Stöngin inn á Selfossi um verslunarmannahelgina Tómas Ellert Tómasson skrifar 25. júlí 2022 17:21 Nú loks er komið að því að Unglingalandsmót UMFÍ verði haldið á Selfossi eftir 10 ára bið. Mörgum er í fersku minni hve mótið sem haldið var í einstakri veðurblíðunni á Selfossi árið 2012 heppnaðist vel. Aðstaða fyrir keppendur og fjölskyldur var þá mjög góð. Í dag er hún enn betri, þjóðarhöll okkar Selfyssinga, Selfosshöllin risin, golfvöllurinn glæsilegri og keppnissvæði hesta- og mótorhjólamanna orðin ein þau bestu á landsvísu. Auk þess er aðstaða til sundiðkunar betri og svo má ekki gleyma öllum göngu og hjólreiðastígunum sem telja hundruð kílómetra út um allan bæ og niður í sveitir. Glöggir sjá einnig að allur bragur Selfossbæjar hefur batnað til hins betra á undanförnum árum með tilkomu nýja/gamla miðbæjarins sem nú þegar hefur vakið mikla athygli bæði innanlands og utan og verður fullbyggður sá allra glæsilegasti á landinu. Allt að verða klárt fyrir Unglingalandsmótið.Aðsent Unglingalandsmótin í 30 ár Unglingalandsmótin hafa verið haldin frá árinu 1992. Mótin hafa svo sannarlega sannað gildi sitt enda er hvergi betra fyrir fjölskylduna en að vera á Unglingalandsmóti UMFÍ um verslunarmannahelgi. Það er einfaldlega staðreynd að það er heilmikil upplifun fyrir alla fjölskylduna að taka þátt í mótinu. Á mótinu er keppt í fjölbreyttum greinum íþrótta fyrir 11–18 ára á daginn og svo getur öll fjölskyldan farið á tónleika á tjaldsvæðinu á kvöldin þar sem okkar fremsta tónlistarfólk mun koma fram og skemmta. Þar fremsta í flokki má nefna Stuðlabandið frá Selfossi, heitasta band landsins nú um stundir auk þess sem að Bríet, frændurnir Jón Jónsson og Frikki Dór og Hr. Hnetusmjör munu koma fram auk margra annarra tónlistarsnillinga. Velkomin á Selfoss, ég hlakka til að sjá ykkur öll skora stöngin inn um helgina! Tómas Ellert Tómasson, byggingarverkfræðingur og Selfyssingur. Hægt er að nálgast dagskránna og skrá sig til þátttöku á heimasíðu mótsins hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Ellert Tómasson Árborg Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Halldór 24.01.2026 Halldór Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Sjá meira
Nú loks er komið að því að Unglingalandsmót UMFÍ verði haldið á Selfossi eftir 10 ára bið. Mörgum er í fersku minni hve mótið sem haldið var í einstakri veðurblíðunni á Selfossi árið 2012 heppnaðist vel. Aðstaða fyrir keppendur og fjölskyldur var þá mjög góð. Í dag er hún enn betri, þjóðarhöll okkar Selfyssinga, Selfosshöllin risin, golfvöllurinn glæsilegri og keppnissvæði hesta- og mótorhjólamanna orðin ein þau bestu á landsvísu. Auk þess er aðstaða til sundiðkunar betri og svo má ekki gleyma öllum göngu og hjólreiðastígunum sem telja hundruð kílómetra út um allan bæ og niður í sveitir. Glöggir sjá einnig að allur bragur Selfossbæjar hefur batnað til hins betra á undanförnum árum með tilkomu nýja/gamla miðbæjarins sem nú þegar hefur vakið mikla athygli bæði innanlands og utan og verður fullbyggður sá allra glæsilegasti á landinu. Allt að verða klárt fyrir Unglingalandsmótið.Aðsent Unglingalandsmótin í 30 ár Unglingalandsmótin hafa verið haldin frá árinu 1992. Mótin hafa svo sannarlega sannað gildi sitt enda er hvergi betra fyrir fjölskylduna en að vera á Unglingalandsmóti UMFÍ um verslunarmannahelgi. Það er einfaldlega staðreynd að það er heilmikil upplifun fyrir alla fjölskylduna að taka þátt í mótinu. Á mótinu er keppt í fjölbreyttum greinum íþrótta fyrir 11–18 ára á daginn og svo getur öll fjölskyldan farið á tónleika á tjaldsvæðinu á kvöldin þar sem okkar fremsta tónlistarfólk mun koma fram og skemmta. Þar fremsta í flokki má nefna Stuðlabandið frá Selfossi, heitasta band landsins nú um stundir auk þess sem að Bríet, frændurnir Jón Jónsson og Frikki Dór og Hr. Hnetusmjör munu koma fram auk margra annarra tónlistarsnillinga. Velkomin á Selfoss, ég hlakka til að sjá ykkur öll skora stöngin inn um helgina! Tómas Ellert Tómasson, byggingarverkfræðingur og Selfyssingur. Hægt er að nálgast dagskránna og skrá sig til þátttöku á heimasíðu mótsins hér.
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar