Orðalag dómsins „eitt það svívirðilegasta í seinni tíð“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. júlí 2022 20:00 Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, ráðgjafi hjá Stígamótum og kynjafræðikennari. Ráðgjafi hjá Stígamótum segir umdeilt orðalag í nýbirtum dómi í sifjaspellsmáli eitt það svívirðilegasta í seinni tíð. Varahéraðssaksóknari skilur að orðalagið þyki stuðandi en ekki megi taka orð dómarans úr samhengi. Dómurinn varðar mál karlmanns sem Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi 1. júlí síðastliðinn í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að nauðga dóttur sinni í malarnámu. Dómurinn leit svo á að kynferðislegar athafnir mannsins hafi verið þvert á vilja stúlkunnar og því nauðgun. Þá hafi honum átt að vera ljóst að dóttir hans vildi ekki stunda með honum kynlíf. „Þvert á móti bar honum við þessar aðstæður, úr því hann ákvað að fylgja eftir þeim annarlegu hvötum sínum að eiga kynferðismök við dóttur sína, að ganga ríkt eftir því að skýrt og ótvírætt samþykki lægi fyrir,“ segir í dómnum. Og það er þessi síðasta málsgrein sem vakið hefur einkar hörð viðbrögð á samfélagsmiðlum, orðbragðið þótt einkar sláandi. Undir þetta tekur Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kynjafræðikennari og ráðgjafi hjá Stígamótum. „Að það sé orðað að pabbi þurfi að fá samþykki hjá dóttur sinni fyrir kynlífi, hljómar svívirðilega í hugum okkar flestra. Burtséð frá því hvort þetta sé hluti af stærra samhengi í dómnum þá breytir því ekki að orðalagið misbýður fólki,“ segir Hanna. Þetta ýti enn frekar undir þá upplifun þolenda að dómskerfið vinni á forsendum gerenda. „Og þetta er kannski það svívirðilegasta sem við höfum séð í seinni tíð.“ Skilur að orðalagið stuði Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari.Vísir/vilhelm Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari sem sótti málið bendir á að í þessu tilviki hafi maðurinn verið ákærður fyrir nauðgun annars vegar og sifjaspell hins vegar. Sifjaspell sé alltaf refsivert, samþykki skipti ekki máli. „Dómarinn er að færa rök fyrir því að þessi háttsemi geranda sé bæði sifjaspell og líka nauðgun. Að aðstæður séu þannig að þetta sé ólögmæt nauðung, ekki veitt samþykki og hann hafi haft ásetning og mátt vita að það væri ekki samþykki fyrir hendi.“ Ekki megi taka eina setningu úr heildarsamhengi dómsins. „Þetta eru líka auðvitað alltaf erfið mál og viðkvæm mál og það kann margt að hljóma ankannalega sem þarf að taka fram. Maður sér að umræðan er á þann veginn að þetta sé auðvitað alltaf án samþykkis. En dómarinn þarf auðvitað að rökstyðja sína niðurstöðu. Svo er það líka þannig að fólk verður að lesa allan dóminn, það er erfitt að taka eina og eina setningu út úr samhengi. En maður skilur að þetta geti stuðað.“ Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Dómurinn varðar mál karlmanns sem Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi 1. júlí síðastliðinn í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að nauðga dóttur sinni í malarnámu. Dómurinn leit svo á að kynferðislegar athafnir mannsins hafi verið þvert á vilja stúlkunnar og því nauðgun. Þá hafi honum átt að vera ljóst að dóttir hans vildi ekki stunda með honum kynlíf. „Þvert á móti bar honum við þessar aðstæður, úr því hann ákvað að fylgja eftir þeim annarlegu hvötum sínum að eiga kynferðismök við dóttur sína, að ganga ríkt eftir því að skýrt og ótvírætt samþykki lægi fyrir,“ segir í dómnum. Og það er þessi síðasta málsgrein sem vakið hefur einkar hörð viðbrögð á samfélagsmiðlum, orðbragðið þótt einkar sláandi. Undir þetta tekur Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kynjafræðikennari og ráðgjafi hjá Stígamótum. „Að það sé orðað að pabbi þurfi að fá samþykki hjá dóttur sinni fyrir kynlífi, hljómar svívirðilega í hugum okkar flestra. Burtséð frá því hvort þetta sé hluti af stærra samhengi í dómnum þá breytir því ekki að orðalagið misbýður fólki,“ segir Hanna. Þetta ýti enn frekar undir þá upplifun þolenda að dómskerfið vinni á forsendum gerenda. „Og þetta er kannski það svívirðilegasta sem við höfum séð í seinni tíð.“ Skilur að orðalagið stuði Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari.Vísir/vilhelm Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari sem sótti málið bendir á að í þessu tilviki hafi maðurinn verið ákærður fyrir nauðgun annars vegar og sifjaspell hins vegar. Sifjaspell sé alltaf refsivert, samþykki skipti ekki máli. „Dómarinn er að færa rök fyrir því að þessi háttsemi geranda sé bæði sifjaspell og líka nauðgun. Að aðstæður séu þannig að þetta sé ólögmæt nauðung, ekki veitt samþykki og hann hafi haft ásetning og mátt vita að það væri ekki samþykki fyrir hendi.“ Ekki megi taka eina setningu úr heildarsamhengi dómsins. „Þetta eru líka auðvitað alltaf erfið mál og viðkvæm mál og það kann margt að hljóma ankannalega sem þarf að taka fram. Maður sér að umræðan er á þann veginn að þetta sé auðvitað alltaf án samþykkis. En dómarinn þarf auðvitað að rökstyðja sína niðurstöðu. Svo er það líka þannig að fólk verður að lesa allan dóminn, það er erfitt að taka eina og eina setningu út úr samhengi. En maður skilur að þetta geti stuðað.“
„Þvert á móti bar honum við þessar aðstæður, úr því hann ákvað að fylgja eftir þeim annarlegu hvötum sínum að eiga kynferðismök við dóttur sína, að ganga ríkt eftir því að skýrt og ótvírætt samþykki lægi fyrir,“
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira