Ofurölvi bílstjórar óku inn í mannmergðina á Menningarnótt Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. ágúst 2022 19:04 Dagur B. Eggertsson vill bregðast við auknum vopnaburði og hnífstungumálum í miðbænum. Ásgeir Þór Ásgeirsson aðsoðarlögreglustjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir mikla mildi að tveir ofurölvi bílstjórar hafi ekki valdið stórslysum þegar þeir óku inn á svæði þar sem mikill mannfjöldi var á Menningarnótt. Vísir Mikil mildi þykir að tveir ofurölvi ökumenn hafi ekki valdið stórslysum á Menningarnótt þegar þeir óku inn í mannmergð þar sem götulokanir voru í gildi. Lögreglan segir gríðarleg vonbrigði að enn eitt hnífaárásarmálið hafi komið upp. Borgarstjóri vill bregðast við auknum hnífaárásum ungmenna. Tvöfalt fleiri mál voru skráð hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á Menningarnótt en kvöldið á undan. Þó nokkur alvarleg atvik komu upp. Ásgeir Þór Ásgeirsson aðstoðarlögreglustjóri segir alvarlegasta málið hafa verið hnífstunguárás á Lækjartorgi þar sem tveir slösuðust. „Það eru rauð flögg hjá okkur þegar við sjáum helgi eftir helgi átök sem enda með því að eggvopnum er beitt. Við erum ekki sátt við það og ekki heldur samfélagið,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson aðstoðarlögreglustjóri hjá LRH. Ásgeir segir enn fremur mikla mildi að ekki hafi orðið stórslys í miðbænum vegna ölvunaraksturs skömmu eftir flugeldasýninguna á Menningarnótt. „Við fengum tilkynningar að ölvaðir ökumenn væru að keyra um eftir flugeldasýninguna þar sem áttu aðeins að vera gangandi vegfarendur. Annar þeirra ók utan í mann á rafhlaupahjóli við Þjóðleikhúsið á Hverfisgötu þar sem var fyrir gríðarlegur mannfjöldi. Við náðum honum svo á Sæbraut. Hinn keyrði út Lindargötu og að Lækjargötu þar sem hann náðist mjög nálægt stóra sviðinu. Þá var hann búinn að keyra á tvö bíla. Þar var líka mikill mannfjöldi á leið heim eftir tónleika og flugeldasýningu. Það er í raun mesta mildi að ekki hafi farið ver,“ segir Ásgeir. Ökumennirnir voru látnir gista fangageymslur. Þá náðist hópárás á mynd á Austurvelli þar sem sést þegar hópur fólks ræðst á ungan mann og lætur höggin dynja á höfði hans. Samkvæmt heimildum fréttastofu er líðan mannsins eftir atvikum en hann er meðal annars kinnbeinsbrotinn. Mikilvægt að bregðast við Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur áhyggjur af þróun mála. „Ég hef áhyggjur af fjölgun hnífamála í miðborg Reykjavíkur. Eftir Menningarnótt förum við alltaf yfir málin ásamt lögreglu og öðrum skipuleggjendum og þetta verður rætt á næsta fundi. Það er mikilvægt að fylgjast með svona þróun og grípa inn í. Menningarnótt Reykjavík Lögreglumál Tengdar fréttir „Sorglegt að ungmenni geti ekki farið í bæinn án þess að lenda í lífshættulegri árás“ Unglingspilturinn sem var stunginn í bakið með eggvopni á Ingólfstorgi í Reykjavík á laugardaginn hefur verið útskrifaður af spítala. Móðir hans segir sorglegt að ungmenni geti ekki farið í bæinn án þess að lenda í lífshættulegri árás. 15. ágúst 2022 12:00 Þremur sleppt eftir yfirheyrslur vegna hnífstungu Þremur unglingspiltum sem voru handteknir í gær vegna hnífsstungu við Ingólfstorg í fyrrinótt hefur öllum verið sleppt að lokinni skýrslutöku. Einn þeirra er grunaður um að hafa stungið dreng undir lögaldri í bakið í fyrrinótt. 14. ágúst 2022 12:29 Aldrei jafn mörg atvik hjá slökkviliðinu á einni næturvakt Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur aldrei þurft að flytja jafn marga með sjúkrabíl á næturvakt og þau gerðu á Menningarnótt í gær. Varðstjóri segir óvenjumikið hafa verið að gera miðað við fyrri Menningarnætur en að álag sem þetta fylgi svona mikilli mannmergð. 21. ágúst 2022 15:02 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Tvöfalt fleiri mál voru skráð hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á Menningarnótt en kvöldið á undan. Þó nokkur alvarleg atvik komu upp. Ásgeir Þór Ásgeirsson aðstoðarlögreglustjóri segir alvarlegasta málið hafa verið hnífstunguárás á Lækjartorgi þar sem tveir slösuðust. „Það eru rauð flögg hjá okkur þegar við sjáum helgi eftir helgi átök sem enda með því að eggvopnum er beitt. Við erum ekki sátt við það og ekki heldur samfélagið,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson aðstoðarlögreglustjóri hjá LRH. Ásgeir segir enn fremur mikla mildi að ekki hafi orðið stórslys í miðbænum vegna ölvunaraksturs skömmu eftir flugeldasýninguna á Menningarnótt. „Við fengum tilkynningar að ölvaðir ökumenn væru að keyra um eftir flugeldasýninguna þar sem áttu aðeins að vera gangandi vegfarendur. Annar þeirra ók utan í mann á rafhlaupahjóli við Þjóðleikhúsið á Hverfisgötu þar sem var fyrir gríðarlegur mannfjöldi. Við náðum honum svo á Sæbraut. Hinn keyrði út Lindargötu og að Lækjargötu þar sem hann náðist mjög nálægt stóra sviðinu. Þá var hann búinn að keyra á tvö bíla. Þar var líka mikill mannfjöldi á leið heim eftir tónleika og flugeldasýningu. Það er í raun mesta mildi að ekki hafi farið ver,“ segir Ásgeir. Ökumennirnir voru látnir gista fangageymslur. Þá náðist hópárás á mynd á Austurvelli þar sem sést þegar hópur fólks ræðst á ungan mann og lætur höggin dynja á höfði hans. Samkvæmt heimildum fréttastofu er líðan mannsins eftir atvikum en hann er meðal annars kinnbeinsbrotinn. Mikilvægt að bregðast við Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur áhyggjur af þróun mála. „Ég hef áhyggjur af fjölgun hnífamála í miðborg Reykjavíkur. Eftir Menningarnótt förum við alltaf yfir málin ásamt lögreglu og öðrum skipuleggjendum og þetta verður rætt á næsta fundi. Það er mikilvægt að fylgjast með svona þróun og grípa inn í.
Menningarnótt Reykjavík Lögreglumál Tengdar fréttir „Sorglegt að ungmenni geti ekki farið í bæinn án þess að lenda í lífshættulegri árás“ Unglingspilturinn sem var stunginn í bakið með eggvopni á Ingólfstorgi í Reykjavík á laugardaginn hefur verið útskrifaður af spítala. Móðir hans segir sorglegt að ungmenni geti ekki farið í bæinn án þess að lenda í lífshættulegri árás. 15. ágúst 2022 12:00 Þremur sleppt eftir yfirheyrslur vegna hnífstungu Þremur unglingspiltum sem voru handteknir í gær vegna hnífsstungu við Ingólfstorg í fyrrinótt hefur öllum verið sleppt að lokinni skýrslutöku. Einn þeirra er grunaður um að hafa stungið dreng undir lögaldri í bakið í fyrrinótt. 14. ágúst 2022 12:29 Aldrei jafn mörg atvik hjá slökkviliðinu á einni næturvakt Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur aldrei þurft að flytja jafn marga með sjúkrabíl á næturvakt og þau gerðu á Menningarnótt í gær. Varðstjóri segir óvenjumikið hafa verið að gera miðað við fyrri Menningarnætur en að álag sem þetta fylgi svona mikilli mannmergð. 21. ágúst 2022 15:02 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
„Sorglegt að ungmenni geti ekki farið í bæinn án þess að lenda í lífshættulegri árás“ Unglingspilturinn sem var stunginn í bakið með eggvopni á Ingólfstorgi í Reykjavík á laugardaginn hefur verið útskrifaður af spítala. Móðir hans segir sorglegt að ungmenni geti ekki farið í bæinn án þess að lenda í lífshættulegri árás. 15. ágúst 2022 12:00
Þremur sleppt eftir yfirheyrslur vegna hnífstungu Þremur unglingspiltum sem voru handteknir í gær vegna hnífsstungu við Ingólfstorg í fyrrinótt hefur öllum verið sleppt að lokinni skýrslutöku. Einn þeirra er grunaður um að hafa stungið dreng undir lögaldri í bakið í fyrrinótt. 14. ágúst 2022 12:29
Aldrei jafn mörg atvik hjá slökkviliðinu á einni næturvakt Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur aldrei þurft að flytja jafn marga með sjúkrabíl á næturvakt og þau gerðu á Menningarnótt í gær. Varðstjóri segir óvenjumikið hafa verið að gera miðað við fyrri Menningarnætur en að álag sem þetta fylgi svona mikilli mannmergð. 21. ágúst 2022 15:02