Komu örmagna kóp til bjargar við Reykjarvíkurhöfn Ólafur Björn Sverrisson skrifar 19. júlí 2022 11:29 Kvöldganga Sigríðar endaði með björgunaraðgerð úti á Granda. Sigríður Kristinsdóttir Örmagna kóp með öngul í munni var komið til bjargar af vegfarendum á Granda í gærkvöldi. Annar þeirra, Sigríður Kristinsdóttir segist í fyrstu hafa haldið að móðurlaus kópurinn væri dauður en þegar svo reyndist ekki vera var kópnum komið í hendur næturvaktar Húsdýragarðsins. Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir Bachmann, dóttir Sigríðar, birti vægast sagt krúttlegar myndir af björgun kópsins á Twitter. Mamma var í göngutúr og sá þennan örmagna sæta kóp, hringdi i 112 og hann Veigar sem var á næturvakt hjá Húsdýragarðinum kom til bjargar.Smá til að gleðja þetta forrit pic.twitter.com/y514MipDTs— Kolbrún Birna (@kolla_swag666) July 18, 2022 Dauðhræddur í fyrstu Sigríður Kristinsdóttir segist í samtali við Vísi hafa verið ásamt vinkonu sinni og hundi í göngutúr úti á Granda þegar þau rákust á kópinn. Þau hafi leyft hundinum að ráða för sem hafi í raun leitt þau að kópnum. Bjargvætturinn Sigríður Kristinsdóttir.facebook „Þegar komum niður að lítilli vör á höfninni sjáum við að eitthvað liggur sem þar niðri við höldum að sé dáið. Það var bara ekkert lífsmark en svo sjáum við að þetta er þessi litli kópur sem er með öngul í munni sem lafir niður. Maður sér bara að hann er alveg búinn á því.“ Hún segir kópinn hafa verið dauðhræddan við þær vinkonur í fyrstu og eftir nokkur símtöl var þeim bent á næturvakt Húsdýragarðsins. Frá næturvakt Húsdýragarðsins kom Veigar sem var alsæll með fregnirnar enda búinn að leita að kópnum í tvo sólarhringa. Svona var aðkoman þegar Sigríður og vinkona fundu kópinn.Sigríður Kristinsdóttir „Þá hafði einhver séð þennan litla kóp vera að leita að mömmu sinni í höfninni. Við förum með kópinn í bílinn en þá var öngullinn lafandi og dinglandi í allar áttir og kópurinn berst um, þá þarf Veigar að losa öngulinn til að stækka ekki sárið og þá kom í ljós að það var mikið lífsmark með kópnum enda barðist hann hressilega.“ Fallegt augnablik hafi orðið þegar kópurinn sneri sér við í bílnum til að líta bjargvættina augum í hinsta sinn. „Maður ímyndar sér að hann hafi vitað að við værum að reyna að hjálpa honum.“ Hefur áhyggjur af framhaldinu Nú hefur kópnum verið komið fyrir í Húsdýragarðinum en Sigríður hefur áhyggjur að kópurinn verði þar of lengi og verði þar með ófær um að bjarga sér í náttúrunni. „Draumurinn væri að þau myndu hlúa að honum og svo myndi hann fá að synda sinn veg. En maður veit ekki alveg hvernig þetta endar, þessi hluti sem var í okkar valdi endaði eins vel og hægt var.“ Að lokum biðlar Sigríður til veiðimanna og annarra, að gæta að því hvernig skilið er við umhverfið svo spúnar standi ekki á víðavangi með tilheyrandi hættu. „Og líka bara á þjóðvegum að vera vakandi fyrir dýrum á vegum. Við verðum bara að ganga varlega um, það á alltaf að vera gildi,“ sagði Sigríður að lokum. Veigar breiddi peysu sinni yfir kópinn og kom honum fyrir í bíl Húsdýragarðsins.Sigríður Kristinsdóttir Dýr Reykjavík Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir Bachmann, dóttir Sigríðar, birti vægast sagt krúttlegar myndir af björgun kópsins á Twitter. Mamma var í göngutúr og sá þennan örmagna sæta kóp, hringdi i 112 og hann Veigar sem var á næturvakt hjá Húsdýragarðinum kom til bjargar.Smá til að gleðja þetta forrit pic.twitter.com/y514MipDTs— Kolbrún Birna (@kolla_swag666) July 18, 2022 Dauðhræddur í fyrstu Sigríður Kristinsdóttir segist í samtali við Vísi hafa verið ásamt vinkonu sinni og hundi í göngutúr úti á Granda þegar þau rákust á kópinn. Þau hafi leyft hundinum að ráða för sem hafi í raun leitt þau að kópnum. Bjargvætturinn Sigríður Kristinsdóttir.facebook „Þegar komum niður að lítilli vör á höfninni sjáum við að eitthvað liggur sem þar niðri við höldum að sé dáið. Það var bara ekkert lífsmark en svo sjáum við að þetta er þessi litli kópur sem er með öngul í munni sem lafir niður. Maður sér bara að hann er alveg búinn á því.“ Hún segir kópinn hafa verið dauðhræddan við þær vinkonur í fyrstu og eftir nokkur símtöl var þeim bent á næturvakt Húsdýragarðsins. Frá næturvakt Húsdýragarðsins kom Veigar sem var alsæll með fregnirnar enda búinn að leita að kópnum í tvo sólarhringa. Svona var aðkoman þegar Sigríður og vinkona fundu kópinn.Sigríður Kristinsdóttir „Þá hafði einhver séð þennan litla kóp vera að leita að mömmu sinni í höfninni. Við förum með kópinn í bílinn en þá var öngullinn lafandi og dinglandi í allar áttir og kópurinn berst um, þá þarf Veigar að losa öngulinn til að stækka ekki sárið og þá kom í ljós að það var mikið lífsmark með kópnum enda barðist hann hressilega.“ Fallegt augnablik hafi orðið þegar kópurinn sneri sér við í bílnum til að líta bjargvættina augum í hinsta sinn. „Maður ímyndar sér að hann hafi vitað að við værum að reyna að hjálpa honum.“ Hefur áhyggjur af framhaldinu Nú hefur kópnum verið komið fyrir í Húsdýragarðinum en Sigríður hefur áhyggjur að kópurinn verði þar of lengi og verði þar með ófær um að bjarga sér í náttúrunni. „Draumurinn væri að þau myndu hlúa að honum og svo myndi hann fá að synda sinn veg. En maður veit ekki alveg hvernig þetta endar, þessi hluti sem var í okkar valdi endaði eins vel og hægt var.“ Að lokum biðlar Sigríður til veiðimanna og annarra, að gæta að því hvernig skilið er við umhverfið svo spúnar standi ekki á víðavangi með tilheyrandi hættu. „Og líka bara á þjóðvegum að vera vakandi fyrir dýrum á vegum. Við verðum bara að ganga varlega um, það á alltaf að vera gildi,“ sagði Sigríður að lokum. Veigar breiddi peysu sinni yfir kópinn og kom honum fyrir í bíl Húsdýragarðsins.Sigríður Kristinsdóttir
Dýr Reykjavík Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira