Kornútflutningur hafinn: Fyrsta skipið siglir úr höfn Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 1. ágúst 2022 08:49 M/V Razoni er fyrsta skipið sem siglir úr höfn síðan Rússar hófu innrás í landið 24. febrúar. Getty Images Kornútflutningur frá Odessa er hafinn en fyrsta skipið sigldi úr höfn í morgun með rúm 26.500 tonn af korni innanborðs. Um tuttugu milljónir tonna bíða útflutnings frá Úkraínu en skipið er það fyrsta sem siglir frá hafnarborginni síðan 26. febrúar. Samkomulag milli Rússa og Úkraínumanna var undirritað fyrir rúmri viku síðan en ekki hefur tekist að hefja útflutning fyrr en nú. Skipafélög hafa verið varkár en Rússar hafa í tvígang gert loftárásir á Odessa eftir að samkomulagið var undirritað og siglingaleiðir eru krökkar af tundurduflum. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna fagnar fyrstu sendingunni: „Skipið er á leið til hafnar í Trípólí í Líbanon með 26.500 tonn af korni og er skipið það fyrsta sem fer síðan samningurinn var undirritaður fyrir milligöngu Tyrkja hinn 22. júlí,“ sagði talsmaður António Guterres framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í yfirlýsingu. CNN greinir frá. Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu tekur í sama streng og segir fréttirnar mikinn létti. Hann bindur vonir við að Rússar standi við samninginn, en samkomulagið gildir í 120 daga eða fjóra mánuði. Þegar Rússar hófu innrás sína hinn 24. febrúar voru um hundrað flutningaskip í höfnum Úkraínu við Svartahaf og hafa ekki komist þaðan síðan. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Úkraínuforseti birtist óvænt á stuttermabol á höfninni í Odessa Forseti Úkraínu heimsótti óvænt hafnarborgina Odessa ásamt sendiherrum sjö ríkja í dag til að kynna sér undirbúning fyrir útflutning á milljónum tonna af korni frá Úkraínu. Vonir eru bundnar við að útflutningurinn geti hafist í dag eða á morgun. 29. júlí 2022 20:01 Skipafélög fara sér hægt við að hefja kornútflutning frá Úkraínu Skipafélög eru varkár varðandi útflutning á korni frá Úkraínu sem enn hefur ekki hafist þrátt fyrir samkomulag Rússa og Úkraínumanna fyrir milligöngu Tyrkja og Sameinuðu þjóðanna í síðustu viku. Rússar hafa í tvígang gert loftárásir á Odessa eftir að samkomulagið var undirritað og siglingaleiðir eru krökkar af tundurduflum. 27. júlí 2022 15:22 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sjá meira
Samkomulag milli Rússa og Úkraínumanna var undirritað fyrir rúmri viku síðan en ekki hefur tekist að hefja útflutning fyrr en nú. Skipafélög hafa verið varkár en Rússar hafa í tvígang gert loftárásir á Odessa eftir að samkomulagið var undirritað og siglingaleiðir eru krökkar af tundurduflum. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna fagnar fyrstu sendingunni: „Skipið er á leið til hafnar í Trípólí í Líbanon með 26.500 tonn af korni og er skipið það fyrsta sem fer síðan samningurinn var undirritaður fyrir milligöngu Tyrkja hinn 22. júlí,“ sagði talsmaður António Guterres framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í yfirlýsingu. CNN greinir frá. Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu tekur í sama streng og segir fréttirnar mikinn létti. Hann bindur vonir við að Rússar standi við samninginn, en samkomulagið gildir í 120 daga eða fjóra mánuði. Þegar Rússar hófu innrás sína hinn 24. febrúar voru um hundrað flutningaskip í höfnum Úkraínu við Svartahaf og hafa ekki komist þaðan síðan.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Úkraínuforseti birtist óvænt á stuttermabol á höfninni í Odessa Forseti Úkraínu heimsótti óvænt hafnarborgina Odessa ásamt sendiherrum sjö ríkja í dag til að kynna sér undirbúning fyrir útflutning á milljónum tonna af korni frá Úkraínu. Vonir eru bundnar við að útflutningurinn geti hafist í dag eða á morgun. 29. júlí 2022 20:01 Skipafélög fara sér hægt við að hefja kornútflutning frá Úkraínu Skipafélög eru varkár varðandi útflutning á korni frá Úkraínu sem enn hefur ekki hafist þrátt fyrir samkomulag Rússa og Úkraínumanna fyrir milligöngu Tyrkja og Sameinuðu þjóðanna í síðustu viku. Rússar hafa í tvígang gert loftárásir á Odessa eftir að samkomulagið var undirritað og siglingaleiðir eru krökkar af tundurduflum. 27. júlí 2022 15:22 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sjá meira
Úkraínuforseti birtist óvænt á stuttermabol á höfninni í Odessa Forseti Úkraínu heimsótti óvænt hafnarborgina Odessa ásamt sendiherrum sjö ríkja í dag til að kynna sér undirbúning fyrir útflutning á milljónum tonna af korni frá Úkraínu. Vonir eru bundnar við að útflutningurinn geti hafist í dag eða á morgun. 29. júlí 2022 20:01
Skipafélög fara sér hægt við að hefja kornútflutning frá Úkraínu Skipafélög eru varkár varðandi útflutning á korni frá Úkraínu sem enn hefur ekki hafist þrátt fyrir samkomulag Rússa og Úkraínumanna fyrir milligöngu Tyrkja og Sameinuðu þjóðanna í síðustu viku. Rússar hafa í tvígang gert loftárásir á Odessa eftir að samkomulagið var undirritað og siglingaleiðir eru krökkar af tundurduflum. 27. júlí 2022 15:22