Ekki opnað aftur fyrir bílaumferð um Rauðarárstíg við Hlemm Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. júlí 2022 11:45 Lokað verður fyrir almenna umferð um Rauðarárstíg milli Laugavegar og Gasstöðvarinnar þegar framkvæmdum lýkur. Vísir/Samsett Framkvæmdir á fyrsta áfanga Hlemmtorgsins svokallaða á Rauðarárstíg eru hafnar. Formaður Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar segir markmiðið að gera nýtt torg að svæði fyrir hjólandi og gangandi vegfarendur. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum við endurgerð lagna og yfirborðs göturýmis frá Bríetartúni að Gasstöðinni á Hlemmi ljúki vorið 2023. Þetta er þó aðeins fyrsti kaflinn í framkvæmdum á nýju torgi á Hlemmi. „Nú erum við að tala um framkvæmdir á Rauðarárstíg og einhverju leyti við Laugaveg sem eru hluti af því að innleiða nýtt deiliskipulag fyrir Hlemm,“ segir Alexandra Briem formaður Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. Hér má sjá breytingar sem fyrirhugaðar eru á Rauðarárstíg við gatnamót Bríetartúns. Vegurinn verður lokaður við Hlemm, þar sem bílastæði verða fyrir fatlaða og hringtorg fyrir umferð til að snúa við.VSÓ ráðgjöf „Þar er stóra hugmyndin að hætta að vera með almenna bílaumferð á Hlemmsvæðinu og breyta þessu í torg fyrir hjólandi og gangandi, sem er stefnan með þetta svæði.“ Gatnamót við Bríetartún verða upphækkuð og akstursrými afmarkað. Þá er gert ráð fyrir að Rauðarárstíg verði lokað til suðurs við Gasstöðina á Hlemmi. „Þar verða sett upp stæði fyrir fólk með fötlun, þar verða sett upp hleðslustæði og þar verður komið fyrir stæðum fyrir leigubíla að bíða,“ segir Alexandra. „Þetta er í sjálfu séð varanleg breyting, það verður ekki opnað aftur á almenna bílaumferð um Hlemmstorgið þessa leið.“ Gera megi ráð fyrir nokkru raski af framkvæmdunum þar sem töluverð klöpp er í Rauðarárstíg. Gert er ráð fyrir hávaða af bæði sprengingum og fleygun á vinnutíma í um þrjá mánuði. Þá verði einhverjar breytingar gerðar á akstursleið Strætó um svæðið. „Það verða breytingar í því hvernig Strætó kemur að Hlemmi, því verður eitthvað aðeins breytt, og það þarf eitthvað að hreyfast til eftir því hvernig framkvæmdir verða á þessu svæði. Endanleg niðurstaða verður öðruvísi útfærð þó endanleg niðurstaða verður auðvitað að Hlemmur verði áfram svona miðstöð,“ segir Alexandra. Reykjavík Skipulag Umferð Tengdar fréttir Hefjast handa við fyrsta áfanga Hlemmtorgs Framkvæmdir á fyrsta áfanga Hlemmtorgsins svokallaða á Rauðarárstíg eru hafnar. Lokað hefur verið fyrir umferð á Rauðarárstíg frá Bríetartúni og þegar framkvæmdum lýkur verður vegurinn lokaður sunnan gömlu gasstöðvarinnar við Hlemm til frambúðar. 19. júlí 2022 08:45 Viðreisn lofar lengstu göngugötu heims í miðbænum „Strikið vs. Göngugata frá Ingólfstorgi að Hlemmi. Let's make history!“ skrifaði Pawel Bartoszek borgarfulltrúi á Twitter fyrir skemmstu. 4. maí 2022 07:02 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Gert er ráð fyrir að framkvæmdum við endurgerð lagna og yfirborðs göturýmis frá Bríetartúni að Gasstöðinni á Hlemmi ljúki vorið 2023. Þetta er þó aðeins fyrsti kaflinn í framkvæmdum á nýju torgi á Hlemmi. „Nú erum við að tala um framkvæmdir á Rauðarárstíg og einhverju leyti við Laugaveg sem eru hluti af því að innleiða nýtt deiliskipulag fyrir Hlemm,“ segir Alexandra Briem formaður Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. Hér má sjá breytingar sem fyrirhugaðar eru á Rauðarárstíg við gatnamót Bríetartúns. Vegurinn verður lokaður við Hlemm, þar sem bílastæði verða fyrir fatlaða og hringtorg fyrir umferð til að snúa við.VSÓ ráðgjöf „Þar er stóra hugmyndin að hætta að vera með almenna bílaumferð á Hlemmsvæðinu og breyta þessu í torg fyrir hjólandi og gangandi, sem er stefnan með þetta svæði.“ Gatnamót við Bríetartún verða upphækkuð og akstursrými afmarkað. Þá er gert ráð fyrir að Rauðarárstíg verði lokað til suðurs við Gasstöðina á Hlemmi. „Þar verða sett upp stæði fyrir fólk með fötlun, þar verða sett upp hleðslustæði og þar verður komið fyrir stæðum fyrir leigubíla að bíða,“ segir Alexandra. „Þetta er í sjálfu séð varanleg breyting, það verður ekki opnað aftur á almenna bílaumferð um Hlemmstorgið þessa leið.“ Gera megi ráð fyrir nokkru raski af framkvæmdunum þar sem töluverð klöpp er í Rauðarárstíg. Gert er ráð fyrir hávaða af bæði sprengingum og fleygun á vinnutíma í um þrjá mánuði. Þá verði einhverjar breytingar gerðar á akstursleið Strætó um svæðið. „Það verða breytingar í því hvernig Strætó kemur að Hlemmi, því verður eitthvað aðeins breytt, og það þarf eitthvað að hreyfast til eftir því hvernig framkvæmdir verða á þessu svæði. Endanleg niðurstaða verður öðruvísi útfærð þó endanleg niðurstaða verður auðvitað að Hlemmur verði áfram svona miðstöð,“ segir Alexandra.
Reykjavík Skipulag Umferð Tengdar fréttir Hefjast handa við fyrsta áfanga Hlemmtorgs Framkvæmdir á fyrsta áfanga Hlemmtorgsins svokallaða á Rauðarárstíg eru hafnar. Lokað hefur verið fyrir umferð á Rauðarárstíg frá Bríetartúni og þegar framkvæmdum lýkur verður vegurinn lokaður sunnan gömlu gasstöðvarinnar við Hlemm til frambúðar. 19. júlí 2022 08:45 Viðreisn lofar lengstu göngugötu heims í miðbænum „Strikið vs. Göngugata frá Ingólfstorgi að Hlemmi. Let's make history!“ skrifaði Pawel Bartoszek borgarfulltrúi á Twitter fyrir skemmstu. 4. maí 2022 07:02 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Hefjast handa við fyrsta áfanga Hlemmtorgs Framkvæmdir á fyrsta áfanga Hlemmtorgsins svokallaða á Rauðarárstíg eru hafnar. Lokað hefur verið fyrir umferð á Rauðarárstíg frá Bríetartúni og þegar framkvæmdum lýkur verður vegurinn lokaður sunnan gömlu gasstöðvarinnar við Hlemm til frambúðar. 19. júlí 2022 08:45
Viðreisn lofar lengstu göngugötu heims í miðbænum „Strikið vs. Göngugata frá Ingólfstorgi að Hlemmi. Let's make history!“ skrifaði Pawel Bartoszek borgarfulltrúi á Twitter fyrir skemmstu. 4. maí 2022 07:02