Ferðaplönin vs. raunveruleikinn Hildur Inga Magnadóttir skrifar 8. ágúst 2022 13:30 Öll höfum við ákveðnar hugmyndir um hvernig ferðalögin okkar eiga að vera – t.d. slökun og „tjill“ á ströndinni, skoða borgir, söfn og fornar minjar. Setjast svo niður í rólegheitum og drekka rjúkandi heitan kaffibolla, kaldan drykk eða snæða góðan mat á veitingastað. Eiga notalegar stundir á pallinum í kvöldsólinni. Þetta lítur allt mjög vel út á blaði þegar ferðin er skipulögð. Raunveruleikinn er hinsvegar sá að þegar ferðast er með ung börn fara þessar áætlanir að miklu leyti í vaskinn. „Tjillið“ á ströndinni breytist í hlaup fram og til baka á strandlengjunni, að dusta sand af grátandi barni sem þolir ekki þegar sandurinn festist í sólarvörninni og að hugga og draga úr sársauka hjá þeim sem brenndur var af marglyttunni. Næst á dagskrá - að vera menningarleg. Skoðum þetta safn, það er góð hugmynd… sagði enginn aldrei á ferðalagi með ung börn. Þar er hlaupið á eftir einum þriggja ára sem vill snerta allt og eiga allt sem hann sér. Ó allt svo gamalt hér og verðmætt. „Munum krakkar mínir að skoða bara með augunum.“ Annað fimm ára prílar upp á bekki og borð, hjarta foreldranna í buxunum. Þegar út er komið veit enginn hvað var til sýnis á þessu safni. Tími til kominn að njóta á kaffihúsi, ná smá rólegheitum yfir rjúkandi heitum bolla.Látum okkur sjá. Eitt barn komið undir víða pilsið hjá konunni fyrir framan okkur í röðinni og hitt komið úr sokkum og skóm og búið að kasta inn fyrir afgreiðsluborðið. Kaffibollinn drukkinn á hlaupum, orðinn ískaldur eftir allt bjástrið við að sinna tveimur ungum. Það var þó allavega bragðgott. Í lok dags eru allir orðnir þreyttir og foreldrana dreymir um að setjast út í kvöldsólina þegar börnin hafa lagst til hvílu. Ferðalagaspennan hjá börnunum er svo mikil, allir á yfirsnúningi og enginn nær að sofna. Hláturskast og kitlbarátta, grátur og systkinaslagsmál - allt þar á milli. Loksins þegar allir eru farnir að hrjóta er sólin sest og nýr dagur handan við hornið. Eins gott fyrir foreldrana að drífa sig í háttinn, dagurinn á morgun verður nefnilega alveg eins og því mikilvægt að hafa næga orku. Við náum bara kvöldsólinni síðar. Foreldrar hafa yfirleitt mikið að gera þegar ferðast er með börn og væntingar til ferðalagsins jafnvel óraunhæfar miðað við aldur og þroska barnanna. Aðstæður geta verið krefjandi, þreytandi og klárast oft á tíðum orka og þolinmæði foreldranna. Þetta verður þó allt þess virði þegar maður fylgist með þessum dásamlegu litlu persónum prófa sig áfram og uppgötva eitthvað nýtt. Gleðin er allsráðandi þegar þau prófa í fyrsta skiptið að baða sig í köldum sjónum, sjá dádýr, gista um borð í báti, prófa nýjan leikvöll, sjá framandi skordýr, fara í lest eða finna hús í uppáhalds litnum sínum. Þetta er a.m.k. best launaða sumarvinna sem ég hef verið í og ég er strax farin að hlakka til næstu ævintýra. Höfundur er foreldra- og uppeldisráðgjafi hjá Heilsu- og sálfræðiþjónustunni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Ferðalög Hildur Inga Magnadóttir Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Öll höfum við ákveðnar hugmyndir um hvernig ferðalögin okkar eiga að vera – t.d. slökun og „tjill“ á ströndinni, skoða borgir, söfn og fornar minjar. Setjast svo niður í rólegheitum og drekka rjúkandi heitan kaffibolla, kaldan drykk eða snæða góðan mat á veitingastað. Eiga notalegar stundir á pallinum í kvöldsólinni. Þetta lítur allt mjög vel út á blaði þegar ferðin er skipulögð. Raunveruleikinn er hinsvegar sá að þegar ferðast er með ung börn fara þessar áætlanir að miklu leyti í vaskinn. „Tjillið“ á ströndinni breytist í hlaup fram og til baka á strandlengjunni, að dusta sand af grátandi barni sem þolir ekki þegar sandurinn festist í sólarvörninni og að hugga og draga úr sársauka hjá þeim sem brenndur var af marglyttunni. Næst á dagskrá - að vera menningarleg. Skoðum þetta safn, það er góð hugmynd… sagði enginn aldrei á ferðalagi með ung börn. Þar er hlaupið á eftir einum þriggja ára sem vill snerta allt og eiga allt sem hann sér. Ó allt svo gamalt hér og verðmætt. „Munum krakkar mínir að skoða bara með augunum.“ Annað fimm ára prílar upp á bekki og borð, hjarta foreldranna í buxunum. Þegar út er komið veit enginn hvað var til sýnis á þessu safni. Tími til kominn að njóta á kaffihúsi, ná smá rólegheitum yfir rjúkandi heitum bolla.Látum okkur sjá. Eitt barn komið undir víða pilsið hjá konunni fyrir framan okkur í röðinni og hitt komið úr sokkum og skóm og búið að kasta inn fyrir afgreiðsluborðið. Kaffibollinn drukkinn á hlaupum, orðinn ískaldur eftir allt bjástrið við að sinna tveimur ungum. Það var þó allavega bragðgott. Í lok dags eru allir orðnir þreyttir og foreldrana dreymir um að setjast út í kvöldsólina þegar börnin hafa lagst til hvílu. Ferðalagaspennan hjá börnunum er svo mikil, allir á yfirsnúningi og enginn nær að sofna. Hláturskast og kitlbarátta, grátur og systkinaslagsmál - allt þar á milli. Loksins þegar allir eru farnir að hrjóta er sólin sest og nýr dagur handan við hornið. Eins gott fyrir foreldrana að drífa sig í háttinn, dagurinn á morgun verður nefnilega alveg eins og því mikilvægt að hafa næga orku. Við náum bara kvöldsólinni síðar. Foreldrar hafa yfirleitt mikið að gera þegar ferðast er með börn og væntingar til ferðalagsins jafnvel óraunhæfar miðað við aldur og þroska barnanna. Aðstæður geta verið krefjandi, þreytandi og klárast oft á tíðum orka og þolinmæði foreldranna. Þetta verður þó allt þess virði þegar maður fylgist með þessum dásamlegu litlu persónum prófa sig áfram og uppgötva eitthvað nýtt. Gleðin er allsráðandi þegar þau prófa í fyrsta skiptið að baða sig í köldum sjónum, sjá dádýr, gista um borð í báti, prófa nýjan leikvöll, sjá framandi skordýr, fara í lest eða finna hús í uppáhalds litnum sínum. Þetta er a.m.k. best launaða sumarvinna sem ég hef verið í og ég er strax farin að hlakka til næstu ævintýra. Höfundur er foreldra- og uppeldisráðgjafi hjá Heilsu- og sálfræðiþjónustunni
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar