Mikil spenna og eftirvænting vegna Menningarnætur Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 20. ágúst 2022 12:13 Hlauparar í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka taka af stað. Vísir/Steingrímur Dúi Menningarnótt verður haldin hátíðleg í dag í fyrsta skipti síðan 2019 og er margt um að vera í bænum. Bylgjutónleikar verða í Hljómskálagarði, Matarbílar götubita við Miðbakka og allskonar listgjörningar um allan bæ. Ætla má að mikill fjöldi leggi leið sína í bæinn í dag. Guðmundur Birgir Halldórsson, verkefnastjóri menningarnætur segir að það sé mikil spenna og eftirvænting fyrir deginum. „Undirbúningurinn er búinn að ganga vel, það er búið að vera mikið að gera eins og oft fyrir Menningarnótt. Í ár höfum við fundið fyrir meiri áhuga en áður og það kannski skýrist út af því að síðast var Menningarnótt haldin 2019 þannig það er kominn tími til,“ segir Guðmundur. Hann segir metfjölda mögulegan en hundrað þúsund manns hafi mætt í bæinn á fyrri árum. „Þar sem að fólk hefur beðið lengi og hátíðarhöld hafa verið af skornum skammti þá finnst mér það alveg líklegt að það gæti bara orðið metfjöldi en eins og ég segi það hefur aldrei verið skortur á fólki á menningarnótt,“ segir Guðmundur. Dagskrá Menningarnætur er ekki af verri endanum, matarbílar, tónleikar og listgjörningar verða á víð og dreif um bæinn en menningarnótt verður formlega sett klukkan eitt í Hörpu. Guðmundur segir mikið um að vera í listasöfnum og opið verði til dæmis í Hússtjórnarskólanum en stórir tónleikar taki við í kvöld. „Bylgjan er með risastóra tónleika í Hljómskálagarði, Rás 2 Arnarhóli, DJ Margeir á Klapparstíg. Svo er ótrúlega mikið af minni krúttlegum atriðum á víð og dreif um bæinn og ég mæli með að fólk kíki á menningarnott.is þar er auðvelt að sjá dagskrána á hverjum tímapunkti,“ segir Guðmundur. Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fór vel af stað þrátt fyrir vind en Guðmundur er jákvæður yfir veðri dagsins og hvetur fólk til að mæta í bæinn með góða skapið. „Ég einmitt sé hérna út um gluggann í Ráðhúsinu að það er góð stemming í hlaupinu sem var að fara af stað og ég hef það eftir heimildum að það eigi bara eftir að lægja. Það er bara svolítið rok núna en ekkert svona sem hefur nein áhrif og nú sýnist mér glitta í sól þannig að við erum bara mjög bjartsýn og spennt fyrir deginum,“ segir Guðmundur að lokum. Menningarnótt Reykjavík Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Guðmundur Birgir Halldórsson, verkefnastjóri menningarnætur segir að það sé mikil spenna og eftirvænting fyrir deginum. „Undirbúningurinn er búinn að ganga vel, það er búið að vera mikið að gera eins og oft fyrir Menningarnótt. Í ár höfum við fundið fyrir meiri áhuga en áður og það kannski skýrist út af því að síðast var Menningarnótt haldin 2019 þannig það er kominn tími til,“ segir Guðmundur. Hann segir metfjölda mögulegan en hundrað þúsund manns hafi mætt í bæinn á fyrri árum. „Þar sem að fólk hefur beðið lengi og hátíðarhöld hafa verið af skornum skammti þá finnst mér það alveg líklegt að það gæti bara orðið metfjöldi en eins og ég segi það hefur aldrei verið skortur á fólki á menningarnótt,“ segir Guðmundur. Dagskrá Menningarnætur er ekki af verri endanum, matarbílar, tónleikar og listgjörningar verða á víð og dreif um bæinn en menningarnótt verður formlega sett klukkan eitt í Hörpu. Guðmundur segir mikið um að vera í listasöfnum og opið verði til dæmis í Hússtjórnarskólanum en stórir tónleikar taki við í kvöld. „Bylgjan er með risastóra tónleika í Hljómskálagarði, Rás 2 Arnarhóli, DJ Margeir á Klapparstíg. Svo er ótrúlega mikið af minni krúttlegum atriðum á víð og dreif um bæinn og ég mæli með að fólk kíki á menningarnott.is þar er auðvelt að sjá dagskrána á hverjum tímapunkti,“ segir Guðmundur. Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fór vel af stað þrátt fyrir vind en Guðmundur er jákvæður yfir veðri dagsins og hvetur fólk til að mæta í bæinn með góða skapið. „Ég einmitt sé hérna út um gluggann í Ráðhúsinu að það er góð stemming í hlaupinu sem var að fara af stað og ég hef það eftir heimildum að það eigi bara eftir að lægja. Það er bara svolítið rok núna en ekkert svona sem hefur nein áhrif og nú sýnist mér glitta í sól þannig að við erum bara mjög bjartsýn og spennt fyrir deginum,“ segir Guðmundur að lokum.
Menningarnótt Reykjavík Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira