Slíkt sé fjarri lagi, hann segir gott að umræðan sé komin fram og hann leggur á það áherslu að enn sé verkefnið á forhönnunarstigi. Nú er verið að skoða útfærslur. Ekkert verði gert án samráðs við íbúa, þar liggi fyrir einlægur vilji af hálfu Heidelbergs. Og fyrirtækið sé boðið og búið í að upplýsa um framgang málsins á öllum stigum. Felur í sér sparnað sem nemur milljón tonnum á ári Þorsteinn segir að það verði vitaskuld ekki fram hjá því litið að um sé að ræða afar umfangsmikla starfsemi á íslenskan mælikvarða, flutnings- og námuvinnslu. Og leitast verði við að lágmarka umhverfisáhrif. „En við höfum horft til loftslagsmálanna. Notkun móbergs, sem finna má á Íslandi og í nágrenni Þorlákshafnar, og vinnsla þess með endurnýtanlegri orku á Íslandi er til þess fallið að breyta og draga verulega úr neikvæðum loftslagsáhrifum sementsframleiðslu á heimsvísu. Þetta verkefni er til þess fallið að lækka gríðarlega kolefnisspor í norðanverðri Evrópu, og hið augljósa er að þetta er hnattrænt verkefni. Þorsteinn segir að vega þurfi að meta kosti og galla, og það verði gert en verkefnið sé sem slíkt umhverfisvænt á heimsvísu og spari milljón tonna losun kolefnisspors í norðanverðri Evrópu.vísir/vilhelm Útflutningur á 1,5 milljón tonna af efni á ári, samsvarar þá sparnaði í losun uppá milljón tonn á ári, sem er á pari við fimmtung losunar Íslands. Samkvæmt okkar samningi eru þau áhrif jákvæð, og það þarf að vega þetta og meta,“ segir Þorsteinn. En sem áður segir þá dregur Þorsteinn ekki fjöður yfir að verkefnið eitt og sér hafi mikil staðaráhrif og það þurfi að taka inn í myndina. En engar ákvarðanir hafi enn verið teknar, verkefnið sé á byrjunarstigi og aðeins liggi fyrir vilyrði fyrir lóðum í Þorlákshöfn á þessu stigi máls. Vilja vera góður nágranni Að sögn Þorsteins er næst á dagskrá að kanna frekar fýsileika verkefnisins. „Eingöngu grunnhönnun er hafin og verið er að skoða hvaða leiðir gætu verið mögulegar varðandi flutning efnisins. Ekki hefur því þótt tímabært að hefja kynningar og samráð við nærsamfélagið en það er alveg skýrt af hálfu HeidelbergCement að verði farið í svona vegferð verði allt kapp lagt á að tryggja góða sátt við nærumhverfið.“ Um leið og fullnægjandi grunngögn liggja fyrir hyggur fyrirtækið á kynningu á áformum sínum með hlutaðeigendum og samráð bæði við yfirvöld og íbúa Ölfuss. „Ef af verkefninu verður er það einlægur vilji fyrirtækisins að vinna það í góðri sátt við samfélagið, bæði íbúa þess og náttúru, og mun Heidelberg kappkosta að vera í hvívetna góður nágranni,“ segir Þorsteinn.
Ölfus Samgöngur Stóriðja Umhverfismál Skipulag Námuvinnsla Deilur um iðnað í Ölfusi Tengdar fréttir Játa á sig mistök við lóðasamþykkt og biðjast afsökunar Verulegur ágreiningur er nú uppi meðal íbúa Þorlákshafnar vegna fyrirætlana sem munu, ef þær ná fram að ganga, gera þorpið að annasömum þungaflutninga- og námubæ. 22. ágúst 2022 13:23 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
Játa á sig mistök við lóðasamþykkt og biðjast afsökunar Verulegur ágreiningur er nú uppi meðal íbúa Þorlákshafnar vegna fyrirætlana sem munu, ef þær ná fram að ganga, gera þorpið að annasömum þungaflutninga- og námubæ. 22. ágúst 2022 13:23