Óvissa um hjólhýsasvæðið í Laugardal sé kvíðavaldandi Árni Sæberg skrifar 21. júlí 2022 13:10 Sanna Magdalena borgarfulltrúi Sósíalista segi mikilvægt að hjólhýsasvæðið í Laugardal verði skipulagt sem fyrst. Vísir/Vilhelm/Arnar Tólf manns hafa kosið að búa í hjólhýsabyggðinni í Laugardal. Mikil óvissa ríkir um framtíð svæðisins þar sem einungis eru gerðir skammtímaleigusamningar við íbúa og til stendur að loka svæðinu. Borgarfulltrúi segir óvissuna valda íbúum kvíða. Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, segir gott samfélag hafa myndast í Laugardalnum þar sem tólf búa í hjólhýsum eða húsbýlum allan ársins hring. Hún ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Þau hafa kosið að þessa búsetu og vilja vera í þessu búsetuformi og eru einmitt að ítreka það að það verði fundin langtímalausn til þess að það sé ekki þessi óvissa um framtíðina,“ segir Sanna Magdalena. Fyrirkomulagið undanfarin ár hafi verið þannig að leigusamningar hafa verið gerðir við íbúa með skamman gildistíma. „Þetta er alltaf gríðarlega mikil óvissa, að vita ekki hvort þú getir verið með heimili þitt þarna til lengdar. Af því þetta er náttúrulega heimili fólks,“ segir Sanna Magdalena. Lengi talað um að finna þurfi langtímalausn Sanna Magdalena segir að lengi hafi verið talað um að finna þurfi varanlega lausn, í því samhengi hafi verið talað um Laugardalinn en einnig önnur svæði. „En svo einhvern veginn gerist ekki neitt. Það er svona mikið verið að tala og verið að funda og verið að tala um að þurfi að finna langtímalausn en svo kemur ekki lausn,“ segir hún. Hún segir að hún upplifi vandamálið sem svo að svið borgarinnar tali ekki saman sem og að borgaryfirvöld hafi talið í gegnum tíðina að um tímabundið búsetuúrræði væri að ræða. Því þyrfti ekki að finna langtímalausn. „Það þarf náttúrulega að skipuleggja þetta,“ segir Sanna Magdalena. Kostnaður upp á sextíu til eitt hundrað milljónir króna Sanna Magdalena segir Sósíalista hafa sent fyrirspurn um hvernig gangi að skipuleggja svæðið til langs tíma eða jafnvel finna hjólhýsunum varanlegan stað annars staðar. Í svari borgarinnar hafi komið fram að kostnaður myndi hlaupa á sextíu til hundrað milljónum króna. Huga þyrfti að umhverfi og innviðum. „Þannig að þetta er ekkert mál, það þarf bara að framkvæma,“ segir hún. Íbúar á svæðinu greiða leigu fyrir að nota stæðin og aðstöðu sem þar er að finna. Leigan hefur verið á bilinu þrjátíu til 45 þúsund krónur á mánuði. Íbúar vilja ekki færa sig Íbúar sem Sanna Magdalena hefur rætt við segja að Laugardalurinn henti vel fyrir hjólhýsabyggðina, þar sé stutt í þjónustu og samgöngur góðar. Aðrar staðsetningar gætu hentað íbúum en þeir leggji áherslu á að byggðin sé í nálægð við þjónustu. „Það gengur náttúrulega alls ekki að þetta sé ekki nálægt samgöngum, að þetta sé í margra kílómetra fjarlægð frá þjónustu af því það geta ekki allir verið lengst í burtu. Það er það sem íbúarnir leggja áherslu á,“ segir hún. Þá leggja íbúar einnig áherslu á að óvissu um framtíð svæðisins ljúki og það verði skipulagt sem íbúðarsvæði svo þeir geti skráð lögheimili sín þar. „Af því þú getur ekki gert það núna, þú færð ekki póst,“ segir Sanna Magdalena. Reykjavík Sósíalistaflokkurinn Tjaldsvæði Borgarstjórn Tengdar fréttir Vill frekar tjaldsvæðið en að fara í Víðines Fimm íbúar á tjaldsvæðinu í Laugardal hafa lýst áhuga á að flytja í húsnæði Reykjavíkurborgar í Víðinesi. Hugsað sem tímabundið úrræði. "Ég þarf varanlegt húsnæði,“ segir einn íbúanna sem ætlar að vera áfram í Laugardal. 16. desember 2017 07:00 Einungis þrír íbúar á tjaldsvæðinu kváðust þiggja tilboð um leiguherbergi Flestir dvelja á tjaldsvæðinu í Laugardal vegna erfiðra aðstæðna á leigumarkaði. 9. desember 2017 09:55 Íbúum tjaldsvæðsins hrollkalt í rafmagnsleysi Rafmagn fór af tjaldsvæðinu í Laugardal um miðnætti og var ekki komið á aftur á sjöunda tímanum í morgun. 8. desember 2017 07:30 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fleiri fréttir „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Sjá meira
Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, segir gott samfélag hafa myndast í Laugardalnum þar sem tólf búa í hjólhýsum eða húsbýlum allan ársins hring. Hún ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Þau hafa kosið að þessa búsetu og vilja vera í þessu búsetuformi og eru einmitt að ítreka það að það verði fundin langtímalausn til þess að það sé ekki þessi óvissa um framtíðina,“ segir Sanna Magdalena. Fyrirkomulagið undanfarin ár hafi verið þannig að leigusamningar hafa verið gerðir við íbúa með skamman gildistíma. „Þetta er alltaf gríðarlega mikil óvissa, að vita ekki hvort þú getir verið með heimili þitt þarna til lengdar. Af því þetta er náttúrulega heimili fólks,“ segir Sanna Magdalena. Lengi talað um að finna þurfi langtímalausn Sanna Magdalena segir að lengi hafi verið talað um að finna þurfi varanlega lausn, í því samhengi hafi verið talað um Laugardalinn en einnig önnur svæði. „En svo einhvern veginn gerist ekki neitt. Það er svona mikið verið að tala og verið að funda og verið að tala um að þurfi að finna langtímalausn en svo kemur ekki lausn,“ segir hún. Hún segir að hún upplifi vandamálið sem svo að svið borgarinnar tali ekki saman sem og að borgaryfirvöld hafi talið í gegnum tíðina að um tímabundið búsetuúrræði væri að ræða. Því þyrfti ekki að finna langtímalausn. „Það þarf náttúrulega að skipuleggja þetta,“ segir Sanna Magdalena. Kostnaður upp á sextíu til eitt hundrað milljónir króna Sanna Magdalena segir Sósíalista hafa sent fyrirspurn um hvernig gangi að skipuleggja svæðið til langs tíma eða jafnvel finna hjólhýsunum varanlegan stað annars staðar. Í svari borgarinnar hafi komið fram að kostnaður myndi hlaupa á sextíu til hundrað milljónum króna. Huga þyrfti að umhverfi og innviðum. „Þannig að þetta er ekkert mál, það þarf bara að framkvæma,“ segir hún. Íbúar á svæðinu greiða leigu fyrir að nota stæðin og aðstöðu sem þar er að finna. Leigan hefur verið á bilinu þrjátíu til 45 þúsund krónur á mánuði. Íbúar vilja ekki færa sig Íbúar sem Sanna Magdalena hefur rætt við segja að Laugardalurinn henti vel fyrir hjólhýsabyggðina, þar sé stutt í þjónustu og samgöngur góðar. Aðrar staðsetningar gætu hentað íbúum en þeir leggji áherslu á að byggðin sé í nálægð við þjónustu. „Það gengur náttúrulega alls ekki að þetta sé ekki nálægt samgöngum, að þetta sé í margra kílómetra fjarlægð frá þjónustu af því það geta ekki allir verið lengst í burtu. Það er það sem íbúarnir leggja áherslu á,“ segir hún. Þá leggja íbúar einnig áherslu á að óvissu um framtíð svæðisins ljúki og það verði skipulagt sem íbúðarsvæði svo þeir geti skráð lögheimili sín þar. „Af því þú getur ekki gert það núna, þú færð ekki póst,“ segir Sanna Magdalena.
Reykjavík Sósíalistaflokkurinn Tjaldsvæði Borgarstjórn Tengdar fréttir Vill frekar tjaldsvæðið en að fara í Víðines Fimm íbúar á tjaldsvæðinu í Laugardal hafa lýst áhuga á að flytja í húsnæði Reykjavíkurborgar í Víðinesi. Hugsað sem tímabundið úrræði. "Ég þarf varanlegt húsnæði,“ segir einn íbúanna sem ætlar að vera áfram í Laugardal. 16. desember 2017 07:00 Einungis þrír íbúar á tjaldsvæðinu kváðust þiggja tilboð um leiguherbergi Flestir dvelja á tjaldsvæðinu í Laugardal vegna erfiðra aðstæðna á leigumarkaði. 9. desember 2017 09:55 Íbúum tjaldsvæðsins hrollkalt í rafmagnsleysi Rafmagn fór af tjaldsvæðinu í Laugardal um miðnætti og var ekki komið á aftur á sjöunda tímanum í morgun. 8. desember 2017 07:30 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fleiri fréttir „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Sjá meira
Vill frekar tjaldsvæðið en að fara í Víðines Fimm íbúar á tjaldsvæðinu í Laugardal hafa lýst áhuga á að flytja í húsnæði Reykjavíkurborgar í Víðinesi. Hugsað sem tímabundið úrræði. "Ég þarf varanlegt húsnæði,“ segir einn íbúanna sem ætlar að vera áfram í Laugardal. 16. desember 2017 07:00
Einungis þrír íbúar á tjaldsvæðinu kváðust þiggja tilboð um leiguherbergi Flestir dvelja á tjaldsvæðinu í Laugardal vegna erfiðra aðstæðna á leigumarkaði. 9. desember 2017 09:55
Íbúum tjaldsvæðsins hrollkalt í rafmagnsleysi Rafmagn fór af tjaldsvæðinu í Laugardal um miðnætti og var ekki komið á aftur á sjöunda tímanum í morgun. 8. desember 2017 07:30