Flótti frá Kænugarði fyrir þjóðhátíðardaginn: „Bregðumst kröftuglega við hverri árás“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 23. ágúst 2022 16:41 Þjóðhátíðardagur Úkraínu verður á morgun en 31 ár eru síðan Úkraína lýsti yfir sjálfstæði frá Sovíetríkjunum. Getty Margir flýja nú frá Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, vegna ótta við árás á borgina á þjóðhátíðardegi Úkraínu sem verður á morgun, 24 ágúst. Þann dag árið 1991 lýsti Úkraína yfir sjálfstæði frá Sovétríkjunum, fjórum mánuðum fyrir fall Sovíetríkjanna. Alex Rodnjanskí, ráðgjafi Úkraínuforseta, greindi frá þessu í samtali við BBC í dag. Hann sagði fólk óttast það að Rússar láti til skarar skríða og hefji árás á borgina á morgun, miðvikudag. „Fólk bregst við fréttum. Fólk sér til þess að hafa viðbragðsáætlanir og vill ekki vera í miðbæ Kænugarðs þar sem byggingar ríkisstjórnarinnar eru,“ segir Rodnjanskí og bætir við að Rússar séu að reyna að bæta upp fyrir lélegt gengi á vígvellinum að undanförnu. „Það er líklegt að þeir reyni þetta til að sýna fram á einhvern árangur, bæta upp fyrir í raun allar hrakfarir sem þeir hafa lent í á undanförnum sex mánuðum.“ Í dag lýsti Selenskí því yfir að hverri árás Rússa á þjóðhátíðardaginn verði mætt af krafti. Hann óttast það að Rússar muni reyna eitthvað „sérlega ógeðslegt“ á þjóðhátíðardaginn. Ummæli Rodnjanskís koma nú í kjölfar þess að Bandaríkjamenn vöruðu við því að Rússar gætu, á næstu dögum, bætt í árásir á innviði Úkraínu og aðstöðu hins opinbera í landinu. Varnarmálaráðuneyti Úkraínu hefur ráðlagt Úkraínumönnum að fara varlega á þjóðhátíðardaginn með vísan til hótana Rússa. Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Útilokar friðarviðræður og segir langt stríð framundan Gennady Gatilov, fastafulltrúi Rússlands við Sameinuðu þjóðirnar, segir beinar viðræður milli Vladimir Pútín Rússlandsforseta og Vólódimírs Selenskís Úkraínuforseta ekki koma til greina. 22. ágúst 2022 12:18 Segja morðingjann hafa verið með tólf ára dóttur sinni Ráðamenn í Rússlandi saka leyniþjónustu Úkraínu um að bera ábyrgð á því að rússnesk kona dó í bílasprengju nærri Moskvu um helgina. Úkraínsk kona er sögð hafa gert árásina og flúið til Eistlands. Yfirlýsingar Rússa hafa mætt miklum efasemdum. 22. ágúst 2022 22:00 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira
Alex Rodnjanskí, ráðgjafi Úkraínuforseta, greindi frá þessu í samtali við BBC í dag. Hann sagði fólk óttast það að Rússar láti til skarar skríða og hefji árás á borgina á morgun, miðvikudag. „Fólk bregst við fréttum. Fólk sér til þess að hafa viðbragðsáætlanir og vill ekki vera í miðbæ Kænugarðs þar sem byggingar ríkisstjórnarinnar eru,“ segir Rodnjanskí og bætir við að Rússar séu að reyna að bæta upp fyrir lélegt gengi á vígvellinum að undanförnu. „Það er líklegt að þeir reyni þetta til að sýna fram á einhvern árangur, bæta upp fyrir í raun allar hrakfarir sem þeir hafa lent í á undanförnum sex mánuðum.“ Í dag lýsti Selenskí því yfir að hverri árás Rússa á þjóðhátíðardaginn verði mætt af krafti. Hann óttast það að Rússar muni reyna eitthvað „sérlega ógeðslegt“ á þjóðhátíðardaginn. Ummæli Rodnjanskís koma nú í kjölfar þess að Bandaríkjamenn vöruðu við því að Rússar gætu, á næstu dögum, bætt í árásir á innviði Úkraínu og aðstöðu hins opinbera í landinu. Varnarmálaráðuneyti Úkraínu hefur ráðlagt Úkraínumönnum að fara varlega á þjóðhátíðardaginn með vísan til hótana Rússa.
Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Útilokar friðarviðræður og segir langt stríð framundan Gennady Gatilov, fastafulltrúi Rússlands við Sameinuðu þjóðirnar, segir beinar viðræður milli Vladimir Pútín Rússlandsforseta og Vólódimírs Selenskís Úkraínuforseta ekki koma til greina. 22. ágúst 2022 12:18 Segja morðingjann hafa verið með tólf ára dóttur sinni Ráðamenn í Rússlandi saka leyniþjónustu Úkraínu um að bera ábyrgð á því að rússnesk kona dó í bílasprengju nærri Moskvu um helgina. Úkraínsk kona er sögð hafa gert árásina og flúið til Eistlands. Yfirlýsingar Rússa hafa mætt miklum efasemdum. 22. ágúst 2022 22:00 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira
Útilokar friðarviðræður og segir langt stríð framundan Gennady Gatilov, fastafulltrúi Rússlands við Sameinuðu þjóðirnar, segir beinar viðræður milli Vladimir Pútín Rússlandsforseta og Vólódimírs Selenskís Úkraínuforseta ekki koma til greina. 22. ágúst 2022 12:18
Segja morðingjann hafa verið með tólf ára dóttur sinni Ráðamenn í Rússlandi saka leyniþjónustu Úkraínu um að bera ábyrgð á því að rússnesk kona dó í bílasprengju nærri Moskvu um helgina. Úkraínsk kona er sögð hafa gert árásina og flúið til Eistlands. Yfirlýsingar Rússa hafa mætt miklum efasemdum. 22. ágúst 2022 22:00