Synjað um líknardauða Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 23. júlí 2022 14:32 Eugen Sabau á meðan hann starfaði enn hjá Securitas. Guardia Civil Dómari hefur synjað manni sem lamaðist í skotbardaga við lögregluna, um líknardráp á Spáni, eftir að hann hafði áður fengið leyfi til þess að deyja. Maðurinn lamaðist í byssubardaga við lögreglu eftir að hafa reynt að drepa fyrrverandi samstarfsmenn sína. Ósáttur við uppsögn Þann 14. desember í fyrra, hélt Eugen Sabau til höfuðstöðva Securitas í Tarragona í Katalóníu. Honum hafði verið sagt upp störfum sem öryggisvörður, hann var ósáttur við það og ætlaði að láta stjórnendur fyrirtækisins finna til tevatnsins. Hann dró upp skammbyssu og riffil og skaut á fyrrverandi samstarfsmenn sína. Þrír særðust í skotárásinni. Hann lagði síðan á flótta, lögreglan veitti honum eftirför, hann særði einn lögreglumann áður en hann var felldur og handtekinn. Lamaðist í skotbardaga við lögreglu Sabau, sem er 46 ára, er ákærður fyrir morðtilraunir, tilræði við stjórnvöld og ólöglegan vopnaburð. Hann særðist hins vegar illa í eftirför lögreglunnar, hann er lamaður frá mitti, einfættur og hann segist finna fyrir miklum verkjum í handleggjum og hafi enga tilfinningu í búknum. Sabau hefur verið á sjúkrahúsi frá því hann var handtekinn og hefur sótt um að fá að deyja líknardauða. Lög sem heimila líknardauða voru samþykkt í spænska þinginu fyrir sléttum fjórum mánuðum, þann 24. mars. Lögregla vill að maðurinn svari til saka Lögreglan hefur andmælt því harðlega og vill að Sabau komi fyrir dóm og svari til saka fyrir gjörðir sínar. Í byrjun þessa mánaðar komst dómari hins vegar að þeirri niðurstöðu að ekkert í hinum nýsamþykktu lögum heimili dómskerfinu að koma í veg fyrir líknardauða, séu réttar forsendur fyrir hendi, og því stóð til að enda líf Sabau á fimmtudag í næstu viku, þann 28. júlí. Nú hefur annar dómari hins vegar ákveðið að stöðva allt líknardrápsferlið á meðan beðið er úrskurðar áfrýjunardómstóls sem hefur til meðferðar kröfu lögreglunnar um að Eugen Sabau verði dæmdur fyrir glæp sinn áður en hann fær að deyja. Hér er hægt að sjá myndband af skotárásinni í höfuðstöðvum Securitas í Tarragona. Spánn Erlend sakamál Dánaraðstoð Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira
Ósáttur við uppsögn Þann 14. desember í fyrra, hélt Eugen Sabau til höfuðstöðva Securitas í Tarragona í Katalóníu. Honum hafði verið sagt upp störfum sem öryggisvörður, hann var ósáttur við það og ætlaði að láta stjórnendur fyrirtækisins finna til tevatnsins. Hann dró upp skammbyssu og riffil og skaut á fyrrverandi samstarfsmenn sína. Þrír særðust í skotárásinni. Hann lagði síðan á flótta, lögreglan veitti honum eftirför, hann særði einn lögreglumann áður en hann var felldur og handtekinn. Lamaðist í skotbardaga við lögreglu Sabau, sem er 46 ára, er ákærður fyrir morðtilraunir, tilræði við stjórnvöld og ólöglegan vopnaburð. Hann særðist hins vegar illa í eftirför lögreglunnar, hann er lamaður frá mitti, einfættur og hann segist finna fyrir miklum verkjum í handleggjum og hafi enga tilfinningu í búknum. Sabau hefur verið á sjúkrahúsi frá því hann var handtekinn og hefur sótt um að fá að deyja líknardauða. Lög sem heimila líknardauða voru samþykkt í spænska þinginu fyrir sléttum fjórum mánuðum, þann 24. mars. Lögregla vill að maðurinn svari til saka Lögreglan hefur andmælt því harðlega og vill að Sabau komi fyrir dóm og svari til saka fyrir gjörðir sínar. Í byrjun þessa mánaðar komst dómari hins vegar að þeirri niðurstöðu að ekkert í hinum nýsamþykktu lögum heimili dómskerfinu að koma í veg fyrir líknardauða, séu réttar forsendur fyrir hendi, og því stóð til að enda líf Sabau á fimmtudag í næstu viku, þann 28. júlí. Nú hefur annar dómari hins vegar ákveðið að stöðva allt líknardrápsferlið á meðan beðið er úrskurðar áfrýjunardómstóls sem hefur til meðferðar kröfu lögreglunnar um að Eugen Sabau verði dæmdur fyrir glæp sinn áður en hann fær að deyja. Hér er hægt að sjá myndband af skotárásinni í höfuðstöðvum Securitas í Tarragona.
Spánn Erlend sakamál Dánaraðstoð Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira