„Fólk er að búast við því versta“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. júlí 2022 20:01 Rauð viðvörun er í gildi fyrir fjölmennt svæði í Bretlandi á morgun. Sara Rut Fannarsdóttir Sérfræðingar vara við mannfalli í sögulegri hitabylgju sem gengur yfir Bretland á morgun og gróðureldar í Evrópu valda áfram gríðarlegri eyðileggingu. Íslendingur í Lundúnum segir borgarbúa uggandi. Þeir búi sig undir það versta. Fjórtán þúsund hafa nú þurft að yfirgefa heimili og dvalarstaði í suðvesturhluta Frakklands vegna hamfaraeldanna sem loga víðar í Evrópu. Á fjórða þúsund hafa flúið elda í grennd við Malaga á Spáni. Eldarnir eru knúnir áfram af óhagstæðum vindum - og auðvitað sögulegri hitabylgju sem dregið hefur hundruð til dauða víða um álfuna. Í Bretlandi tók þegar í dag gildi gulbrún viðvörun vegna ofsahita, sem nær yfir nær allan suðurhluta landsins. Allt England, Wales og hluti af Skotlandi eru svo undir gulbrúnni viðvörun á morgun. Rauð viðvörun tekur þá gildi í fyrsta sinn á fjölmennu svæði sem nær meðal annars til Lundúna, Birmingham, York og Manchester. Veðurfræðingar búast við því að hiti fari jafnvel upp í 41 stig og nái þannig yfir 40 í fyrsta sinn. „Fólk er aðeins stressaðra núna heldur en til dæmis í þessari hitabylgju fyrir mánuði síðan. Þegar það fattar að þetta er orðið að einhverju heilsufarslegu vandamáli,“ segir Jónas Atli Gunnarsson, íbúi í Lundúnum. Jónas Atli Gunnarsson býr í Lundúnum. Eitt af því sem gerir hitabylgjuna sérstaklega hættulega í Bretlandi er skortur á innviðum til að takast á við hana. Fæstir eru til dæmis með loftkælingu á heimilum sínum. „Mitt þar með talið og svo eru húsin byggð þannig að þau eru ekkert að hleypa hitanum út. Þau eru byggð til að halda inni hita. Þannig að það er oft heitara inni heldur en úti, jafnvel þegar hitastigið er svona hátt. Ég finn það sjálfur hér,“ segir Jónas. Margir séu byrjaðir að gera ráðstafanir fyrir morgundaginn; hamstri kalda drykki og klakapoka. „Sérfræðingarnir segja að það verði allavega áttatíu prósent líkur á að hitamet verði slegið á morgun, þannig að fólk er að búast við því versta.“ Bretland Náttúruhamfarir Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Fjórtán þúsund hafa nú þurft að yfirgefa heimili og dvalarstaði í suðvesturhluta Frakklands vegna hamfaraeldanna sem loga víðar í Evrópu. Á fjórða þúsund hafa flúið elda í grennd við Malaga á Spáni. Eldarnir eru knúnir áfram af óhagstæðum vindum - og auðvitað sögulegri hitabylgju sem dregið hefur hundruð til dauða víða um álfuna. Í Bretlandi tók þegar í dag gildi gulbrún viðvörun vegna ofsahita, sem nær yfir nær allan suðurhluta landsins. Allt England, Wales og hluti af Skotlandi eru svo undir gulbrúnni viðvörun á morgun. Rauð viðvörun tekur þá gildi í fyrsta sinn á fjölmennu svæði sem nær meðal annars til Lundúna, Birmingham, York og Manchester. Veðurfræðingar búast við því að hiti fari jafnvel upp í 41 stig og nái þannig yfir 40 í fyrsta sinn. „Fólk er aðeins stressaðra núna heldur en til dæmis í þessari hitabylgju fyrir mánuði síðan. Þegar það fattar að þetta er orðið að einhverju heilsufarslegu vandamáli,“ segir Jónas Atli Gunnarsson, íbúi í Lundúnum. Jónas Atli Gunnarsson býr í Lundúnum. Eitt af því sem gerir hitabylgjuna sérstaklega hættulega í Bretlandi er skortur á innviðum til að takast á við hana. Fæstir eru til dæmis með loftkælingu á heimilum sínum. „Mitt þar með talið og svo eru húsin byggð þannig að þau eru ekkert að hleypa hitanum út. Þau eru byggð til að halda inni hita. Þannig að það er oft heitara inni heldur en úti, jafnvel þegar hitastigið er svona hátt. Ég finn það sjálfur hér,“ segir Jónas. Margir séu byrjaðir að gera ráðstafanir fyrir morgundaginn; hamstri kalda drykki og klakapoka. „Sérfræðingarnir segja að það verði allavega áttatíu prósent líkur á að hitamet verði slegið á morgun, þannig að fólk er að búast við því versta.“
Bretland Náttúruhamfarir Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira