„Ég hugsaði, ég er bara að fara að deyja núna“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 5. ágúst 2022 19:25 Bragi Jónsson og Bylgja Dís Birkisdóttir ásamt Birki Orra við fellihýsið umrædda. Vísir/Ívar Fannar Aðeins sekúndum mátti muna að heil fjölskylda léti lífið vegna koltvísýringseitrunar í fellihýsi á dögunum. Þau segjast þakklát fyrir að ekki fór verr og að tveggja ára sonur þeirra eigi nú allt lífið fram undan. Fyrir þremur vikum voru þau Bylgja Dís Birkisdóttir og Bragi Jónsson stödd ásamt syni sínum, hinum tveggja ára Birki Orra, í útilegu með vinum á Akureyri og dvöldu þau þá fellihýsi, líkt og þau höfðu oft gert áður. Það varð þó ljóst að þessi ferð yrði ekki eins og aðrar þegar Bylgja vaknaði skyndilega aðfaranótt föstudagsins 15. júlí með hjartsláttartruflanir og mikla öndunarerfiðleika. „Ég hélt fyrst að ég væri bara að fá hjartaáfall eða eitthvað. Ég vissi alla vega að það væri eitthvað alvarlegt að gerast með mig og hugsaði, ég er bara að fara að deyja núna. Þetta var bara tilfinning sem ég hef sem betur fer aldrei fundið áður,“ segir Bylgja. Hún kallaði þá strax á Braga, sem var sofandi í hinum enda fellihýsisins, og reyndi hann að komast að því hvað væri að. Þá var honum aftur á móti ljóst að Bylgja væri að líða út af. „Ég sé bara að ég er í rauninni ekki að fara að gera neitt því hún kom varla upp skiljanlegu orði. Þannig þá ætla ég bara að fara að hringja á sjúkrabíl og skyndilega fæ ég svona tilfinningu að ég sé að fara að detta út líka,“ segir Bragi. Stöð 2/Ívar Fannar Ekki mátti miklu muna Það var þá sem hann áttaði sig á því að það væri eitthvað í loftinu. Hann opnaði renndan glugga í hýsinu, opnaði dyrnar út í flýti og dreif sig út. Þá hafði liðið yfir Bylgju en um leið og ferskt loft kom inn fór þeim báðum strax að líða betur. Birkir Orri hafði þá sofið í gegnum allt. „Ef að ég hefði ekki í rauninni áttað mig á því hvað væri að gerast og ef ég hefði ákveðið að standa af mér svimann eða þannig, þá hefði líklega liðið yfir mig í hýsinu,“ segir Bragi. Hefði það gerst hefðu þau líklegast öll farist en það hafi ekki verið spurning um mínútur heldur aðeins örfáar sekúndur. „Læknirinn á bráðamóttökunni sagði að það hefði ekki mátt miklu muna,“ segir Bylgja. Það var þó ekki gas sem að hafði lekið í fellihýsinu, líkt og marga hefði ef til vill grunað, heldur hafði koltvísýringur komið inn í gegnum miðstöðina sem var í gangi um nóttina, sem líkja má við ef að slanga yrði sett frá púströri inn í lokaðan bíl. Miðstöðin í fellihýsinu hafði líklega bilað.Stöð 2/Ívar Fannar Líklega hafi verið um bilun að ræða en þau vita það þó ekki fyrir víst. Sjálf höfðu þau ekki áður haft miðstöðina í gangi um nóttina og Á sjúkrahúsinu á Akureyri var það endanlega staðfest að um koltvísýringseitrun hafi verið að ræða. Daginn eftir var hún strax orðin betri og voru Bragi og Birkir einnig heilbrigðir en margir sem verða fyrir koltvísýringseitrun taka ekki eftir því og deyja í svefni. „Maður hefur alltaf verið hræddur við svona en hugsar kannski ekki meira út í það. Við erum náttúrulega með gasskynjara í hýsinu, þannig að maður heldur að hann sé bara að fara að dekka allt svona hættulegt,“ segir Bylgja. Hugsar aldrei að þetta komi fyrir mann sjálfan Þau ætla þó ekki að láta þessa uppákomu koma í veg fyrir fleiri ferðir með fellihýsinu, þó þau verði vissulega meira meðvituð um hætturnar. Eftir athugun á sjúkrahúsi gat fjölskyldan farið heim. Mynd/Facebook „Það eru alltaf einhverjar líkur á að eitthvað komi fyrir og það er bara eins og með allt annað, maður þarf bara að hafa varan á sér en maður hefur svo sem ekki verið að spá í þessu hingað til, það sem maður ætti kannski að vera miklu duglegri í að gera,“ segir Bragi. Þau virðast þó bæði hafa sloppið tiltölulega vel, í hið minnsta líkamlega, og kveðst Bylgja þakklát fyrir að hafa vaknað þessa nóttina. Mögulega hafi einhver verið að vaka yfir henni og hnippt í hana akkúrat á réttum tíma. „Þetta var mjög mikið andlegt sjokk, ef að ég hugsa um að við hefðum öll bara geta farið. Og þessi litli kútur á allt lífið sitt fram undan,“ segir hún og vísar til Birkis. „Maður hugsar ekkert að þetta komi fyrir sig en maður veit aldrei.“ Ferðamennska á Íslandi Tjaldsvæði Slysavarnir Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Sjá meira
