Léttir að gosið sé hafið Bjarki Sigurðsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 3. ágúst 2022 15:04 Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, var með Guðna Th. og Elizu Reid þegar gosið hófst í dag. Vísir/Arnar Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, segir í samtali við fréttastofu að það sé ákveðinn léttir að það sé farið að gjósa, sérstaklega á svona góðum stað. Enginn mannvirki séu í grennd við gosstöðvar en það kom honum ekkert sérlega á óvart að gosið skyldi hefjast í dag. Fannar sjálfur var á ferð um bæinn ásamt Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, og Elizu Reid þegar gosið hófst. Saman voru þau að ræða við bæjarbúa um skjálftana og líkur á gosi. „Fólk sagði flest að það yrði mikill léttir þegar það fer að gjósa, þá losnum við við þessa jarðskjálfta. Ég held að þetta sé ákveðinn léttir hjá flestum. Og að þetta sé á þessum stað vegna þess að það var ekkert útilokað að það hefði gosið nær okkur og það væri slæmt. Við erum þarna að fá gos á stað sem er einn sá heppilegasti með tilliti til hraunflæðis og fjarlægðar í öll mannvirki,“ segir Fannar. Hann segir það vera sérkennilegt að viðurkenna það að þetta séu ágætis skipti, eldgos í staðinn fyrir jarðskjálfta. „Skjálftarnir fara mjög illa í fólk, sérstaklega svona harðir skjálftar um miðjar nætur. Þegar búist var við gosi í framhaldi er kannski eins gott að það gerist fyrr eða síðar og það er léttir að það skuli gerast á þessum stað,“ segir Fannar. Að einhverjuleiti hafi fólk búist við gosinu fyrr eða síðar. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Sjá meira
Fannar sjálfur var á ferð um bæinn ásamt Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, og Elizu Reid þegar gosið hófst. Saman voru þau að ræða við bæjarbúa um skjálftana og líkur á gosi. „Fólk sagði flest að það yrði mikill léttir þegar það fer að gjósa, þá losnum við við þessa jarðskjálfta. Ég held að þetta sé ákveðinn léttir hjá flestum. Og að þetta sé á þessum stað vegna þess að það var ekkert útilokað að það hefði gosið nær okkur og það væri slæmt. Við erum þarna að fá gos á stað sem er einn sá heppilegasti með tilliti til hraunflæðis og fjarlægðar í öll mannvirki,“ segir Fannar. Hann segir það vera sérkennilegt að viðurkenna það að þetta séu ágætis skipti, eldgos í staðinn fyrir jarðskjálfta. „Skjálftarnir fara mjög illa í fólk, sérstaklega svona harðir skjálftar um miðjar nætur. Þegar búist var við gosi í framhaldi er kannski eins gott að það gerist fyrr eða síðar og það er léttir að það skuli gerast á þessum stað,“ segir Fannar. Að einhverjuleiti hafi fólk búist við gosinu fyrr eða síðar.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Sjá meira