Vekjum íslenska markaðinn! Ívar Breki Benjamínsson skrifar 16. ágúst 2022 13:30 Lífeyrissjóðir hér á landi spila stórt hlutverk, sérstaklega á íslenskum hlutabréfamarkaði. Þrátt fyrir að lífeyrissjóðirnir hafi að mestu leyti haldið markaðnum á floti árin eftir hrun og spilað stórt hlutverk í endurreisn íslensks fjármálakerfis og hlutabréfamarkaðar, er mikilvægt að almenningur taki aukinn þátt. Það mun bæði gera markaðinn skilvirkari og auka dýpt hans. Ein af mögulegum ástæðum lítillar þátttöku almennings er trú hans að markaðurinn sé ekki nógu skilvirkur. Þar sem lífeyrissjóðir ráða lögum og lofum geta þeir komið í veg fyrir eðlilega eignamyndun og gert markaðinn berskjaldaðri fyrir pólitískum áherslum, ásamt því rennur stór hluti sparnaðar almennings til sjóðanna. Mögulegt er að minnka þessi áhrif með minni umsvifum lífeyrissjóðanna á markaði og með aukinni þátttöku almennings. Undanfarið eitt og hálft ár höfum við séð mikla aukningu á fjölda almennings á hlutabréfamarkaði og áætla má að skráning íslenskra fyrirtækja eins og Síldarvinnslunnar, Solid Clouds, Play og Íslandsbanka á markað spili þar stórt hlutverk. Hættan við það er að margir selji sig út fljótlega eftir útboð og þátttakan lækki á ný. Hvað getum við gert? Til að efla vitund almennings á markaði væri upplagt að einstaklingar gætu ráðstafað sinni séreign sjálfir eða jafnvel hluta af þeim iðgjaldagreiðslum sem þeir greiða í lífeyrissjóð í hlutabréf eða hlutabréfasjóði að eigin vali. Þetta myndi hafa jákvæð áhrif á markaðinn og virkja betur almenning. Hátt hlutfall af tekjum einstaklinga renna til lífeyrissjóðanna sem dregur úr svigrúmi einstaklinga til að fjárfesta í nýsköpun. Með auknu frjálsræði einstaklinga til að fjárfesta sjálfir sínum sparnaði gæti þróunin orðið önnur. Lífeyrissjóðir eru ekki endilega hentugustu fjárfestarnir í litlum og meðalstórum fyrirtækjum heldur eru einstaklingar betur til þess fallnir og jafnvel meira tilbúnir til að taka áhættuna. Sparnaði einstaklinga er beint frá íslensku atvinnulífi og til stærstu fyrirtækjanna vegna skyldusparnaðar sem getur leitt til bólu á innlendum eignamarkaði. Skattaafsláttur Skattaafsláttur til kaupa á hlutabréfum er leið sem hefur sannað gildi sitt. Hér á landi var slíkur afsláttur veittur og spilaði sú aðgerð sinn þátt í vexti hlutabréfamarkaðarins frá aldamótum. Það að veita skattaafslátt til þeirra sem fjárfesta á hlutabréfamarkaðnum gæti haft mjög jákvæð áhrif á markaðinn, skipt hann miklu máli og er ávinningurinn klárlega tilraunarinnar virði. Skattaafslættir myndu því auka fjölbreytni fjárfesta og fyrirtækja á markaði. Leyfum almenningi að velja Hlutabréfamarkaðir hafa sýnt efnahagslegt mikilvægi sitt í gegnum tíðina þegar kemur að atvinnusköpun og sem mikilvægt markaðstorg fyrir fjármögnun lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Þegar litið er til framtíðar er mikilvægt að markaðurinn haldist sjálfbær og hugsa þarf um hlutverk hans til langs tíma þannig að fólk og fyrirtæki geti haldið áfram að treysta honum. Þar koma stjórnvöld inn til að hvetja fólk og fyrirtæki til að beina kröftum sínum og fjármagni inn á markaðinn og leikur skattaafsláttur stórt hlutverk þar sem einstaklingar eru verðlaunaðir með þátttöku sinni á markaði. Nú er tími til kominn að gefa almenningi meira frjálsræði þegar kemur að fjárfestingum á sínum eigin sparnaði, enda getur vel verið að almenningur sjái möguleika í nýsköpun og hugviti betur en skrifstofur lífeyrissjóða og fjárfestingarnar dreifast meira um hagkerfið með almenning við stjórnvölin. Leyfum almenningi að velja! Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kauphöllin Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Sjá meira
Lífeyrissjóðir hér á landi spila stórt hlutverk, sérstaklega á íslenskum hlutabréfamarkaði. Þrátt fyrir að lífeyrissjóðirnir hafi að mestu leyti haldið markaðnum á floti árin eftir hrun og spilað stórt hlutverk í endurreisn íslensks fjármálakerfis og hlutabréfamarkaðar, er mikilvægt að almenningur taki aukinn þátt. Það mun bæði gera markaðinn skilvirkari og auka dýpt hans. Ein af mögulegum ástæðum lítillar þátttöku almennings er trú hans að markaðurinn sé ekki nógu skilvirkur. Þar sem lífeyrissjóðir ráða lögum og lofum geta þeir komið í veg fyrir eðlilega eignamyndun og gert markaðinn berskjaldaðri fyrir pólitískum áherslum, ásamt því rennur stór hluti sparnaðar almennings til sjóðanna. Mögulegt er að minnka þessi áhrif með minni umsvifum lífeyrissjóðanna á markaði og með aukinni þátttöku almennings. Undanfarið eitt og hálft ár höfum við séð mikla aukningu á fjölda almennings á hlutabréfamarkaði og áætla má að skráning íslenskra fyrirtækja eins og Síldarvinnslunnar, Solid Clouds, Play og Íslandsbanka á markað spili þar stórt hlutverk. Hættan við það er að margir selji sig út fljótlega eftir útboð og þátttakan lækki á ný. Hvað getum við gert? Til að efla vitund almennings á markaði væri upplagt að einstaklingar gætu ráðstafað sinni séreign sjálfir eða jafnvel hluta af þeim iðgjaldagreiðslum sem þeir greiða í lífeyrissjóð í hlutabréf eða hlutabréfasjóði að eigin vali. Þetta myndi hafa jákvæð áhrif á markaðinn og virkja betur almenning. Hátt hlutfall af tekjum einstaklinga renna til lífeyrissjóðanna sem dregur úr svigrúmi einstaklinga til að fjárfesta í nýsköpun. Með auknu frjálsræði einstaklinga til að fjárfesta sjálfir sínum sparnaði gæti þróunin orðið önnur. Lífeyrissjóðir eru ekki endilega hentugustu fjárfestarnir í litlum og meðalstórum fyrirtækjum heldur eru einstaklingar betur til þess fallnir og jafnvel meira tilbúnir til að taka áhættuna. Sparnaði einstaklinga er beint frá íslensku atvinnulífi og til stærstu fyrirtækjanna vegna skyldusparnaðar sem getur leitt til bólu á innlendum eignamarkaði. Skattaafsláttur Skattaafsláttur til kaupa á hlutabréfum er leið sem hefur sannað gildi sitt. Hér á landi var slíkur afsláttur veittur og spilaði sú aðgerð sinn þátt í vexti hlutabréfamarkaðarins frá aldamótum. Það að veita skattaafslátt til þeirra sem fjárfesta á hlutabréfamarkaðnum gæti haft mjög jákvæð áhrif á markaðinn, skipt hann miklu máli og er ávinningurinn klárlega tilraunarinnar virði. Skattaafslættir myndu því auka fjölbreytni fjárfesta og fyrirtækja á markaði. Leyfum almenningi að velja Hlutabréfamarkaðir hafa sýnt efnahagslegt mikilvægi sitt í gegnum tíðina þegar kemur að atvinnusköpun og sem mikilvægt markaðstorg fyrir fjármögnun lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Þegar litið er til framtíðar er mikilvægt að markaðurinn haldist sjálfbær og hugsa þarf um hlutverk hans til langs tíma þannig að fólk og fyrirtæki geti haldið áfram að treysta honum. Þar koma stjórnvöld inn til að hvetja fólk og fyrirtæki til að beina kröftum sínum og fjármagni inn á markaðinn og leikur skattaafsláttur stórt hlutverk þar sem einstaklingar eru verðlaunaðir með þátttöku sinni á markaði. Nú er tími til kominn að gefa almenningi meira frjálsræði þegar kemur að fjárfestingum á sínum eigin sparnaði, enda getur vel verið að almenningur sjái möguleika í nýsköpun og hugviti betur en skrifstofur lífeyrissjóða og fjárfestingarnar dreifast meira um hagkerfið með almenning við stjórnvölin. Leyfum almenningi að velja! Höfundur er hagfræðingur.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun