Harmar það að þurfa að stefna Köru Connect Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. ágúst 2022 12:09 Alma Möller er landlæknir. Embætti landlæknis hefur stefnt Köru Connect. Vísir/Vilhelm Embætti landlæknis hefur stefnt Köru Connect til þess að fá úrskurði kærunefndar útboðsmála í máli sem tengist innkaupum embættisins á hugbúnaðarþróun. Embættið segist harma það að þurfa að fara þessa leið. Forsaga málsins er sú að kærunefnd útboðsmála komst að þeirri niðurstöðu í febrúar að innkaup landlæknis af Origo hf., er lúta að þróun á Heklu heilbrigðisneti, gerð og þróun Heilsuveru og þróun fjarfundarlausnar til notkunar á heilbrigðissviði, hafi verið ólögmæt og í andstöðu við lög um opinber innkaup. Landlæknisembættinu var í úrskurðinum gert að bjóða út slík innkaup sem og að greiða stjórnvaldssekt að fjárhæð níu milljónir króna. Í tilkynningu á vef Embættis landlæknis kemur hins vegar fram að embættið og lögmenn þess telji verulega annmarka á úrskurði kærunefndarinnar. Hefur embættið því farið fram á úrskurður kærunefndarinnar verði endurupptekinn og kröfum í málinu vísað frá eða hafnað. Harma það að þurfa að stefna Köru Connect Á vef embættisins segir hins vegar að þar sem ákvörðun um endurupptöku liggi ekki fyrir og að frestur til að höfða mál til ógildingar úrskurðarins þurfi að leggja málið fyrir dómstóla. „Embættinu er því nauðugur sá kostur að stefna Köru Connect ehf. og fleiri aðilum fyrir dóm og harmar að þess sé þörf. Embættið vill taka skýrt fram að það gerir ekki athugasemdir við að kæru fyrirtækisins, heldur úrskurð kærunefndar útboðsmála. Leikreglurnar eru því miður þannig að ekki er heimilt að stefna kærunefndinni. Stefna þarf kæranda og öllum aðilum máls til þess að fá breytingu eða ógildingu á úrskurði nefndarinnar fallist hún ekki á endurupptöku. Embættið myndi vilja sjá löggjafann breyta þeim reglum,“ segir í tilkynningu embættisins. Telur embættið ógerlegt að útfæra úrskurðarorð kærunefndar auk þess sem þau kalli á kostnað sem kann að hlaupa á hundruðum milljóna króna. „Embætti landlæknis finnst því mikilvægt að skorið verði úr um m.a. túlkun og beitingu laga um opinber innkaup varðandi samninga þá sem embættið, og heilbrigðisráðuneytið þar á undan, gerðu áður en þau lög tóku gildi.“ Heilbrigðismál Stjórnsýsla Dómsmál Tengdar fréttir Vilja vita hvernig landlæknir ætlar sér að bregðast við ólögmætu útboði Heilbrigðisráðuneytið hefur ekki úrskurð um ólögmætt útboð embætti landlæknis undir höndum en leggur áherslu á að vel sé farið með opinbert fé og að aðilum á samkeppnismarkaði sé tryggð jöfn staða. 1. mars 2022 16:01 Brot landlæknis á lögum bitni á mikilvægri samkeppni „Það er alltaf alvarlegt þegar lögum er ekki fylgt. Þegar um er að ræða lög um opinber innkaup bitnar það á mikilvægri samkeppni," segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir nýsköpunarráðherra um nýfallinn úrskurð kærunefndar um útboðsmál þar sem Kara Connect kærði landlækni fyrir að brjóta gegn lögum um opinber innkaup og hafði betur. 28. febrúar 2022 07:01 Landlækni gert að greiða sekt vegna milljarðsviðskipta án útboðs Kærunefnd útboðsmála komst að þeirri niðurstöðu í úrskurði sem birtur var málsaðilum í gær, að innkaup landlæknis af Origo hf. er lúta að þróun á Heklu heilbrigðisneti, gerð og þróun Heilsuveru og þróun fjarfundarlausnar til notkunar á heilbrigðissviði, hafi verið ólögmæt og í andstöðu við lög um opinber innkaup. Innherji hefur úrskurðinn undir höndum. 24. febrúar 2022 08:09 Íslensk fyrirtæki sett í vonlausa stöðu þegar landlæknir fylgir ekki lögum Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, stofnandi Kara Connect sem kærði landlækni fyrir að brjóta gegn lögum um opinber innkaup og hafði betur segir yfirvöld þurfa að svara því hvernig framtíðarfyrirkomulag í heilsutækni eigi að líta út. Ráðamenn hafi tjáð sig með skýrum hætti en lítið hafi verið að gert. Landlæknir segir að farið verði ítarlega yfir úrskurðinn áður en embættið tjáir sig frekar um málið. 25. febrúar 2022 11:33 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Fleiri fréttir Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Sjá meira
Forsaga málsins er sú að kærunefnd útboðsmála komst að þeirri niðurstöðu í febrúar að innkaup landlæknis af Origo hf., er lúta að þróun á Heklu heilbrigðisneti, gerð og þróun Heilsuveru og þróun fjarfundarlausnar til notkunar á heilbrigðissviði, hafi verið ólögmæt og í andstöðu við lög um opinber innkaup. Landlæknisembættinu var í úrskurðinum gert að bjóða út slík innkaup sem og að greiða stjórnvaldssekt að fjárhæð níu milljónir króna. Í tilkynningu á vef Embættis landlæknis kemur hins vegar fram að embættið og lögmenn þess telji verulega annmarka á úrskurði kærunefndarinnar. Hefur embættið því farið fram á úrskurður kærunefndarinnar verði endurupptekinn og kröfum í málinu vísað frá eða hafnað. Harma það að þurfa að stefna Köru Connect Á vef embættisins segir hins vegar að þar sem ákvörðun um endurupptöku liggi ekki fyrir og að frestur til að höfða mál til ógildingar úrskurðarins þurfi að leggja málið fyrir dómstóla. „Embættinu er því nauðugur sá kostur að stefna Köru Connect ehf. og fleiri aðilum fyrir dóm og harmar að þess sé þörf. Embættið vill taka skýrt fram að það gerir ekki athugasemdir við að kæru fyrirtækisins, heldur úrskurð kærunefndar útboðsmála. Leikreglurnar eru því miður þannig að ekki er heimilt að stefna kærunefndinni. Stefna þarf kæranda og öllum aðilum máls til þess að fá breytingu eða ógildingu á úrskurði nefndarinnar fallist hún ekki á endurupptöku. Embættið myndi vilja sjá löggjafann breyta þeim reglum,“ segir í tilkynningu embættisins. Telur embættið ógerlegt að útfæra úrskurðarorð kærunefndar auk þess sem þau kalli á kostnað sem kann að hlaupa á hundruðum milljóna króna. „Embætti landlæknis finnst því mikilvægt að skorið verði úr um m.a. túlkun og beitingu laga um opinber innkaup varðandi samninga þá sem embættið, og heilbrigðisráðuneytið þar á undan, gerðu áður en þau lög tóku gildi.“
Heilbrigðismál Stjórnsýsla Dómsmál Tengdar fréttir Vilja vita hvernig landlæknir ætlar sér að bregðast við ólögmætu útboði Heilbrigðisráðuneytið hefur ekki úrskurð um ólögmætt útboð embætti landlæknis undir höndum en leggur áherslu á að vel sé farið með opinbert fé og að aðilum á samkeppnismarkaði sé tryggð jöfn staða. 1. mars 2022 16:01 Brot landlæknis á lögum bitni á mikilvægri samkeppni „Það er alltaf alvarlegt þegar lögum er ekki fylgt. Þegar um er að ræða lög um opinber innkaup bitnar það á mikilvægri samkeppni," segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir nýsköpunarráðherra um nýfallinn úrskurð kærunefndar um útboðsmál þar sem Kara Connect kærði landlækni fyrir að brjóta gegn lögum um opinber innkaup og hafði betur. 28. febrúar 2022 07:01 Landlækni gert að greiða sekt vegna milljarðsviðskipta án útboðs Kærunefnd útboðsmála komst að þeirri niðurstöðu í úrskurði sem birtur var málsaðilum í gær, að innkaup landlæknis af Origo hf. er lúta að þróun á Heklu heilbrigðisneti, gerð og þróun Heilsuveru og þróun fjarfundarlausnar til notkunar á heilbrigðissviði, hafi verið ólögmæt og í andstöðu við lög um opinber innkaup. Innherji hefur úrskurðinn undir höndum. 24. febrúar 2022 08:09 Íslensk fyrirtæki sett í vonlausa stöðu þegar landlæknir fylgir ekki lögum Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, stofnandi Kara Connect sem kærði landlækni fyrir að brjóta gegn lögum um opinber innkaup og hafði betur segir yfirvöld þurfa að svara því hvernig framtíðarfyrirkomulag í heilsutækni eigi að líta út. Ráðamenn hafi tjáð sig með skýrum hætti en lítið hafi verið að gert. Landlæknir segir að farið verði ítarlega yfir úrskurðinn áður en embættið tjáir sig frekar um málið. 25. febrúar 2022 11:33 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Fleiri fréttir Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Sjá meira
Vilja vita hvernig landlæknir ætlar sér að bregðast við ólögmætu útboði Heilbrigðisráðuneytið hefur ekki úrskurð um ólögmætt útboð embætti landlæknis undir höndum en leggur áherslu á að vel sé farið með opinbert fé og að aðilum á samkeppnismarkaði sé tryggð jöfn staða. 1. mars 2022 16:01
Brot landlæknis á lögum bitni á mikilvægri samkeppni „Það er alltaf alvarlegt þegar lögum er ekki fylgt. Þegar um er að ræða lög um opinber innkaup bitnar það á mikilvægri samkeppni," segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir nýsköpunarráðherra um nýfallinn úrskurð kærunefndar um útboðsmál þar sem Kara Connect kærði landlækni fyrir að brjóta gegn lögum um opinber innkaup og hafði betur. 28. febrúar 2022 07:01
Landlækni gert að greiða sekt vegna milljarðsviðskipta án útboðs Kærunefnd útboðsmála komst að þeirri niðurstöðu í úrskurði sem birtur var málsaðilum í gær, að innkaup landlæknis af Origo hf. er lúta að þróun á Heklu heilbrigðisneti, gerð og þróun Heilsuveru og þróun fjarfundarlausnar til notkunar á heilbrigðissviði, hafi verið ólögmæt og í andstöðu við lög um opinber innkaup. Innherji hefur úrskurðinn undir höndum. 24. febrúar 2022 08:09
Íslensk fyrirtæki sett í vonlausa stöðu þegar landlæknir fylgir ekki lögum Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, stofnandi Kara Connect sem kærði landlækni fyrir að brjóta gegn lögum um opinber innkaup og hafði betur segir yfirvöld þurfa að svara því hvernig framtíðarfyrirkomulag í heilsutækni eigi að líta út. Ráðamenn hafi tjáð sig með skýrum hætti en lítið hafi verið að gert. Landlæknir segir að farið verði ítarlega yfir úrskurðinn áður en embættið tjáir sig frekar um málið. 25. febrúar 2022 11:33
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent