Hafi kembt samfélagsmiðla í marga klukkutíma til að afsanna að maðurinn væri samkynhneigður Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. júlí 2022 19:00 Helgi Þorsteinsson Silva, lögmaður. Vísir/Arnar Stjórnvöld virðast ætíð ganga út frá því að hælisleitendur sem sækja um alþjóðlega vernd á grundvelli kynhneigðar séu að ljúga, að mati lögmanns. Nýfallinn dómur í máli hælisleitanda slái á fingur stjórnvalda í þessum efnum - og annað sambærilegt mál gæti verið á leið fyrir dóm. Á föstudag sneri Héraðsdómur Reykjavíkur við úrskurði kærunefndar útlendingamála í máli karlmanns sem flúði heimaland sitt til Íslands meðal annars vegna kynhneigðar árið 2019. Helgi Þorsteinsson Silva lögmaður mannsins segir stjórnvöld hafa sakað hann um að ljúga til um kynhneigð sína - og hafnað honum um hæli. En hægt hafi verið að sanna kynhneigð mannsins fyrir dómi. „Hann var giftur manni og þetta voru ýmsir vinir þeirra hjóna, sem höfðu komið á heimili þeirra, heilbrigðisstarfsmenn og fleiri,“ segir Helgi. „Þarna er dómurinn að slá svolítið á puttana á stjórnvöldum með þessa framkvæmd. Ég tel það alveg óboðlegt að framkvæmdin sé eins og hún er í dag, sem er einfaldlega þannig að stjórnvöld trúa ekki þeim sem segja stjórnvöldum hver kynhneigð þeirra er.“ Feli auðvitað kynhneigðina á samfélagsmiðlum Ekki aðeins sé óeðlilega mikil áhersla lögð á að hælisleitendur sanni kynhneigð sína, heldur gangi stjórnvöld gríðarlangt í því að afsanna að þeir séu hinsegin. Helgi nefnir dæmi um mál annars skjólstæðings, þar sem stjórnvöld hafi eytt mörgum klukkutímum í að kemba samfélagsmiðla hans og það sem hann líkaði við þar. „Stjórnvöld höfnuðu honum um alþjóðlega vernd vegna þess að hann hafði virst vera gagnkynhneigður á samfélagsmiðlum. Án þess að taka tillit til þess að maður sem felur kynhneigð sína alla ævi, vegna þess að hann kemur frá landi þar sem getur verið lífshættulegt að sýna sína réttu kynhneigð, að hann sé ekki líka að fela hana á samfélagsmiðlum,“ segir Helgi. Hátt í tíu mál af þessu tagi hafi komið inn á borð til hans. Mennirnir séu yfirleitt frá ríkjum í Afríku eða Suðaustur-Asíu þar sem ólöglegt er að vera hinsegin. Annað sambærilegt mál skjólstæðings Helga gæti nú verið á leið fyrir dómstóla. „Og þessi maður, nota bene, er í sambandi hérna á Íslandi sem bendir sterklega til þess að hann sé hinsegin, að þá er rökstuðningur stjórnvalda á þá leið að frásögn hans um samkynhneigð kemur seint fram.“ Hælisleitendur Hinsegin Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
Á föstudag sneri Héraðsdómur Reykjavíkur við úrskurði kærunefndar útlendingamála í máli karlmanns sem flúði heimaland sitt til Íslands meðal annars vegna kynhneigðar árið 2019. Helgi Þorsteinsson Silva lögmaður mannsins segir stjórnvöld hafa sakað hann um að ljúga til um kynhneigð sína - og hafnað honum um hæli. En hægt hafi verið að sanna kynhneigð mannsins fyrir dómi. „Hann var giftur manni og þetta voru ýmsir vinir þeirra hjóna, sem höfðu komið á heimili þeirra, heilbrigðisstarfsmenn og fleiri,“ segir Helgi. „Þarna er dómurinn að slá svolítið á puttana á stjórnvöldum með þessa framkvæmd. Ég tel það alveg óboðlegt að framkvæmdin sé eins og hún er í dag, sem er einfaldlega þannig að stjórnvöld trúa ekki þeim sem segja stjórnvöldum hver kynhneigð þeirra er.“ Feli auðvitað kynhneigðina á samfélagsmiðlum Ekki aðeins sé óeðlilega mikil áhersla lögð á að hælisleitendur sanni kynhneigð sína, heldur gangi stjórnvöld gríðarlangt í því að afsanna að þeir séu hinsegin. Helgi nefnir dæmi um mál annars skjólstæðings, þar sem stjórnvöld hafi eytt mörgum klukkutímum í að kemba samfélagsmiðla hans og það sem hann líkaði við þar. „Stjórnvöld höfnuðu honum um alþjóðlega vernd vegna þess að hann hafði virst vera gagnkynhneigður á samfélagsmiðlum. Án þess að taka tillit til þess að maður sem felur kynhneigð sína alla ævi, vegna þess að hann kemur frá landi þar sem getur verið lífshættulegt að sýna sína réttu kynhneigð, að hann sé ekki líka að fela hana á samfélagsmiðlum,“ segir Helgi. Hátt í tíu mál af þessu tagi hafi komið inn á borð til hans. Mennirnir séu yfirleitt frá ríkjum í Afríku eða Suðaustur-Asíu þar sem ólöglegt er að vera hinsegin. Annað sambærilegt mál skjólstæðings Helga gæti nú verið á leið fyrir dómstóla. „Og þessi maður, nota bene, er í sambandi hérna á Íslandi sem bendir sterklega til þess að hann sé hinsegin, að þá er rökstuðningur stjórnvalda á þá leið að frásögn hans um samkynhneigð kemur seint fram.“
Hælisleitendur Hinsegin Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira