Stríðsárasafn nýtur starfskrafta eldri borgara og unglingspilts Kristján Már Unnarsson skrifar 31. júlí 2022 22:02 Ungir og aldnir sýna gestum Stríðsárasafnið á Reyðarfirði. Logi Beck Kristinsson, 14 ára, og Einar Þorvarðarson verkfræðingur, fyrrverandi umdæmisstjóri Vegagerðarinnar. Sigurjón Ólason Eldri borgarar í Fjarðabyggð annast gæslu Stríðsárasafnsins á Reyðarfirði, samkvæmt sérstökum samningi við sveitarfélagið. Fjórtán ára piltur, klæddur ógnvekjandi hermannabúningi, fékk þó sumarstarf með gamla fólkinu. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá myndir frá safninu þar sem Reyðfirðingar segja sögu stríðsáranna á Íslandi. „Hvergi á landinu voru áhrif hersetunnar jafnmikil og hér á Reyðarfirði. Því að hingað komu um eittþúsund Bretar og settust hér niður og íbúarnir voru ekki nema um þrjúhundruð. Þannig að þeir næstum því bara hurfu í hermannahafið,“ segir Einar Þorvarðarson, sem af og til er leiðsögumaður um Stríðsárasafnið. Gamlir hertrukkar mæta gestum.Sigurjón Ólason Það vekur athygli okkar að eldri borgarar annast hér safnvörslu en sjálfur er Einar verkfræðingur og fyrrverandi umdæmisstjóri Vegagerðarinnar. „Þetta gildir hér í öllu sveitarfélaginu; að eldri borgarar sjá um gæslu á söfnum sveitarfélagsins.“ Greiðsla frá sveitarfélaginu rennur svo til félags eldri borgara. „Ég held að það sé bara almenn ánægja með það. Við fáum þarna ákveðnar tekjur og notum þetta svona til ferðalaga og einhverskonar svona skemmtilegheita,“ segir Einar. Byssuvagninn vekur jafnan mikla athygli.Sigurjón Ólason Það er þó einn ungur sumarstarfsmaður, hinn fjórtán ára Logi Beck Kristinsson, sem segist hafa brennandi áhuga á sögu stríðsáranna. „Þannig að það passaði bara mjög vel að þetta safn væri hérna mjög nálægt mér. Ég bað bara um vinnu og fékk hana. Ég er leiðsögumaður og síðan er ég svona nógu ógnvekjandi þannig að fólk er ekkert að hamast í gripunum, líka. Það passar svona saman vel,“ segir Logi Beck, sem jafnan er klæddur í breskan hermannabúning og með hjálm á höfði. Áformað er að gömlu herbraggarnir verði gerðir upp til að hýsa hluta af safngripum.Sigurjón Ólason Safnið hóf starfsemi fyrir ofan byggðina á Reyðarfirði fyrir nærri þrjátíu árum. Núna er komið að því að færa út kvíarnar. „Það er búið að kaupa einkasafn suður á Reykjanesi sem er meiningin að setja hér upp. Þá stendur jafnvel til að gera upp þessa bragga og koma þessu dóti fyrir hérna,“ segir Einar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fjarðabyggð Söfn Seinni heimsstyrjöldin Eldri borgarar Tengdar fréttir Reyðarfirði hrósað á síðu CNN Er sagður einn af 10 áfangastöðum í heimi sem vert er að heimsækja. 25. mars 2015 07:00 Áttatíu ár liðin frá hernámi Íslands Áttatíu ár eru liðin frá hernámi Breta á Íslandi. Áhugamaður um umsvif erlendra herja segir hernámið hafa gjörbylt landinu og lagt grunninn að nútímavæðingu landsins. 10. maí 2020 21:18 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá myndir frá safninu þar sem Reyðfirðingar segja sögu stríðsáranna á Íslandi. „Hvergi á landinu voru áhrif hersetunnar jafnmikil og hér á Reyðarfirði. Því að hingað komu um eittþúsund Bretar og settust hér niður og íbúarnir voru ekki nema um þrjúhundruð. Þannig að þeir næstum því bara hurfu í hermannahafið,“ segir Einar Þorvarðarson, sem af og til er leiðsögumaður um Stríðsárasafnið. Gamlir hertrukkar mæta gestum.Sigurjón Ólason Það vekur athygli okkar að eldri borgarar annast hér safnvörslu en sjálfur er Einar verkfræðingur og fyrrverandi umdæmisstjóri Vegagerðarinnar. „Þetta gildir hér í öllu sveitarfélaginu; að eldri borgarar sjá um gæslu á söfnum sveitarfélagsins.“ Greiðsla frá sveitarfélaginu rennur svo til félags eldri borgara. „Ég held að það sé bara almenn ánægja með það. Við fáum þarna ákveðnar tekjur og notum þetta svona til ferðalaga og einhverskonar svona skemmtilegheita,“ segir Einar. Byssuvagninn vekur jafnan mikla athygli.Sigurjón Ólason Það er þó einn ungur sumarstarfsmaður, hinn fjórtán ára Logi Beck Kristinsson, sem segist hafa brennandi áhuga á sögu stríðsáranna. „Þannig að það passaði bara mjög vel að þetta safn væri hérna mjög nálægt mér. Ég bað bara um vinnu og fékk hana. Ég er leiðsögumaður og síðan er ég svona nógu ógnvekjandi þannig að fólk er ekkert að hamast í gripunum, líka. Það passar svona saman vel,“ segir Logi Beck, sem jafnan er klæddur í breskan hermannabúning og með hjálm á höfði. Áformað er að gömlu herbraggarnir verði gerðir upp til að hýsa hluta af safngripum.Sigurjón Ólason Safnið hóf starfsemi fyrir ofan byggðina á Reyðarfirði fyrir nærri þrjátíu árum. Núna er komið að því að færa út kvíarnar. „Það er búið að kaupa einkasafn suður á Reykjanesi sem er meiningin að setja hér upp. Þá stendur jafnvel til að gera upp þessa bragga og koma þessu dóti fyrir hérna,“ segir Einar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fjarðabyggð Söfn Seinni heimsstyrjöldin Eldri borgarar Tengdar fréttir Reyðarfirði hrósað á síðu CNN Er sagður einn af 10 áfangastöðum í heimi sem vert er að heimsækja. 25. mars 2015 07:00 Áttatíu ár liðin frá hernámi Íslands Áttatíu ár eru liðin frá hernámi Breta á Íslandi. Áhugamaður um umsvif erlendra herja segir hernámið hafa gjörbylt landinu og lagt grunninn að nútímavæðingu landsins. 10. maí 2020 21:18 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Reyðarfirði hrósað á síðu CNN Er sagður einn af 10 áfangastöðum í heimi sem vert er að heimsækja. 25. mars 2015 07:00
Áttatíu ár liðin frá hernámi Íslands Áttatíu ár eru liðin frá hernámi Breta á Íslandi. Áhugamaður um umsvif erlendra herja segir hernámið hafa gjörbylt landinu og lagt grunninn að nútímavæðingu landsins. 10. maí 2020 21:18