Þúsundir kúa flattar út og urðaðar með rusli eftir að hafa drepist úr hita Magnús Jochum Pálsson skrifar 27. júlí 2022 12:19 Meira en tvöþúsund nautgripir drápust í hitabylgjunni sem reið yfir Kansas í júní. Getty/Mario Tama Þúsundir nautgripa sem drápust vegna hitabylgju í Bandaríkjunum í júní voru urðaðir í landfyllingu í Kansas. Rotnandi hræin voru fyrst flött út með þungavinnuvélum áður en þau voru urðuð með almennu rusli. Vegna hitabylgju sem reið yfir Kansas í júní síðastliðnum drápust meira en tvö þúsund nautgripir í ríkinu samkvæmt heilbrigðiseftirliti Kansas. Kýr sem deyja af völdum hitaslaga eru vanalega fluttar inn í vinnslustöðvar þar sem þeim er breytt í dýrafóður eða áburð en í þetta skiptið voru allar slíkar verksmiðjur að þolmörkum komnar. Nautgripafyrirtæki í Kansas og fylkisstjórn Kansas sáu sér því ekki annað fært en að losa sig við hræin með því að koma þeim fyrir í landfyllingunni, segir í umfjöllun Reuters um málið. Hræ nautgripanna minni á vatnsrúm Að minnsta kosti 2.117 nautgripir drápust þegar hitinn fór hátt í 38 gráður, raki náði hámarki og það varð algjört logn í suðvesturhluta Kansas í júní. Slíkur hiti er óvenjulegur svona snemma á árinu enda var hluti nautgripanna enn í vetrarklæðum. Ekki nóg með að hitinn hafi náð hátt í 38 gráður í hitabylgjunni heldur var mikill raki á sama tíma og algjört logn.Getty/John Moore Brock Theiner, yfirmaður landfyllingarinnar í Steward-sýslu, segir að í losuninni hafi á bilinu 1.850 til tvö þúsund nautgripir verið urðaðir í landfyllingunni. Hann segir að starfsfólk hafi notað þungavinnuvélar með stálhjólum til að fletja nautgripahræin niður í tuttugu sentímetra áður en þau voru urðuð með rusli. Að sögn Theiner tók urðun nautgripanna næstum þrjár vikur. „Eftir að þú keyrir yfir þau fletjast þau út, en þau þenjast aftur út,“ sagði Theiner sem lýsti útflatningu hræjanna svo á þennan ósmekklega máta: „[Þ]að er eins og að keyra vinnuvél ofan á vatnsrúmi. Það hreyfist.“ Bandaríkin Dýr Landbúnaður Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir „Þetta er í rauninni þreyfingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Sjá meira
Vegna hitabylgju sem reið yfir Kansas í júní síðastliðnum drápust meira en tvö þúsund nautgripir í ríkinu samkvæmt heilbrigðiseftirliti Kansas. Kýr sem deyja af völdum hitaslaga eru vanalega fluttar inn í vinnslustöðvar þar sem þeim er breytt í dýrafóður eða áburð en í þetta skiptið voru allar slíkar verksmiðjur að þolmörkum komnar. Nautgripafyrirtæki í Kansas og fylkisstjórn Kansas sáu sér því ekki annað fært en að losa sig við hræin með því að koma þeim fyrir í landfyllingunni, segir í umfjöllun Reuters um málið. Hræ nautgripanna minni á vatnsrúm Að minnsta kosti 2.117 nautgripir drápust þegar hitinn fór hátt í 38 gráður, raki náði hámarki og það varð algjört logn í suðvesturhluta Kansas í júní. Slíkur hiti er óvenjulegur svona snemma á árinu enda var hluti nautgripanna enn í vetrarklæðum. Ekki nóg með að hitinn hafi náð hátt í 38 gráður í hitabylgjunni heldur var mikill raki á sama tíma og algjört logn.Getty/John Moore Brock Theiner, yfirmaður landfyllingarinnar í Steward-sýslu, segir að í losuninni hafi á bilinu 1.850 til tvö þúsund nautgripir verið urðaðir í landfyllingunni. Hann segir að starfsfólk hafi notað þungavinnuvélar með stálhjólum til að fletja nautgripahræin niður í tuttugu sentímetra áður en þau voru urðuð með rusli. Að sögn Theiner tók urðun nautgripanna næstum þrjár vikur. „Eftir að þú keyrir yfir þau fletjast þau út, en þau þenjast aftur út,“ sagði Theiner sem lýsti útflatningu hræjanna svo á þennan ósmekklega máta: „[Þ]að er eins og að keyra vinnuvél ofan á vatnsrúmi. Það hreyfist.“
Bandaríkin Dýr Landbúnaður Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir „Þetta er í rauninni þreyfingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Sjá meira