Fyrir þremur vikum voru þau Bylgja Dís Birkisdóttir og Bragi Jónsson stödd ásamt syni sínum, hinum tveggja ára Birki Orra, í útilegu með vinum á Akureyri og dvöldu þau þá fellihýsi, líkt og þau höfðu oft gert áður. Það varð þó ljóst að þessi ferð yrði ekki eins og aðrar þegar Bylgja vaknaði skyndilega aðfaranótt föstudagsins 15. júlí með hjartsláttartruflanir og mikla öndunarerfiðleika. „Ég hélt fyrst að ég væri bara að fá hjartaáfall eða eitthvað. Ég vissi alla vega að það væri eitthvað alvarlegt að gerast með mig og hugsaði, ég er bara að fara að deyja núna. Þetta var bara tilfinning sem ég hef sem betur fer aldrei fundið áður,“ segir Bylgja. Hún kallaði þá strax á Braga, sem var sofandi í hinum enda fellihýsisins, og reyndi hann að komast að því hvað væri að. Þá var honum aftur á móti ljóst að Bylgja væri að líða út af. „Ég sé bara að ég er í rauninni ekki að fara að gera neitt því hún kom varla upp skiljanlegu orði. Þannig þá ætla ég bara að fara að hringja á sjúkrabíl og skyndilega fæ ég svona tilfinningu að ég sé að fara að detta út líka,“ segir Bragi. Stöð 2/Ívar Fannar Ekki mátti miklu muna Það var þá sem hann áttaði sig á því að það væri eitthvað í loftinu. Hann opnaði renndan glugga í hýsinu, opnaði dyrnar út í flýti og dreif sig út. Þá hafði liðið yfir Bylgju en um leið og ferskt loft kom inn fór þeim báðum strax að líða betur. Birkir Orri hafði þá sofið í gegnum allt. „Ef að ég hefði ekki í rauninni áttað mig á því hvað væri að gerast og ef ég hefði ákveðið að standa af mér svimann eða þannig, þá hefði líklega liðið yfir mig í hýsinu,“ segir Bragi. Hefði það gerst hefðu þau líklegast öll farist en það hafi ekki verið spurning um mínútur heldur aðeins örfáar sekúndur. „Læknirinn á bráðamóttökunni sagði að það hefði ekki mátt miklu muna,“ segir Bylgja. Það var þó ekki gas sem að hafði lekið í fellihýsinu, líkt og marga hefði ef til vill grunað, heldur hafði koltvísýringur komið inn í gegnum miðstöðina sem var í gangi um nóttina, sem líkja má við ef að slanga yrði sett frá púströri inn í lokaðan bíl. Miðstöðin í fellihýsinu hafði líklega bilað.Stöð 2/Ívar Fannar Líklega hafi verið um bilun að ræða en þau vita það þó ekki fyrir víst. Sjálf höfðu þau ekki áður haft miðstöðina í gangi um nóttina og Á sjúkrahúsinu á Akureyri var það endanlega staðfest að um koltvísýringseitrun hafi verið að ræða. Daginn eftir var hún strax orðin betri og voru Bragi og Birkir einnig heilbrigðir en margir sem verða fyrir koltvísýringseitrun taka ekki eftir því og deyja í svefni. „Maður hefur alltaf verið hræddur við svona en hugsar kannski ekki meira út í það. Við erum náttúrulega með gasskynjara í hýsinu, þannig að maður heldur að hann sé bara að fara að dekka allt svona hættulegt,“ segir Bylgja. Hugsar aldrei að þetta komi fyrir mann sjálfan Þau ætla þó ekki að láta þessa uppákomu koma í veg fyrir fleiri ferðir með fellihýsinu, þó þau verði vissulega meira meðvituð um hætturnar. Eftir athugun á sjúkrahúsi gat fjölskyldan farið heim. Mynd/Facebook „Það eru alltaf einhverjar líkur á að eitthvað komi fyrir og það er bara eins og með allt annað, maður þarf bara að hafa varan á sér en maður hefur svo sem ekki verið að spá í þessu hingað til, það sem maður ætti kannski að vera miklu duglegri í að gera,“ segir Bragi. Þau virðast þó bæði hafa sloppið tiltölulega vel, í hið minnsta líkamlega, og kveðst Bylgja þakklát fyrir að hafa vaknað þessa nóttina. Mögulega hafi einhver verið að vaka yfir henni og hnippt í hana akkúrat á réttum tíma. „Þetta var mjög mikið andlegt sjokk, ef að ég hugsa um að við hefðum öll bara geta farið. Og þessi litli kútur á allt lífið sitt fram undan,“ segir hún og vísar til Birkis. „Maður hugsar ekkert að þetta komi fyrir sig en maður veit aldrei.“
Ferðamennska á Íslandi Tjaldsvæði Slysavarnir Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Sjá meira